Fréttablaðið - 25.10.2004, Side 53
FIMLEIKAR Íslensku keppendurnir
stóðu sig frábærlega á árlegu al-
þjóðlegu fimleikamóti sem fór
fram um helgina í Svíþjóð og nefn-
ist Malarcup. Þetta er alþjóðlegt
fimleikamót sem sænska fim-
leikasambandið stendur fyrir en
mótið hefur farið fram undanfarin
tuttugu ár og þangað kemur alltaf
sterkt fimleikafólk til að reyna
sig.
Íslenski hópurinn kemur heim
með átta verðlaun að þessu sinni
þar af sex þeirra úr gulli. Fremst
fór Íslandsmeistari í fjölþraut
kvenna, Kristjana Sæunn Ólafs-
dóttir úr Gerplu. Kristjana vann
þrjú af sex gullverðlaunum ís-
lenska hópsins en hún sigraði í
fjölþraut í sínum flokki og hlaut
30,075 stig en Kristjana sigraði
einnig í úrslitum á stökki (8,75) og
jafnvægisslá (7,65).
Þetta er annað árið í röð sem
hún sigrar í fjölþraut á þessu móti
í sínum flokki en haldi hún áfram
á sömu braut gæti hún hæglega
komist í flokk fremstu fimleika-
kvenna á Norðurlöndunum á
næstu árum.
Fríða Rún Einarsdóttur úr
Gerplu sigraði einnig í sínum ald-
ursflokki með 29,55 stig auk þess
sem hún sigraði í úrslitum á gólf-
æfingum. Fríða Rún varð síðan
þriðja á jafnvægisslá með 7,4.
Þriðji gullverðlaunahafinn hjá
íslenska fimleikafólkinu var Ís-
landsmeistarinn í fjölþraut karla,
Viktor Kristmannsson úr Gerplu
en hann sigraði í úrslitum á æfing-
um á tvíslá (8,4). Stúlkurnar úr
Gerplu höfnuðu síðan í 3. sæti í
liðakeppninni og urðu þar næstar
á eftir Ástralíu en Svíþjóð sigraði.
Frá Íslandi komu keppendur frá
Ármanni og Gerplu. Gunnar Sig-
urðsson stóð sig best af keppend-
um frá Ármanni og hafnaði hann í
10. sæti í miðflokki (junior) næst-
ur á undan Jónasi Valgeirssyni,
einnig úr Ármanni. Í liðakeppni og
úrslitum á einstökum áhöldum var
keppt í opnum flokki en í fjölþraut
var keppt í þremur flokkum
(yngri, mið og eldri).
Það er gaman að sjá íslenskt
fimleikafólk standa sig vel á er-
lendri grundu og það er augljóst
að það á að fylgja vel eftir frábær-
um árangri Rúnari Alexanders-
sonar á Ólympíuleikunum í Aþenu
á dögunum.
MÁNUDAGUR 25. október 2004 21
Fáðu vasabox
fyrir nicorette
lyfjatyggigúmmí
®
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án
lyfseðils og eru notuð þegar reyk-
ingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum.
Í fylgiseðlinum eru
upplýsingar um: Verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsing-
ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en
lyfin eru notuð, hugsanlegar auka-
verkanir og aðrar upplýsingar.
Til að ná sem bestum
árangri skal ávallt fylgja leiðbeining-
um í fylgiseðli.
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]
INTERSPORTDEILD KARLA
4. UMFERÐ
ÍR–Tindastóll 86-99
ÍR: Grant Davis 21 (10 frk.), Eiríkur Önun-
darson 21, Ólafur Þórisson 11, Ólafur
Sigurðsson 10 (10 stoðs.), Danny McCall
10, Ómar Sævarsson 7 (13 frk.)
Tindastóll: Svavar Birgisson 32 (11 frk.),
Bethuel Fletcher 24 (9 stoðs.), Axel
Kárason 16, Ron Robinson 16 (10 frk.).
*Fannar Helgason og Ron Robinson voru
reknir í sturtu eftir slagsmál á vellinum.
KR–Fjölnir 89-100
KR: Cameron Echols 37 (13 frk.)
Damon Garris 20, Lárus Jónsson 14.
Fjölnir: Darrel Flake 36 (14 frk.)
Jeb Ivey 27 (7 stoðs.), Nemanja Sovic 17,
Helgi Þorláksson 8.
Hamar/Selfoss–Skallagrímur 82-89
Hamar/Selfoss: Chris Woods 25, Damon
Bailey 24 (13 frák.), Svavar Pálsson 9,
Pétur Ingvarsson 9.
Skallagrímur: Clifton Cook 29, Jovan
Zdraveski 20, Nick Andersson 14.
Framlengdur leikur, staðan var 76–76
eftir venjubundinn leiktíma. Chris Woods
tryggði heimamönnum framlengingu en
hana unnu gestirnir 13–6.
KFÍ–Keflavík 79-89
KFÍ: Joshua Helm 37 (13 frk., 5 stoðs., 6
stoln.), Pétur Sigurðsson 14, Baldur
Jónasson 14
Keflavík: Magnús Gunnarsson 22,
Anthony Glover 16, Michael Matthews 16
(11 frk.), Jón N. Hafsteinsson 10
Snæfell–Haukar 78-67
STAÐAN:
Snæfell 4 3 1 334-322 6
Njarðvík 3 3 0 301-227 6
Fjölnir 4 3 1 376-365 6
Skallagrímur 4 3 1 350-339 6
Keflavík 4 3 1 370-325 6
Grindavík 3 2 1 304-272 4
KR 4 2 2 325-343 4
Tindastóll 4 2 2 331-378 4
Haukar 4 1 3 331-312 2
ÍR 4 1 3 366-390 2
Hamar/Self. 4 0 4 353-405 0
KFÍ 4 0 4 334-397 0
Sex gullverðlaun á Malarcup
Íslenskt fimleikafólk náði frábærum árangri á alþjóðlegu fimleikamóti í Svíþjóð þar sem 190
keppendur frá 10 þjóðum og 33 fimleikafélögum tóku þátt. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir úr
Gerplu varði titil sinn í fjölþraut í sínum aldursflokki og vann þrjú gull.
ÞRJÚ GULL Í
SVÍÞJÓÐ Kristjana
Sæunn Ólafsdóttir
varði titil sinn í
fjölþraut á Malarcup
og vann alls til
þriggja gullverðlauna
um helgina.
Fréttablaðið/Vilhelm