Fréttablaðið - 22.10.2004, Side 48

Fréttablaðið - 22.10.2004, Side 48
36 22. október 2004 FÖSTUDAGUR Leitaðu þar sem úrvalið er mest Fasteignavefur Vísis er með flestar fasteignir á skrá af öllum fasteignavefjum landsins, samkvæmt talningu 11. - 17. október. Ný og betri leitarvél Telur sig enn hafa nóg fram að færa Þó að árin séu orðin svo mörg að kertin komast vart fyrir á afmæliskök- unni er engan bilbug að finna á Birki Kristinssyni, markverði ÍBV. Hann hefur framlengt samning sinn um eitt ár til viðbótar. FÓTBOLTI „Það urðu svo tíðar og óvæntar breytingar á liðinu strax eftir að Landsbankamótinu lauk að mér fannst ótækt að bæta gráu ofan á svart með því að hætta,“ segir Birkir Kristinsson, mark- vörður ÍBV í knattspyrnu. Birkir hefur endurnýjað samning sinn við liðið til eins árs í viðbót þrátt fyrir að hafa ýjað að því að nýlið- ið tímabil yrði hans síðasta. Engum hefði komið á óvart hefði Birkir ákveðið að hætta enda kappinn á fertugsaldri og hefur leikið yfir þrjú hundruð deildarleiki í efstu deild hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir að stjórn ÍBV hafi óskað eftir að hann héldi áfram hafi verið auð- veldara að taka þessa ákvörðun þegar horft hafi verið til þeirrar blóðtöku sem lið ÍBV varð fyrir á síðustu misserum. „Það sem átti sér stað strax að mótinu loknu gat enginn séð fyrir. Við misstum góð- an þjálfara sem kom liðinu í ann- að sæti í deildinni. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Bjarnólfur Lárus- son eru farnir og væntanlega Einar Þór Daníelsson líka. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri fari annað þannig að hópurinn sem kemur saman næsta sumar er gerólíkur þeim er lauk keppni í sumar. Þannig eru margir máttar- stólpar liðsins farnir og það verð- ur þrautin þyngri bæði fyrir nýjan þjálfara og liðið að fylgja eftir góðum árangri í sumar.“ Landsliðsferli Birkis lauk á ár- inu en hann lék sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í frægum sigurleik gegn Ítalíu í sumar. Hvað varðar ferilinn með félags- liðum segir Birkir að meðan áhug- inn sé fyrir hendi og meiðsl setji ekki strik í reikninginn telji hann sig hafa nóg fram að færa að svo stöddu. „Ég hef verið heppinn með að sleppa við öll meiðsli og meðan ég tel mig hafa eitthvað fram að færa í markinu held ég áfram. Ég hef einnig verið lánsamur með að geta auðveld- lega stundað mitt starf meðfram fótboltanum.“ Þjálfun heillar Birki hins vegar lítið og segist hann efast um að hann taki slíkt að sér bjóðist það í framtíðinni. „Auðvitað sé ég um að halda ungu markvörðunum á tánum en ég sé mig ekki við al- menna þjálfun þegar ferlinum lýkur. Annars er best að hafa ekki stór orð um það því hlutirnir breytast hratt.