Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 30
Tölva til að breyta bensíninn- sprautun, opið púst og sía til að auka loftflæðið, nýir spíssar, vindkljúfar allan hringinn, low profile-dekk og stórar felgur. Hér er ekki verið að tala um bílana í myndinni The Fast and the Furi- ous, heldur nýjasta sportið hjá ís- lenskum bílaáhugamönnum. Steven Páll Rogers og unnusta hans Vilhelmína Eva Vilhjálms- dóttir eru sportbílaeigendur. Bíll- inn þeirra skartar þó ýmsu sem fylgir ekki frá umboðinu, eins og t.d. sérpöntuðum framenda frá Japan, hinum eina sinnar tegund- ar í heiminum. Saman halda þau úti vefsíðunni live2cruize.com sem er eins konar félagsmiðstöð sportbílaáhugafólks á netinu. „Það eru um þúsund manns á spjallborðinu og ætli það séu ekki um 50-60 bílar á hverri sam- komu,“ segir Páll spurður út í félagslífið í sportbílaheiminum. „Samkomurnar eru yfirleitt á þriggja vikna fresti og eru aug- lýstar á vefsíðunni. Þar hittist fólk og ræðir saman, talar um bíla og skoðar hjá hvert öðru. Það er öllum frjálst að mæta og um að gera að byrja á því að kíkja á síð- una. Við viljum fá fólk til að standa saman í áhugamálinu.“ En eftir hverju er verið að sækjast þegar bílum er breytt á þessa vegu? „Sumir vilja bara auka kraftinn, aðrir vilja bara gera bílana flotta. Við Vilhelmína erum fyrir bæði, þannig að bíllinn okkar er sitt lítið af hvoru,“ segir Páll. „Ég þori samt ekki að telja saman hvað við höfum eytt mikl- um pening í breytingar,“ bætir hann við og viðurkennir að þetta sé dýrt sport. Lífið er þó ekki eintómt spól og bón. Til dæmis stóð Live2Cruize fyrir grillveislu í sumar og svo er farið einu sinni á ári í hópferð til Akureyrar. „Þar er öflugur hópur sportbílaeigenda og svo veit ég að það er eitthvað að gerast á Sel- fossi líka. Ef fólk vill slást í hóp- inn er um að gera að kíkja á síð- una og mæta svo á samkomu,“ segir Páll að lokum. ■ Auka kraft og bæta útlit Frá vinstri: Ármann Jakob Pálsson við bíl sinn, Subaru Impreza WRX Turbo, sem er nýkominn úr breytingu frá Bretlandi, Daníel Hlíðberg við bíl sinn, Nissan 300 ZX TwinTurbo, og loks Steven Páll Rogers við bíl þeirra Vilhelmínu, Subaru Impreza GT Turbo. 10 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Mazda3 T 5HB 1,6 l kostar a›eins 1.795.000 kr. Aukahlutir á mynd: álfelgur og flokuljós Mazda3 – margver›launa›ur bíll á ótrúlegu ver›i H im in n o g h a f - 9 0 4 0 4 7 0   Opel Meriva Einkunn: Fimm stjörnur í Euro NCAP-árekstrarprófunum Grunnverð: 1.990.000 krónur Umboð: Bílheimar Opel Meriva er með 1,6 lítra vél og skilar hún hundrað hestöflum. Fáanlegar vélastærðir eru 1,4 lítra 16 ventla til 1,8 lítra 16 ventla og 1,7 lítra turbo dísel. Opel Meriva er tilvalinn fjölskyldubíll með frábæra hönnun á innra rými og ein- staklega sparneytinn. Nýjungar í Opel Merivu er Flex space-sætaskipan, tvær Iso fix-barnastólafestingar, skynvirkir loftpúðar farþegamegin og