Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 33
Ýmis vandamál fylgdu í kjölfar fyrstu bílanna og það væri athygl- isvert að kanna hve margir væru í dag sammála þessum manni sem skrifaði reiður í Vísi þann 14. júlí 1917: „Það er voðalegt að hugsa til þess hvernig bifreiðarnar þeysa fram og aftur um göturnar, jafnt þar sem krökkt er af krökkum, þvi engin gata, hversu mjó sem hún er, er friðhelg fyrir þessum ófögnuði. ... Og þessi ófögnuður er svo að segja samur og jafn dag og nótt. Aðeins sá munur er að þegar líða fer að háttatíma fylgja honum oft og einatt org og ill læti karla og kvenna sem í bifreiðunum eru. Kveður svo rammt að þessu í sumum götum að íbúar húsanna fá ekki fest svefn oft og einatt fyrr en undir morgun, eða hrökk- va upp við ólætin af værum blun- di og verða andvaka eftir. Ef vel væri ætti algerlega að banna bif- reiðaakstur í bænum, nema þá um fáar götur. Innanbæjarakstur er að mestu leyti óþarfur; venjuleg- ast eru það einhverjir apakettir í buxum og pilsum sem eru að flot- ta sig með því að aka bifreið fram og aftur í hring á götunum og helst þeim fjölförnustu. Mér er óhætt að segja það að þegar ég að endingu skora á lögregluvald þessa bæjar að taka hér í taumana þá tala ég fyrir munn alls þorra bæjarbúa. Mér er því óhætt að skrifa mig Vox Populi.“ Tekið úr bókinni Íslenska bílaöldin. [ BÍLLINN MINN ] MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 13 „Ég er nýbúin að kaupa mér Ford Focus. Ég get ekki sagt að ég noti hann mjög mikið og þar af leiðandi eyði ég ekki miklu í hann. Það besta í bílnum mínum er tví- mælalaust loftræstingin.“ María Guðnadóttir „Ég á eiginlega tvo bíla; Nissan Carisma og Ford Transit. Konan er helst á Carisma en ég nota Transit sem vinnubíl og hann sinnir því starfi mjög vel. Þessir bílar eru tiltölu- lega nýtilkomnir og er kostnaður við þá al- gjörlega í lágmarki. Ég er ekki áhugamaður um bíla. Það eina sem skiptir mig máli er að bíllinn gangi.“ Egill Róbertsson „Ég á Cherokee-jeppa sem mér finnst að sjálfsögðu alveg hrikalega gaman að keyra á. Ætli ég eyði ekki um það bil hálfri milljón á ári í hann með öllu; viðhaldi, aukahlutum og bensíni.“ Kristján Pétur Guðnason „Ég á Subaru Impreza og ég nota hann nokkuð mikið. Hann eyðir mjög litlu og hefur verið frekar viðhaldslaus þessi fimm ár sem ég hef átt hann þannig að ég eyði ekki miklu í hann. Þetta er góður bíll og mér finnst allt frábært við hann.“ Anna Kjartansdóttir „Bíllinn minn heitir KIA og ég fer allar mín- ar leiðir á honum. Mér finnst best hvað hann er rosalega rúmgóður og fínn. Ég eyði ekki miklu í hann fyrir utan í bensín - ég eyði miklu í það.“ Arnljótur Davíðsson Rúnturinn virðist hafa orðið til um leið og fyrstu bílarnir komu til landsins. Apakettir í buxum og pilsum „Ég á Subaru Legacy en ég nota hann ekki mjög mikið. Maðurinn minn notar hann meira þar sem ég bý í göngufæri við vinnuna mína og fer sjaldan á bílnum. Ég nota hann því aðeins þegar nauðsyn er. Það besta við bílinn minn er að hann virkar og kemur mér á milli staða. Þar af leiðandi er ég mjög sátt.“ Nanna Vilhelmsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.