Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2004 ■ EYJAÁLFA ■ SUÐUR-AMERÍKA ■ ASÍA 800 7000 - siminn.is Við hjálpum þér að láta það gerast Það er sama hver staðan er, þú getur alltaf hringt kollekt Viðskiptavinir Símans geta alltaf hringt kollekt sín á milli úr GSM í GSM með því að slá fyrst inn *888* og síðan númerið sem þeir ætla að hringja í. Ótrúlega einfalt - og móttakandinn greiðir fyrir símtalið. E N N E M M / S IA / N M 1 3 8 4 7 HEILBRIGÐISMÁL Bæjarstjóri Ölfuss fundaði með Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í byrjun mánaðarins til að knýja á um úrbætur vegna lyktarmengunar í Þorlákshöfn, en hún hefur plagað bæjarbúa síðustu ár. „Aðallega er þarna um að ræða tvö fyrirtæki sem verið hafa undir eftirliti okkar,“ sagði Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Hún segir þó nokkrar kvartandir hafa borist á árunum 2000 til 2002. „Árið 2002 voru starfsleyfi fyrirtækjanna endurnýjuð og ástandið batnaði. Í fyrra bárust til dæmis engar kvartanir, en núna í haust bárust fjórar kvartanir.“ Í kjölfarið fundaði Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri með heil- brigðiseftirlitinu.“ Elsa segir að í kjölfar kvartananna í haust hafi verið gengið úr skugga um rétt- mæti þeirra og atriðum kippt í lið- inn sem aflaga höfðu farið. Þá leggur hún áherslu á að embætt- inu berist kvartanir svo að hægt sé að kanna mál. Ólafur Áki vill að Heilbrigðis- eftirlitið sinni eftirlitsskyldu sinni, en bætir við að ástandið hafi heldur skánað frá því í haust. „Það er alveg ljóst að við munum ekki una við þetta ástand lengur,“ sagði hann. - óká Gíslataka: Frestur fram á föstudag AFGANISTAN, AP Talibanar hóta að myrða þrjá starfsmenn Samein- uðu þjóðanna sem þeir hafa í gísl- ingu ef Bandaríkjamenn sleppa ekki föngunum í Guantanamo og Sameinuðu þjóðirnar hverfa ekki frá Afganistan. Hvort tveggja þarf að gerast fyrir föstudag ef gíslarnir eiga að halda lífi sögðu vígamenn í gær. Gíslatökumennirnir sögðust geyma gíslana hvern á sínum stað og hótuðu blóðbaði ef einhver til- raun yrði gerð til að frelsa gíslana. „Ef stjórnin og bandalagshermenn finna einn gíslanna drepum við hina tvo,“ sagði Iahaq Manzoor, talsmaður mannræningjanna. ■ HERMAÐUR HVÍLIST Mikið álag er á hermönnum. Fjölgað hefur verið í liðinu til að ráðast gegn vígamönnum. Bandaríkjaher í Írak: Fjölgað í herliðinu ÍRAK, AP Fleiri bandarískir her- menn eru nú staddir í Írak en nokkru sinni frá sumrinu 2003. Alls eru nú 142 þúsund bandarísk- ir hermenn í landinu eftir að ný hersveit kom þangað. Hersveitum sem stóð til að færu frá landinu hefur hins vegar verið skipað að vera þar áfram fram yfir kosning- ar í janúar. Búist er við meiriháttar árás á borgina Falluja og aðra staði þar sem vígamenn eru sterkir fyrir. Þetta á að gerast í aðdraganda kosninganna til að minnka líkur á árásum vígamanna sem vilja hindra landsmenn í að kjósa. ■ SKOTINN TIL BANA Indverskur lögreglumaður skaut mann til bana þegar hópur fólks reyndi að koma í veg fyrir að lögregla í borginni Hyderabad handtæki ís- lamskan trúarleiðtoga. Fólkið þyrptist um lögregluna sem skaut nokkrum skotum í loftið en einnig tveimur í tvítugan mann. TÍU LÉTUST Í BÍLSLYSI Tíu manns létu lífið þegar rúta og flutninga- bíll lentu í árekstri á fjallavegi í norðurhluta Kólumbíu á sunnu- dag. Átta þeirra sem létust voru meðlimir unglingaliðs í fótbolta sem var á leið á fótboltamót í höfuðborginni Bogota. CHAVEZ SIGURSÆLL Stuðnings- menn Hugo Chavez forseta unnu sigur í 21 af 23 kosningum um ríkisstjóra í Venesúela sem fóru fram á sunnudag. Hann hét því í kjölfarið að halda áfram „vinstri- byltingu“ sinni. „Byltingunni hér lýkur aldrei,“ sagði hann. Stjórn- arandstæðingar kvörtuðu hins vegar undan kosningasvindli. TREYSTU ÁSTRÖLUM EKKI Banda- rísk stjórnvöld hættu að deila leyndarmálum með áströlskum yfirvöldum á níunda áratug síð- ustu aldar. Ástæðan var sú að þeir óttuðust að njósnarar Sovét- ríkjanna hefðu hreiðrað um sig í háttsettum stöðum að því er fram kom á áströlsku sjónvarpsstöð- inni ABC. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands: Megn óþefur plagar íbúa í Þorlákshöfn ÞORLÁKSHÖFN Bæjarstjórinn í Þorlákshöfn hefur fengið sig fullsaddan af ólykt sem reglulega hefur skotið upp í bænum. Um er að ræða þef frá bræðslu þar sem hráefni er ekki nógu gott og frá hausaþurrkun í iðnaðarhverfi í bænum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.