þriggja punkta bílbelti fyrir alla farþega. Skoda Octavia Hlutdeild Skoda á Íslandsmarkaði: 5,65% Umboð: Hekla Skoda Octavia er frábær kaup. Hann er ódýr, sparneytinn og fallegur Bilana- tíðni er afar lág og gæði framleiðslunnar að sama skapi lág. Besta auglýsingin fyrir Skoda eru eigendurnir sjálfir. Skoda Octavia er á meðal söluhæstu bíla landsins. Í Octavia fær kaupandinn mikið fyrir peninginn. Octavia þykir áreiðanlegur og góður í endursölu. [ NÝIR BÍLAR Í BOÐI ] [ NÝIR BÍLAR Í BOÐI ]   BMW 1-línan Hlutdeild BMW á Íslandsmarkaði: 1% Góðir dómar: Auto Motor und Sport, Auto Bild, Mot, Autozeitung og þau erlendu fag- tímarit sem hafa reynsluekið honum BMW 1-línan kemur á markað í október. Umboð: B&L BMW er úrvalsmerki (Premium Brand) þekkt fyrir hönnun, framsækna tækni og framúrskarandi aksturseiginleika. 1-línan er fyrsti fimm dyra bíll BMW og markar að því leyti tímamót í úrvalsflokknum. Með Ásnum kynnir BMW þannig nýjar áherslur undir slagorðinu sínu the Ultimate Driving Machine eða hið full- komna aksturstæki. Sérstaða Þróaður búnaður og fáguð hönnun. 1-línan er til dæmis með DSC DTC-stöðug- leikastýringuna með skrikvörn og fimmarma álfjöðrun en hvort tveggja myndar snarpa umgjörð um þær þrjár aflmiklu VVT-vélar sem bíllinn kemur með. Aftur- hjóladrif og 50/50-þyngdardreifing undirstrika síðan að þessi bíll snýst um aksturseiginleika af fremstu gerð. Nýjungar Þessi fyrsti 5 dyra bíll frá BMW er með ýmsan búnað sem menn eiga ekki að venjast í flokki 3-5 dyra bíla, eins og jafna þyngdardreifingu á milli öxla og stöðugleikastýringu með skrikvörn. Þá eru vélarnar búnar nýrri tækni sem eykur afköst en dregur úr eldsneytisneyslu. Saab 95 Einkunn: Fimm stjörnur í Euro NCAP-árekstrarprófunum Umboð: Bílheimar Saab 95 Station Aero 2,3 lítra turbo skilar 250 hestöflum og er sjálfskiptur. Það sem einkennir bílinn og er sérlega aðlaðandi er fáguð hönnun, öryggi og akst- urseiginleikar. Það sem nýtt er í bílnum er gírskipting í stýri. Lexus LS430 Grunnverð: 8.600.000 ath.... Verðlaun: JD Power Góðir dómar: Auto Motor und Sport, Auto Bild, Auto Zeitung, Auto Car, What Car, Lexus LS430 var kynntur nýr í febrúar á þessu ári. Sérstaða Kröftug átta strokka vélin er 4,3 lítra og skilar 283 hestöflum. Bíllinn hefur sér- lega lágan vindstuðul, eða 0,26 cd, sem skilar frábærri hlóðeinangrun, meiri hröðun og hagkvæmari eldsneytisnýtingu. LS430 er glæsilega útbúinn með öll- um hugsanlegum þægindum, svosem leðursætum, sóllúgu, þrískiptri loftræst- ingu, Mark Levinson hljómtækjum, fjarlægðarskynjurum, nuddi í aftursætum, loftkældum framsætum og þar fram eftir götunum. Nýjungar LS430 er með AFS ljósbúnaði sem fylgir aksturstefnu bílsins, raddstýrðu leið- sögukerfi, bakkmyndavél, BlueTooth GSM símabúnaði ásamt fjölmörgum smærri hlutum. Sumir vilja bara auka kraftinn, aðrir vilja bara gera bílana flotta. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.