Fréttablaðið - 22.10.2004, Page 52

Fréttablaðið - 22.10.2004, Page 52
Óskarsverðlaunahafarnir Denzel Washington og Meryl Streep eru í brennidepli í pólitísku spennu- myndinni The Manchurian Candi- date ásamt eðalleikaranum Liev Schreiber (Scream, Sum of All Fears). Myndin er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1962. Þeirri mynd var leikstýrt af John Frankenheimer en nú er það Jonathan Demme, leikstjóri The Silence of the Lambs, sem er við stjórnvölinn. Þá hefur Washing- ton stólaskipti við ekki minni mann en Frank Sinatra sem fór með hlutverk Bennett Marco majórs í gömlu myndinni. Marco er þjakaður af martröð- um eftir hremmingar sem hann lenti í með herflokki sínum í eyði- mörk í Kúveit. Dögunum eyðir hann í að halda fyrirlestra um hetjulegt afrek félaga síns Raymond Shaw liðþjálfa sem Schreiber leikur, en Shaw bjarg- aði hermönnunum úr bráðum háska á meðan Marco á að hafa legið meðvitundarlaus. Stríðshetjan hefur síðan nýtt hetjudáðina í pólitískum tilgangi og er orðin varaforsetaefni í kosn- ingum þar sem Meryl Streep leik- ur forsetaefnið. Marco grunar hins vegar að ekki sé allt með felldu og það sem hann telji sig hafa upplifað í Kúveit hafi ef til vill aldrei gerst. Hann fer að gruna að Shaw sé hluti af hópi sem hyggist ræna völdum í Bandaríkjunum með kosningunum og reynir allt sem hann getur til að fletta ofan af samsærinu í kappi við klukkuna. Stóra spurningin er auðvitað hvort hann hafi verið heilaþveginn í stríðinu eða sé ein- faldlega geðveikur. Þau Richard Gere, Jennifer Lopez, Susan Sarandon og Stanley Tucci stíga ekki sama darraðar- dansinn og Denzel Washington í Shall We Dance? en þar leikur Gere lögfræðing sem er að drukkna í vinnu og drepast úr leiðindum þegar hann rekur aug- un í gullfallegan danskennara (Lopez) og skráir sig umsvifalaust í danstíma hjá henni. Það er eins og við manninn mælt að þegar Gere fer að dansa lifnar hann allur við og nýr og betri maður losnar úr læðingi. Breytingarnar á hegðan hans vekja vitaskuld upp spurningar hjá eiginkonu hans (Sarandon) sem grunar að ekki sé allt með felldu en þar sem hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd í léttum dúr kemur varla til stórkostlegra uppgjöra nema þá helst á dans- gólfinu. ■ 40 22. október 2004 FÖSTUDAGUR Nýtt á DVD The Day After Tomorrow var ein stærsta brellumynd sumarsins en í henni dembdi leikstjórinn Roland Emmerich ísöld yfir samtímann. New York fór á bólakaf í magnaðri flóðbylgju og hvirfilbylir tættu stórborgir í sundur í stórfenglegum brelluatriðum. Þetta nýtur sín allt vel í DVD og ekki spillir fyrir að þessi tveggja diska útgáfa er drekkhlaðin aukaefni. Mankind survived the last ice age. We’re certainly capable of surviving this one. The only question is, will we be able to learn from our mistakes?“ Dennis Quaid í hlutverki Jack Hall er rödd skynseminnar og umhverfisverndar í The Day After Tomorrow. Denzel í kröppum dansi en Gere stígur létt spor THE MANCHURIAN CANDIDATE Denzel Washington reynir að fletta ofan af samsæri í kringum forsetakosningar í Bandaríkjunum og það er hvorki meira né minna en lýðræðið sjálft sem er í húfi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.