Fréttablaðið - 22.10.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 22.10.2004, Síða 4
4 22. október 2004 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Framtíðarhópur Sam- fylkingarinnar bjóst við því að tekist yrði á um tillögur vinnu- hóps um varnarmál þegar áfangaskýrsla var kynnt á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Það má kannski segja að við séum búin að losa okkur við fortíðardrauga og getum nú horfst í augu við framtíðina“ sagði Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samiðnaðar. Framtíð- arhópur Samfylkingarinnar kynnti umræðuplögg um fram- tíðarstefnu flokksins á blaða- mannafundi í gær. Þau verða rædd og kynnt allt fram á næsta landsfund haustið 2005. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður og oddviti hóps- ins segir að það sé nýlunda hjá stjórnmálaflokki hvernig staðið sé að stefnumótun til dæmis með því að kalla til sérfræðinga og kynna starfið á fundum og á netinu á löngum tíma. „Sums staðar er það bara yfirstjórn sem mótar stefnuna og allir eiga að ganga í takt við hana án þess að eiga eitthvað í henni.“ - ás Áfengisneysla: Eykst mest á Íslandi ALÞINGI Áfengisneysla Íslendinga hefur aukist verulega umfram það sem gerst hefur annars stað- ar á Norðurlöndum, að því er fram kom í svari Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Að sögn Jóns hefur áfengis- neysla talin í alkóhóllítrum auk- ist um 37 prósent á Íslandi á liðn- um árum en um ellefu prósent í Svíþjóð og 23 prósent í Noregi á sama tímabili. Tilefni fyrirspurn- arinnar var afstaða ráðherra til áfengisauglýsinga. - sda ELDISKVÍ Búist er við að framleiðsla á eldisþorski sexfaldist á næstu tveimur árum. Skýrsla um fiskeldi: Þorskeldi margfaldast FISKELDI Framleidd voru sex þús- und tonn af eldisfiski í fyrra. Sam- kvæmt nýrri skýrslu um stöðu og framtíðaráform í íslensku fiskeldi er gert ráð fyrir að framleiðslan verði fimmtán þúsund tonn árið 2006. Í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að búist er við því að þorskeldi aukist verulega á næstu árum. Í fyrra voru framleidd 400 tonn af þorski en gert er ráð fyrir því að framleiðslan verði komin í 2.500 tonn eftir tvö ár. Í skýrsl- unni er ferli leyfisveitinga til fisk- eldis gagnrýnt. Nokkrar fiskeldis- stöðvar eru ekki með starfsleyfi og meirihluti þeirra eru ekki með tilskilin rekstrarleyfi. -th Ætti að fækka ráðuneytum? Spurning dagsins í dag: Ætti að binda enda á verkfall kennara með lagasetningu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 19% 81% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun AFBROTUM EKKI FJÖLGAÐ Ekki hefur orðið vart við aukinn stuld í verslunum þrátt fyrir mikla að- sókn grunnskólabarna í verslun- armiðstöðvar í verkfalli kenn- ara. Lögreglan í Reykjavík segir málum af völdum grunnskóla- nema ekki hafa fjölgað í verk- fallstíðinni. Framtíðarhópur Samfylkingar: Bjuggust við deilum um varnarmál INGIBJÖRG SÓLRÚN Nýlunda hvernig staðið er að stefnumótun Samfylkingarinnar STJÓRNMÁL 4.600 lagagerðir Evr- ópusambandsins höfðu tekið gildi á Íslandi um síðustu áramót frá því að samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið, EES, tók gildi. Tíu ára afmælis samnings- ins er minnst um þessar mundir. Eiríkur Bergmann Einarsson, sérfræðingur í Evrópumálum, segir að enginn Íslendingur hafi komið að þessari lagasetningu: „Það er ekkert lýðræðislegt að- hald að þessari lagasetningu hvorki frá íslenskum stjórnmála- mönnum né kjósendum. Ég tel að EES-samningurinn sé einn ólýð- ræðislegasti alþjóðasamningur sem um getur. Ég þekki engin önnur ríki í heiminum sem fá lög í pósti frá Brussel.