Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING SUNNAN OG VESTAN TIL sem fer vaxandi eftir því sem líður á daginn. Hangir þurr fyrir norðan og austan fram á kvöld. Hlýnandi veður. Sjá síðu 6 29. september 2004 – 266. tölublað – 4. árgangur SEX LÍKAMSÁRÁSIR Maður sem sló annan mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á A. Hansen í Hafnarfirði fyrir um mánuði síðan er ákærður fyrir sex aðrar lík- amsárásir. Sjá síðu 2 ENGAR UNDANÞÁGUR Enginn hefur fengið undanþágu til kennslu eftir að verk- fall grunnskólakennara hófst. Sjá síðu 6 MIKIÐ RÁÐHERRAVALD HÉR Fyrir- komulag við skipan dómara í hæstarétt er margvíslegt í nágrannalöndunum. Saman- burðurinn er flókinn en þó verður ekki bet- ur séð en að ráðherra hafi meira vald hér á landi en tíðkast annars staðar. Sjá síðu 8 EINELTI Í FANGELSUM Fangelsis- málastofnun hefur skorið upp herör gegn einelti í fangelsum landsins. Sjá síðu 10 ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Anna Barner Sarp: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Flytur Bollywood til Íslands ● nám Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 16 Myndlist 16 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 KEFLAVÍKURVÖLLUR Ákveðið hefur verið að segja upp að minnsta kosti sjötta hverjum slökkviliðs- manni á Keflavíkurflugvelli og ekki er útséð með að uppsögnum sé lokið. Þegar hafa 14 fengið upp- sagnarbréf á undanförnum tveim- ur mánuðum og mega fjórir í við- bót eiga von á uppsagnarbréfi næstu daga, því þeim verður sagt upp frá og með næstu mánaða- mótum. Því verða 18 slökkviliðs- menn af þeim 100 sem eru í slökkviliðinu án vinnu innan fárra daga. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna, hefur mikl- ar áhyggjur af ástandinu á Kefla- víkurflugvelli. „Það hlýtur að koma niður á starfsemi liðsins þegar svona mörgum og reyndum starfsmönnum er sagt upp á svona stuttum tíma. Uppsagnirnar eru ekki í samræmi við starfsaldur og því fer mikil fagleg reynsla og þekking úr liðinu með þessum mönnum,“ segir Vernharð. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli áhyggjur af því að vinnuálag aukist í kjölfar uppsagnanna. Ekki er enn farið að reyna á fækkun í liðinu því enn séu menn að vinna út uppsagnar- fresti sem eru mislangir. Þeir segja óvissuna sem fylgir því að vita ekki hverjir verði látnir fara næst þrúgandi. Að sögn Friðþórs Eydal, upp- lýsingafulltrúa Varnarliðsins, eru uppsagnirnar liður í hagræðingar- aðgerðum hjá flotadeild Varnar- liðsins. Hann útilokar ekki að um frekari uppsagnir verði að ræða en vill ekki tjá sig um þær frekar. Sigurður Arason, aðstoðar- slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, vill ekki tjá sig um málið. sda@frettabladid.is BÍLABÍÓ Á MIÐBAKKA Bílabíó Nor- disk Panorama verður á Miðbakka Reykja- víkurhafnar í kvöld klukkan 21. stuttmyndir. STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, mun ekki sitja í þing- nefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknar- manna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þing- vetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með trúnaðarstörf í þing- nefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðug- leikar en síðan brast hver streng- urinn á fætur öðrum þangað til al- gjör trúnaðarbrestur var orðin raunin. Þetta var eins og hjá hjón- um sem átta sig á því að ástin, traustið og vináttan eru horfin.“ Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálm- ar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þing- flokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðla- málinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokk- inn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokks- ins. Framundan séu fundir kjör- dæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gær- kvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og vara- formennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varafor- mennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árna- son tók sæti hans sem varaformað- ur samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin for- mennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismála- nefnd og heilbrigðis- og trygginga- nefnd. ghg@frettabladid.is sjá síðu 13 Uppsagnir á Keflavíkurflugvelli: Átján slökkviliðsmönnum sagt upp á flugvellinum Kristinn fallinn í ónáð Þingflokkur Framsóknar treystir Kristni H. Gunnarssyni ekki til að sitja í nefndum á vegum þingsins. Kristinn segir að sjálfstæði hans í tveimur málum hafi valdið óánægju innan forystu flokksins. Hann ætlar að starfa áfram innan þingflokksins. 36%50% HREINSISTARF HAFIÐ Á BLÖNDUÓSI Stór hluti af um fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði brann til kaldra kola á Blönduósi í fyrrinótt. Tjónið er metið á ríflega hundrað milljónir króna. Gaskútar sprungu og reykurinn náði á Skagaströnd. Sjá síðu 4 Meistaradeildin í gær: Þrenna hjá Rooney í fyrsta leik FÓTBOLTI Enska undrabarnið Way- ne Rooney var með engan svið- skrekk á frumsýningu sinni á Old Trafford í gær. Rooney skor- aði þrennu í 6-2 sigri Manchest- er United á tyrkneska lið- inu Fenerbahce í Meistaradeild Evrópu. Roon- ey lék þarna sinn fyrsta leik eftir meiðslin sem hann varð fyrir á Evrópumótinu í Portúgal í sumar og þrátt fyrir þriggja mánaða fjarveru tók það hann aðeins 17 mínútur að komast á blað. Öll mörk kappans voru snilldarlega útfærð og það síð- asta skoraði hann beint úr auka- spyrnu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SÉRBLAÐ UM BÍLA FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Lúther Gestsson: Jeppaklúbbur fyrir alla jeppa WAYNE ROONEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.