Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 11

Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 11
11MÁNUDAGUR 25. október 2004 Félag kvótabátaeigenda: Nafni breytt með trega LAGÐIST Á HLIÐINA Þetta rússneska skip þoldi ekki ágang vatns og vinda í miklu óveðri sem gekk yfir Japan fyrir helgi. Skipið lagðist á hliðina þar sem það lá við bryggju í Takaoka. SJÁVARÚTVEGUR Félag dagabáta- eigenda hefur með trega verið knúið til að breyta nafni sínu í Félag kvótabátaeigenda að því er fram kemur í ályktunum félagsins á aðalfundi sem hald- inn var í Borgarnesi á laugar- dag. „Á öndverðu vorþingi síð- ast liðnu, í hita leiks fjölmiðla- frumvarps, er knúin á okkur kvótasetning á óþingræðislegan og ólýðræðislegan hátt, aðför sem skerti afla okkar um 20 til 40 prósent,“ segir í ályktuninni. Á fundinum var ályktað um fjölda mála sem félagsmönnum eru ofarlega í huga. Til að mynda lýsir félagið „furðu sinni og undrun“ á að forsætisráð- herra, sjávarútvegsráðherra og formenn þingflokka skuli ekki „brjóta odd af oflæti sínu“ og svara erindi Umboðsmanns Al- þingis þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að í lögum um skiptaverðmæti og greiðslu- miðlun innan sjávarútvegsins sé brotið gegn meðgrein 74. grein- ar stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Aðalfundi félagsins var svo frestað „þar til úrskurð- ur málaferla vegna greiðslu- miðlunar-laga er útkljáður í undirrétti“, eins og segir í álykt- un fundarins. - óká BORGARNES Aðalfundur Félags kvótabátaeigenda ályktaði svo á aðalfundi í Borgarnesi um helgina að öll frjáls félagasamtök í landinu voru hvött til að styðja við baráttu félags- ins sem og Sólbaks ehf., með Guðmund Kristjánsson í framvarðarsveit og vísað til ákvæða í stjórnarskrá um félagafrelsi. Leitin að nýjum störfum Fækkun starfa á fyrri hluta kjörtíma- bilsins veldur því að störf eru nærri milljón færri en þau voru þegar Bush tók við völdum. Forsetinn segir að besta leiðin til að fjölga störfum sé að lækka skatta og bæta skilyrði fyrirtækja, þannig bæti þau hag sinn og geti ráðið fleira starfsfólk. Lokun verksmiðja í Bandaríkjunum og flutn- ingur starfa til útlanda hefur verið í brennidepli í umræðu Kerry um at- vinnumál. Hann segist ætla að af- nema skattaafslátt af hagnaði banda- rískra fyrirtækja erlendis og veita frekar skattalækkanir sem ýti undir sköpun nýrra starfa innanlands. Með og á móti fóstureyðingum Munurinn á stefnu Bush og Kerry í félagsmálum kemur einna best fram í afstöðu þeirra til fóstureyðinga. Að undanskildum undantekningartil- fellum á borð við nauðgun, sifjaspell og að móðirin sé í lífshættu er Bush andvígur fóstureyðingum. Hann er einnig hlynntur því að tilkynna verði foreldrum ef dóttir þeirra ætlar í fóstureyðingu og er talinn líklegur til að skipa í hæstarétt dómara sem eru andvígir fóstureyðingum. Kerry hefur fengið toppeinkunn hjá samtökum sem berjast fyrir réttinum til fóstur- eyðingar og núll í einkunn hjá sam- tökum sem berjast gegn fóstureyð- ingum. Hann er hlynntur réttinum til fóstureyðingar og andvígur því að til- kynna verði foreldrum ef dóttir þeirra ætlar í fóstureyðingu. Segist aðeins skipa hæstaréttardómara sem tak- marka ekki réttinn til fóstureyðinga. 45 milljónir án trygginga Eitt af einkennum bandaríska kerfis- ins er að 45 milljónir Bandaríkja- menn njóta engra heilbrigðistrygg- inga. Lausnir forsetaefnanna á þessu eru gjörólíkar. Með því að veita lág- og millitekjufólki skattaafslátt vill Bush gera því kleift að kaupa sér sjálft tryggingar. Þetta er skref í átt frá því kerfi að fyrirtæki kaupi trygg- ingar fyrir starfsfólk sitt og áherslan lögð á val einstaklingsins. Hann vill líka veita minni fyrirtækjum skatta- afslátt til að kaupa tryggingar fyrir starfsmenn sína. Verði Kerry kjörinn ætlar hann að beita sér fyrir lækkun tryggingaiðgjalda, sem hafa hækkað mjög síðustu ár. Það vill hann gera með því að ríkissjóður greiði fyrir kostnaðarsömustu meðferðir þannig að fyrirtæki þurfi ekki að tryggja starfsmenn sína fyrir þeim. Hann vill líka að ríkissjóður aðstoði einstök ríki við að sjá lágtekjufólki og börnum fyrir tryggingum. Fíkniefnaneysla: Ók undir áhrifum DALVÍK Ökumaður var stöðvaður á Dalvík í fyrrinótt, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglu var bíllinn stöðvaður við venjubundið eftirlit en sjá mátti á ástandi mannsins að hann var ekki allsgáður þó ekkert áfengi fyndist við athugun. Tekin var blóðprufa úr manninum og er hún nú í rannsókn. Í framhaldinu fann lögregla lítil- ræði af kannabisefnum og neyslu- áhöldum á dvalarstað mannsins. Lögreglan á Dalvík segir að mann- inum hafi verið gert að láta bíllyk- lana af hendi þarna um nóttina og hann sendur heim að því loknu. - bb

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.