Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 51

Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 51
MÁNUDAGUR 25. október 2004 Uppeldisbókin - Að byggja uppfærni til framtíðar er komin út hjá Skruddu. Efni bókarinnar byggir á viðurkenndri þekkingu og traustum rannsóknum innan sálfræðinnar, sér- staklega á sviði hugrænnar sálfræði og atferlissálfræði en er þó mjög að- gengileg fyrir alla. Hún er skrifuð með foreldra í huga og nýtist því bæði for- eldrum sjálfum og öðrum sem starfa við kennslu barna, uppeldi og uppeld- isráðgjöf. Bókin var sérstaklega valin til að verða grunnur námskeiða fyrir foreldra og námskeiðsleiðbeinendur sem haldin verða á vegum Miðstöðv- ar heilsuverndar barna á næstunni. Bókin er eftir bandaríska barnasál- fræðinga, dr. Edward R. Christopher- sen og dr. Susan L. Mortweet og er þýdd af Gyðu Haraldsdóttur barna- sálfræðingi og Matthíasi Kristiansen þýðanda. NÝJAR BÆKUR Flosi Ólafsson hefur ekki setið auð-um höndum og sendir nú frá sér bók annað árið í röð. Hér er um að ræða krassandi literatúr að hætti höfundar og hefur bókin fengið nafnið Heilagur sann- leikur. Bókin fjallar að miklu leyti um konur enda hafa þær frá fyrstu tíð verið eitt helsta áhugamál höf- undar, alveg frá því að hann man fyrst eftir sér. Eða eins og segir í ritverkinu Heilagur sannleikur: „Ég minnist þess að þegar félagar mínir í Miðbæjar- skólanum voru í bófahasar, Tarsan- leikjum eða þá að smíða flugvéla- módel og safna frímerkjum, þá lá ég einhverstaðar á afviknum stað og hugsaði um kvenfólk. Þegar ég var níu og tíu ára grét ég mig í svefn á hverju kvöldi, tættur af ástarsorg og aldrei útaf sama kvenmanninum. Ég var með kvenfólk á heilanum. Og er enn. Það gefur augaleið að maður sem lungann af heilli öld einbeitir sér að jafn afmörkuðu umhugsunarefni og konan er, fer ósjálfrátt að öðlast meiri þekkingu á fyrirbrigðinu en hin- ir sem eru sífellt að hugsa um eitt- hvað annað en kvenfólk.“ Skrudda gefur bókina út. NÝJAR BÆKUR BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Þingholt Veislusalur fyrir öll tilefni Spennandi matseðlar og veitingar Skoðið verðið á www.holt.is • • • • • • • • •

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.