Fréttablaðið - 19.10.2004, Síða 39
ÞRIÐJUDAGUR 19. október 2004
■ FÓLK
H Á G Æ Ð A V Ö R U R Á G Ó Ð U V E R Ð I
F E R Ð I N H E F S T Í
S A G A B O U T I Q U E
Íslandsvinurinn Marc Almond,
söngvari hljómsveitarinnar Soft
Cell, er í lífshættu eftir að hann
lenti í mótorhjólaslysi í miðborg
Lundúna á sunnudag. Almond var
fluttur í snatri á sjúkrahús mikið
slasaður en að sögn lækna er líðan
hans stöðug.
Slysið varð þegar bíll keyrði á
mótorhjól sem Almond var farþegi
á. Almond flaug af hjólinu og hlaut
alvarlega áverka á höfði. Hann og
ökumaður hjólsins voru fluttir á
Royal London sjúkrahúsið í
Whitechapel.
Soft Cell, sem skipuð var
Almond og tónlistarmanninum
David Ball, átti einn vinsælasta
smell níunda áratugarins, Tainted
Love. Sveitin lagði upp laupana árið
1984, þremur árum eftir að hún sló í
gegn með laginu, sem seldist í bíl-
förmum beggja vegna Atlantshafs-
ins.
Almond sendi síðan frá sér ann-
an smell í samfloti með Gene Pitn-
ey, lagið Something’s Gotten Hold
of My Heart. Almond hefur einnig
komið hingað til lands og spilað.
Hann fékk Jóhann Jóhannsson, einn
liðsmanna Apparat Organ Quartet,
til að semja lög á nýjustu plötu sína
en þeir kynntust í gegnum sam-
eiginlegan umboðsmann þeirra. ■
Marc Almond í lífshættu
MARC ALMOND Lögreglan í London
rannsakar nú tildrög slyssins sem Almond
lenti í á sunnudag.
Söngkonan Britney Spears ætlar
að taka sér smá frí til „að njóta
lífsins“ eins og hún orðar það og
ætlar að leyfa „öðrum ofuraug-
lýstum blondínum“ að fylla skarð
hennar á forsíðum tímarita.
Britney skrifar á heimasíðu
sinni að hún þarfnist hvíldarinnar
og hún sjái eftir því að hafa verið
„barnaleg, ung og ljóshærð“. Hún
kennir jafnframt auglýsinga-
mönnum um hvernig ímynd henn-
ar sé orðin.
Britney sagði upp samningi
sínum við Larry Rudolph, um-
boðsmann hennar til níu ára, þeg-
ar hún giftist dansaranum Kevin
Federline fyrir skömmu. Hún seg-
ist loksins vera búin að læra
hvernig á að segja „Nei!“ og það
hafi gert mikið fyrir hana.
Britney segist jafnframt vera
afar ánægð með eiginmann sinn
og getur vart beðið eftir að stofna
fjölskyldu með honum. ■
Britney fer í frí
■ FÓLK
BRITNEY Poppdívan er orðin leið á
ljóskuímyndinni og ætlar að taka sér smá
frí.
Söngleikur byggður á teiknimynd-
inni Shrek mun brátt líta dagsins
ljós á Broadway. Það verður sjálfur
Sam Mendes sem framleiðir söng-
leikinn en hann framleiddi einnig
Óskarsverðlaunamyndina. Mendez
mun ekki leikstýra sýningunni en
það kemur í hlut Jason Moore, sem
var meðal annars tilnefndur til
Tony-verðlaunanna fyrir brúðu-
söngleikinn Avenue Q. Áætlað er
að frumsýna verkið eftir tvö ár.
Kvikmyndafyrirtækið Dream-
works mun einnig koma að gerð
söngleiksins en fyrirtækið fram-
leiddi teiknimyndina.
Shrek er ein vinsælasta teikni-
mynd sem gerð hefur verið. Hún
fjallar um grænt tröll sem verður
ástfangið af prinsessu. Framhalds-
myndin Shrek 2 var frumsýnd fyrr
á árinu. ■
Söngleikur um Shrek
■ KVIKMYNDIR
SHREK Græna skrímslið mun brátt syngja og dansa á fjölum Broadway.