Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 19
19FÖSTUDAGUR 22. október 2004 SPÁNN, AP Foringja hryðjuverka- mannanna sem myrtu nær 200 manns í hryðjuverkaárásunum í Madríd í vor var sleppt úr fangelsi fyrir mistök fyrir tveimur árum síðan. Allekema Lamari, einn sjö manna sem sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan umkringdi þá 3. apríl, er talinn hafa verið foringi mannanna sem gerðu sprengju- árásirnar á lestarstöðvum í Madríd. Lamari var fyrst handtekinn árið 1997 vegna gruns um tengsl við alsírsk hryðjuverkasamtök. Fjórum árum síðar var hann dæmdur til fjórtán ára fangelsis- vistar. Í apríl 2002 ákvað undirrétt- ur hins vegar að milda dóminn yfir honum og sleppa honum úr haldi tveimur mánuðum síðar nema Hæstiréttur Spánar legðist gegn því. Hæstiréttur hafnaði milduðum dómi þremur vikum áður en sleppa átti Lamari. Einhverra hluta vegna tók það mánuð að koma þeim skila- boðum hæstaréttar til lægra dóm- stigsins og því var honum sleppt úr haldi. ■ Ólympíuverðlaunahafi: Auglýsir sígarettur KÍNA, AP Kínverski ólympíumeistar- inn Xi Liang hefur samið við stærs- ta tóbaksframleiðanda Kína um að auglýsa sígarettur fyrirtækisins. Xi skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann vann gullverðlaunin í 110 metra grindahlaupi á Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar. Hann varð fyrsti Kínverjinn til að vinna spretthlaup á Ólympíuleikum og er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu. Talið er að 350 milljón Kín- verjar reyki. Sjúkdómar sem tengj- ast reykingum verða algengari og er talið að tvær milljónir Kínverja muni látast af völdum reykinga á næstu tveimur áratugum. ■ Hryðjuverkamennirnir sem gerðu árásirnar í Madríd: Forsprakka sleppt fyrir mistök FLÝJA SPRENGINGUNA Myndir af fólki á flótta undan sprengingum á Atocha-lestarstöðinni í Madríd 11. mars voru gerðar opinberar í vikunni. HALDA Í TÚRBANANA Jasvir og Bikramjit Singh neita að taka nið- ur túrbanana sína í skóla og er því meinað að mæta. Íslamskar stúlkur: Reknar út af slæðunum FRAKKLAND, AP Sjö stúlkur hafa verið reknar úr frönskum skólum vegna þess að þær neita að hlýða lögum sem banna þeim að bera íslamskar slæður í skólum. Nokkur hundruð nemar, aðal- lega íslamskar stúlkur en einnig síkar, neituðu að virða bannið þeg- ar það tók gildi í byrjun skólaárs en flestir þeirra hafa síðar gengist inn á að bera ekki slæður eða túrbana í skólanum. Enn eru þó 72 dæmi um nemendur sem neita að fara að banninu og voru þeir fyrstu reknir úr skóla í vikunni. „Þeir hafa eyði- lagt líf mitt,“ sagði hin tólf ára Khouloud í viðtali við Le Monde eftir brottrekstur sinn. ■ 25 ára fangelsi: Verktaki sakfelldur TYRKLAND, AP Tyrkneskur bygginga- verktaki hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um glæpsamlegt kæruleysi við byggingu húsa sem hrundu í jarðskjálfta fyrir fimm árum með þeim afleiðingum að nær 200 manns létust. Alls létust 17 þúsund manns í jarðskjálftanum. Sérfræðingar sögðu að verktak- inn Veli Gocer hefði blandað sjávar- sandi og steinvölum saman við steypu og notað blönduna til að byggja hús. Saksóknarar kröfðust sexfaldrar hámarksrefsingar, fimm ára fyrir hvert sex húsa sem hrundi. ■ Samkomulag: Semja um hjálparstarf HJÁLPARSTARF ABC hjálparstarf hefur samið við Þróunarsam- vinnustofnun Íslands um sam- starf í hjálparstarfi við fátæk og munaðarlaus börn í fjórum lönd- um þar sem Þróunarsamvinnu- stofnunin starfar nú þegar. Löndin eru Malaví, Mósambík, Namibía og Úganda. ABC hjálparstarf og Þróunar- samvinnustofnunin vinna þegar sameiginlega að hjálparstarfi í Kitetikka í Úganda. Þar hafa fjár- framlög stofnunarinnar verið not- uð til byggingar heimavistar fyrir munaðarlaus börn. Auk starfsemi ABC hjálparstarfs starfa samtök- in á Indlandi og í Filippseyjum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.