“ albert@frettabladid.is ÁREIÐANLEGUR FYRIRLIÐI Birkir stóð sig afar vel með liði ÍBV í sumar sem leið en gott gengi liðsins kom mörgum á óvart. Hætt er við að siglingin verði mót straumi næsta sumar enda nokkrir máttar- stólpar þegar farnir frá liðinu. Fréttablaðið/Pjetur [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA A-RIÐILL Feyennoord–Hearts 3-0 Kuijt 2 (22. og 83.), Goor (57.). Schalke–Basel 1-1 Kobiashvili (8.) - Delgado (82.). B-RIÐILL Athletic–Parma 2-0 Gurpegui (5.), Del Horno (49.). Steaua–Standard 2-0 Dragutinovic (sjálfsm. 68.), Neaga (81.). C-RIÐILL Zaragoza–Utrecht 2-0 Villa 2 (77 og 82.). Dnipro–Club Brugge 3-2 Venhlinsky 2 (14. og 62.), Rykun 45. - Ceh (37.), Balaban (43.). D-RIÐILL Panionios–Newcastle 0-1 Shearer (87.). Dinamo Tbilisi–Sochaux 0–2 Ilan 2 (18. og 37.). E-RIÐILL Egaleo–Middlesbrough 0-1 0–1 Downing (77.) Lazio–Villarreal 1-1 Rocchi (84.) - José Mari (4.). F-RIÐILL Auxerre–GAK 0-0 Amica–Rangers 0-5 Lovenkrands (18.), Novo (58.), Ricksen (69.), Arveladze (víti, 74.), Thompson (89.). G-RIÐILL Beveren–Stuttgart 1-5 N’Dri (87.) - Cacau 2 (9. og 53), Kuranyi (40.), Lahm (77.), Szabics (90.). Benfica–Heerenveen 4-2 Dos Santos (14.), Gomes 2 (32. og 78.), Karadas (74.) - Yildirim (49.), Huntelaar (víti, 53.). H-RIÐILL Aachen–Lille 1-0 1–0 Meijer (67.) Zenit–AEK 5–1 Kerzhakov 3, Arshavin, Denisov – Krassas. [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] INTERSPORTDEILD KARLA 1. DEILD KVENNA Í KÖRFU 3. UMFERÐ Fjölnir–ÍR 85-107 Fjölnir: Jeb Ivey 30 (5 stoðsendingar). Darrel Flake 17, Nemanja Sovic 14 (8 frák.) ÍR: Eiríkur Önundarson 22. Njarðvík–KR 92-69 Njarðvík: Páll Kristinsson 19, Jóhann Ólaf- sson 15, Matt Cayman 14 (10 stoðs.), Friðrik Stefánsson 14 (10 frák.), Brenton Birmingham 12, Guðmundur Jónsson 10. KR: Cameron Echols 34, Damon Garris 9, Njarðvík vann lokaleikhlutann 28-9. Hamar/Selfoss–Snæfell 83-89 Keflavík–Haukar 89-82 Keflavík: Anthony Glover 30 (12 frák.), Arnar Freyr Jónsson 14, Mike Matthews 13, Haukar: John Waller 22, Mirko Virijevic 10 (9 frák.), Sævar Ingi Haraldsson 13 (7 stoðs.), Keflavík vann síðustu fjórar mínúturnar 14-3 og stal sigrinum af Haukum. Skallagrímur–Grindavík 81-80 Skallagrímur: Clifton Cook 23. Grindavík: Darrel Lewis 36. Tindastóll–KFÍ 98-86 Tindastóll: KFÍ: STAÐAN: Njarðvík 3 3 0 301-227 6 Grindavík 3 2 1 304-272 4 KR 3 2 1 236-243 4 Skallagrímur 3 2 1 258-257 4 Snæfell 3 2 1 256-255 4 Fjölnir 3 2 1 276-276 4 Keflavík 3 2 1 281-245 4 Haukar 3 1 2 264-234 2 ÍR 3 1 2 280-291 2 Tindastóll 3 1 2 232-292 2 Hamar/Self. 3 0 3 271-313 0 KFÍ 3 0 3 254-308 0 Haukar–Grindavík 48-50 (20-23) Haukar: Helena Sverrisdóttir 25 (19 frák., 6 stolnir). Pálína Gunnlaugsdóttir 10 Hanna Hálfdánardóttir 6 stig (10 frák.) Grindavík: Erla Reynisdóttir 13 (4 stoðsendingar) Petrún Elfa Skúladóttir 11 (13 mín.) Sólveig Gunnlaugsdóttir 8 (9 frák.)Ólöf Helga Pálsdóttir 8 (11 frák.) SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.