Fréttablaðið - 25.10.2004, Síða 2
2 25. október 2004 MÁNUDAGUR
SÍF kaupir sér fjórfalt
verðmætara fyrirtæki
SÍF kaupir franskt fyrirtæki fyrir 29 milljarða króna. Um leið hættir félagið starfsemi í
Bandaríkjunum. SÍF framtíðarinnar er evrópskur matvælarisi á sviði kældra matvæla. Félagið
verður endurfjármagnað frá grunni í kjölfarið.
VIÐSKIPTI Fisksölufyrirtækið SÍF
vann um helgina að frágangi
kaupa á frönsku matvælafyrir-
tæki fyrir 29 milljarða króna.
Franska fyrirækið, Labeyrie er
samkvæmt kaupverðinu fjórum
sinnum dýrara fyrirtæki en SÍF
sjálft.
SÍF markar sér með kaupunum
nýja stefnu og samhliða þeim var
tekin ákvörðun um sölu á dóttur-
félagi SÍF í Bandaríkjunum,
Iceland Seafood Corporation, og
fjórðungshlut SÍF í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna. Áætlaður sölu-
hagnaður þeirra viðskipta er 2,8
milljarðar. Þar með er starfsemi
SÍF í Ameríku lokið og mun félag-
ið einbeita sér að sölu kældra mat-
væla á Evrópumarkaði.
Sjóvík ehf. kaupir Iceland
Seafood fyrir 4,8 milljarða króna.
Sjóvík hefur náð góðum árangri
við framleiðslu og sölu hvítfisks á
markaði í Evrópu og Ameríku og
rekur verksmiðjur meðal annars í
Kína og Taílandi.
SÍF verður endurfjármagnað
og endurskipulagt í kjölfarið. „Í
raun má segja að hér sé um nýtt
félag að ræða,“ segir Ólafur
Ólafsson, stjórnarformaður SÍF.
Labeyrie framleiðir kældar
matvörur fyrir smásölu. Helstu
framleiðsluvörur eru reyktur
lax, andalifur, rússneskar pönnu-
kökur og smurréttir. Samstæða
SÍF og Labeyrie velti rúmum 88
milljörðum króna síðustu tólf
mánuði og skilaði fimm milljarða
hagnaði fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði. „Hin nýja samstæða
verður gríðarlega öflugt fyrir-
tæki með arðsaman rekstur,
traustan efnahag, skýra stefnu
og mjög sterka stöðu í matvæla-
framleiðslu í Evrópu. Þekkt vöru-
merki, öflugt vöruþróunarferli
og fjölbreytt vöruúrval hinnar
nýju samstæðu munu skapa fjöl-
mörg tækifæri til sóknar sem við
ætlum okkur að nýta,“ segir
Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF.
Fyrirtækjaráðgjöf KB banka
sá um kaupin á Labeyrie. SÍF
verður í kjölfarið endurfjár-
magnað að fullu með nýju sam-
bankaláni og 21 milljarðs hluta-
fjáraukningu. KB banki hyggst
fjárfesta í félaginu fyrir rúma
fimm milljarða króna. Kaupin
eru með fyrirvara um samþykki
samkeppnisyfirvalda í Frakk-
landi, auk þess sem samráð verð-
ur haft við frönsk stéttarfélög
áður en gengið verður endanlega
frá kaupunum.
haflidi@frettabladid.is
■ EVRÓPA
„Já að sjálfsögðu, heilan helling.“
Katrín Anna Guðmundsdóttir er talskona Fem-
inistafélags Íslands sem stendur nú fyrir feminista-
viku í annað sinn um þetta leyti árs. Ýmislegt bita-
stætt verður gert í vikunni til að vekja athygli á
stöðu jafnréttismála og á fimmtudaginn verður
gripið til aðgerða sem fram að því eru hernaðar-
leyndarmál en einhverjum verður sjálfsagt stríðni í.
SPURNING DAGSINS
Katrín Anna, ætla konur að stríða
í vikunni?
FÖGUR FLJÓÐ
Ungfrú Jörð, önnur frá vinstri, ásamt öðrum
keppendum eftir að hún tók við kórónunni.
Ungfrú jörð á Filippseyjum:
Brasilískur
sigurvegari
FEGURÐ Pricilla de Almeda, lækna-
nemi frá Brasilíu, var kjörin ung-
frú jörð í fegurðarsamkeppni sem
haldin var á Filippseyjum um
helgina.
Í keppninni, sem var fyrst
haldin fyrir þremur árum, er
reynt að vekja athygli umheims-
ins á umhverfismálum. Alls tóku
sextíu manns þátt í ár. Fjórar
efstu stelpurnar í keppninni
fengu titla sem þær eiga að bera.
Auk ungfrú jarðar var ungfrú eld-
ur valin, ungfrú loft og ungfrú
vatn. ■
NÝGRÆÐINGUR Í BRANSANUM
Ekki fæst séð að þessi kínverski nautabani
kunni ekki til verka.