“ Hugmyndin um EES-samn- inginn fæddist fyrir hrun Sovét- ríkjanna 1991og gerði ráð fyrir að ESB og EFTA væru tvær jafngildar stoðir. Síðan breyttist heimsmyndin og fjöldi EFTA- ríkja sagði skilið við félagsskap- inn og gekk í ESB. „EFTA-ríkin hafa í raun ekki haft neitt um lagasetningu ESB að segja,“ seg- ir Eiríkur Bergmann. Hann telur að ekki hafi verið hægt að sjá þessa þróun fyrir í upphafi en í raun hafi hún graf- ið undan gildi samningsins. „Í raun er meira valdaafsal falið í EES en í aðild að Evrópusam- bandinu.“ Upphaflega tóku Íslendingar 1.500 lagagerðir upp í sín lög þegar Ísland varð hluti af svokölluðum „innri markaði“ ESB með stofnun EES. Alls höfðu 4.600 lagagerðir, og er þá átt við tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins, ratað inn í íslensk lög í árslok 2003. Sumar lagagerðanna eru tímabundnar og hafa fallið úr gildi en reiknað er með að nærri 4.000 séu enn í gildi. Þessar tölur er að finna í fyrirlestri sem Eiríkur Berg- mann heldur í dag á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum í Háskóla Íslands. Þar fjallar hann um reynslu Íslands af EES. Lögum ættuðum frá Brussel fjölgar svo dag frá degi í ís- lenskri löggjöf og síðast í gær voru á dagskrá Alþingis tvö „EES“-frumvörp sem viðskipta- ráðherra mælti fyrir. a.snaevarr@frettabladid.is Um fimm þúsund fyrirmæli frá Brussel Frá því að EES-samningurinn tók gildi hafa hátt á fimmta þúsund laga- gerðir Evrópusambandsins öðlast gildi á Íslandi. „Ólýðræðislegasti al- þjóðasamningur sem um getur,“ segir sérfræðingur í Evrópumálum. EIRÍKUR BERGMANN Telur meira valdaafsal falið í EES en „fullvalda þjóð getur sætt sig við“. ■ 32. DAGUR VERKFALLS EINING KENNARA MIKIL „Á jákvæðan hátt sendur fólk saman,“ segir Ólafur Loftsson formaður Kennarafélags Reykja- víkur. Kennarar hafi hreina sam- visku því kröfur þeirra séu á engan hátt óréttmætar. Hann seg- ir að komi Kennarasambandið ekki með ásættanlegar kröfur úr viðræðunum verði þær mjög svo líklega felldar af kennurum. KENNARAR UNDRANDI Á baráttufundi þeirra á miðviku- dag voru kennarar sem rætt var við samstíga í undrun sinni á sinnuleysi sveitarstjórnarmanna. Þóra Guðmundsdóttir kennari í Hlíðarskóla segir líðanina undar- lega í verkfallinu. „Ég er aðallega hissa á að allur þessi tími til samningaviðræðna hafi ekki bor- ið árangur. Það lýsir skilnings- leysi á því hvað störf kennara hafa breyst mikið. Mér finnst lít- ilsvirðing við börn að ekki skuli vera búið að semja.“ FATLAÐIR Í KÓPAVOGI Mál annarra fatlaðra barna en einhverfra í Kópavogi hefur ekki verið tekin fyrir af bæjarstjórn Kópavogs. Sigurður Geirdal bæj- arstjóri segir að aðstæður í Digranesskóla hafi verið sérstak- ar. Samið hafi verið um að kenn- ararnir skiluðu fullri vinnu í skól- unum þrátt fyrir að kenna börn- unum ekki allan daginn: „Skóla- stjórinn sagðist hafa nóg fyrir kennarana að gera og þeir gengju að því.“ Bærinn fékk undanþágur fyrir alla kennara skólans sem komu að kennslu átta einhverfra barna hans: „Þarna gekk þetta upp því börnin eru mörg á sama stað og kennararnir ekki tiltölu- lega margir.“ - gag ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.