Nautaat í Kína:
Í fyrsta sinn
KÍNA, AP Ekkert naut drapst þegar
fyrsta kínverska nautaatið að
spænskum sið var haldið í Shang-
hai. Nokkur hundruð spenntir
Kínverjar mættu á sýninguna,
sem var haldin á fótboltavelli í út-
hverfi borgarinnar. Haldið var í
kínverskar menningarhefðir með
því að drepa ekki nautið. Til að
undirstrika það var hvítum flögg-
um dreift til áhorfenda en sam-
kvæmt spænskri hefð veifa þeir
slíkum flöggum ef nautið á að
lifa. ■
HRYÐJUVERKAMENN ÁKÆRÐIR
Sautján manns sem ætluðu að
sprengja upp dómshús í Madríd á
Spáni hafa verið ákærðir. Í dóms-
húsinu eru meðal annars flutt
mál sem upp koma vegna hryðju-
verkamanna.
HJÁLP TIL DARFUR Evrópusam-
bandið ætlar að láta um 7 millj-
arða króna af hendi rakna til
hjálparstarfs í Darfur-héraði í
Súdan. Talið er að um sjötíu þús-
und manns hafi látist á svæðinu
úr hungursneyð og sjúkdómum á
síðustu sjö mánuðum.
Milljónatjón í Neskaupstað:
Baldvin Þorsteinsson sigldi á bryggju
ÁREKSTUR Harður árekstur varð
við bryggjuna í Neskaupstað
laust fyrir klukkan hálf níu í
gærmorgun þegar skip Sam-
herja, Baldvin Þorsteinsson EA,
sigldi á bryggjuna með þeim af-
leiðingum að hún stórskemmd-
ist. Baldvin var að koma til lönd-
unar í Neskaupstað og lítur út
fyrir að skipið hafi komið ívið of
hratt að bryggjunni með þeim
afleiðingum að pera skipsins
gekk eina fjóra metra inn í stál-
þil við löndunarbryggjuna og
setti stórt gat á það. Að sögn
Guðmundar Bjarnasonar,
bæjarstjóra í Neskaupstað, er
bryggjan nothæf en mikið
skemmd þar sem fyllingin undir
henni getur skolast burt þegar
stálþilsins nýtur ekki lengur
við. Strax verður hafist handa
við viðgerðir en talið er að tjón-
ið skipti tugum milljóna króna.
Tryggingafélag skipsins mun
bera kostnað af tjóni af þessu
tagi. Baldvin Þorsteinsson er
eitt stærsta skip flotans og mun
ekkert hafa skemmst og ekkert
sér heldur á því. Tildrög atviks-
ins eru í rannsókn. ■
BALDVIN ÞORSTEINSSON
Rólegur við bryggju.
ÖFLUGT MATVÆLAFYRIRTÆKI
Eftir kaup SÍF á Labeyrie Group í Frakklandi blasir við gjörbreytt félag. Frosinn þorskur í brauði á Bandaríkjamarkað hverfur af sjónarsviðinu og kældar matvörur fyrir evrópska
sælkera taka við.
Umferðaróhapp:
Hljóðkútur
í framrúðu
LÖGREGLA Hljóðkútur kastaðist af
vagni vörubíls í gegnum framrúðu
fólksbíls skammt norðan við Borg-
arnes um miðjan dag í gær.
Kúturinn hæfði farþegann í andlitið
og stöðvaðist svo á milli sætanna.
Ekki mátti miklu muna að af þessu
hlytist alvarlegt slys, að sögn lög-
reglu. Farþeginn meiddist lítilshátt-
ar og var fluttur á Heilsugæslustöð-
ina í Borgarnesi þar sem hann fékk
aðhlynningu. Þegar blaðið fór í
prentun hafði ekki tekist að hafa
uppi á ökumanni vörubifreiðarinnar
en hann var að öllum líkindum ekki
var við atvikið. -bb
HAÍTÍ, AP Einn lögreglumaður var
skotinn til bana af skæruliðum á
Haítí sem eru hliðhollir forsetan-
um fyrrverandi Jean-Bertrand
Aristide.
Mikil átök voru í landinu í gær
og áttu friðargæsluliðar Samein-
uðu þjóðanna og óeirðalögregla
Haítí fullt í fangi með að hafa
heimil á uppreisnarmönnunum.
Þrír dagar eru liðnir síðan
bráðabirgðastjórnvöld í landinu
hétu því að uppræta gengi sem
eru sökuð um að hafa staðið fyrir
ofbeldinu sem þar hefur geisað í
tvær vikur. Alls hafa 56 manns
látið lífið í þeim átökum. Stuðn-
ingsmenn Aristide segja að lög-
reglan hafi byrjað ofbeldið þegar
hún skaut tvo mótmælendur til
bana þann 30. september í kröfu-
göngu þar sem óskað var eftir
endurkomu forsetans fyrrver-
andi. Hann flúði úr embætti þann
29. febrúar þegar uppreisn var
gerð í landinu.
Gerard Latourte, forsætisráð-
erra bráðabirgðastjórnarinnar,
hefur gagnrýnt Sameinuðu þjóð-
irnar fyrir að hafa ekki sent nægi-
lega marga hermenn til landsins
til að stöðva átökin. Alls eru 3.200
friðargæsluliðar starfandi á Haítí
í stað 8.700 eins og lofað hafði
verið. Átta milljónir manna búa í
landinu. ■
Ofbeldishrinan á Haítí heldur áfram:
Lögreglumaður skotinn til bana
FRIÐARGÆSLA
Brasilískir friðargæsluliðar á vegum Sam-
einuðu þjóðanna aka um götur Haítí í
brynvörðum bílum.