Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 28
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands til tíu ára, skrifaði um helgina í annað sinn undir kjarasamninga við útgerðar- menn fyrir hönd sjómanna. Fyrra skiptið var árið 1995. „Þá vorum við búnir að vera í fimm, sex vikna verkfalli. Búin var að koma fram miðlunartillaga sem var felld áður en loksins var samið. Svo má bæta við að sjómenn og útvegsmenn hafa líklega ekki samið öðru vísi en að hafa átt í verkfalli síðan árið 1992,“ sagði Sævar og taldi að nú hafi verið samið án mikils þrýst- ings. Hann neitar því þó ekki að margir hafi engu að síður verið orðnir nokkuð óþreyjufullir eftir samningum. „Við vorum búnir að vera með lausa samninga í 10 mán- uði áður en við náðum saman,“ sagði hann og benti á að sú hefði gjarnan verið raunin áður að þolin- mæði manna hafi brostið eftir ámóta tíma. „Tímamótin verða nú samt kannski ekki raunverulega fyrr en í ljós kemur hvaða dóm samningur- inn fær hjá sjómönnum,“ segir Sævar, en í hönd fara fundir þar sem samningurinn er kynntur og svo hafa sjómenn rúman tíma til að skila inn atkvæði um samninginn. „Liggur svo ekki fyrir fyrr en um áramót. Þetta eru menn sem eru upp undir fjörutíu daga að heiman í einu og við verðum að gefa öllum kost á að hafa skoðun á þessu.“ Sævar vonast þó til að samningur- inn hljóti náð fyrir augum sjó- manna, enda segist hann ekki hafa skrifað undir öðruvísi en trúa því að samningurinn væri til hagsbóta fyrir sína félagsmenn. Ekki er langt síðan forystumenn sjómanna stóðu einir í ströngu þeg- ar þeir komu í veg fyrir löndun úr Sólbaki á Akureyri og voru hand- teknir fyrir. Sævar segir ekki koma á óvart þó svo almennir sjó- menn vilji síður beita sér beint í slíkum átökum gegn vinnuveitend- um sínum. „Því er samt ekki að neita að sterkara er að vera fleiri,“ segir hann og játar því að einhver breyting sé frá því sem áður var. „Í verkfalli fyrir einhverjum 20 árum fórum við Grindvíkingar og vökt- um á okkur athygli sjóstakkabúnir um allar götur. Þar stóðu menn saman út í eitt.“ olikr@frettabladid.is 20 2. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR K.D. LANG Söngvaskáldið er 43 ára í dag. FORMAÐUR SJÓMANNASAMBANDSINS FAGNAR TÍMAMÓTUM Í BARÁTTUNNI „Maður verður að virða áhorfendur sína. Án þeirra stendur maður bara einn og syngur fyrir sjálfan sig.“ Kona nálægðar. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Eva Sólan er 32 ára. Kjartan Ólafsson alþingismaður er 51árs. ANDLÁT Þuríður Halldórsdóttir, Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð, lést 29. október. Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést 30. október. SÆVAR GUNNARSSON Sævar hefur í mörgu að snúast í hagsmunamálum sjómanna. Við tekur kynning á nýgerðum samningi við útgerðarmenn, auk þess sem beðið er niður- stöðu dómstóla í vikunni í svonefndri Sólbaksdeilu. Hann hóf fyrst störf fyrir sjómenn árið 1983 með formennsku í sjómannafélaginu í Grindavík. Á þessum degi árið 1948 sigraði Harry S. Truman repúblikanann Thomas E. Dewey með naumum mun. Daginn fyrir kosningar bentu allar skoðanakannanir til þess að Dewey nyti mun meira fylgis. Allir tóku því sem gefnu að Dewey myndi sigra og fór dagblaðið Chicago Tribune í prentun snemma á kosningardaginn með fyrirsögn- inni Dewey sigrar Truman löngu áður en búið var að telja öll at- kvæði. Truman hafði sem varafor- seti tekið við forsetaembættinu eft- ir andlát Roosevelts forseta þrem árum áður og þrátt fyrir að Truman hafi sýnt einstaka leiðtogahæfileika við endalok heimsstyrjaldarinnar seinni og hafi haft skýra stefnu um hvernig ætti að taka á málum eftir stríð, töldu margir kjósendur hann aðeins vera skugga af fyrrirennara sínum sem sat fjögur kjörtímabil. Auk þess fékk hann demókrata í Suðurríkjunum upp á móti sér vegna frumkvæðis hans til borgara- legra réttinda blökkufólks. Síðustu vikurnar ferðaðist hann um öll Bandaríkin þar sem hann sýndi sig sem mann sem stæði einn gegn framtakslausu þingi. Truman sem eitt sinn var bóndi sem náði að ryðja sér leið á topp amerískra stjórnmála vann hug og hjörtu stórs hluta þjóðarinnar og rétt náði kjöri annað tímabil. 2.NÓVEMBER 1948 Truman forseti veifar brosandi dagblaði með fyrirsögninni Dewey sigrar Truman. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1867Tímaritið Harpers Bazaar er stofnað. 1906Fyrsta kvikmyndahúsið í Reykjavík tekur til starfa í Fjalakettinum við Aðal- stræti. 1913Morgunblaðið kemur út í fyrsta sinn undir ritstjórn Vilhjálms Finsen. 1917Bretar lýsa stuðningi við uppbyggingu lands gyð- inga í Palestínu. 1938Togarinn Ólafur frá Reykjavík ferst á Halamiðum með allri áhöfn. 1947-Howard Hughes flýgur risa- stórri viðarflugvél sinni í átta mínútur í Kaliforníu. 1950 George Bernard Shaw leik- skáld deyr 94 að aldri. 1992 Magic Johnson hættr aftur í NBA-deildinni og í þetta sinn er það endanlegt. Truman sigrar Dewey Móðir okkar og systir, Guðlaug Vigfúsdóttir andaðist þann 22. október 2004 á elliheimilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram. Sonja Ósk Jónsdóttir, Snorri Óskarsson, Einar Vigfússon og fjölskyldur. Ástkær móðir mín, dóttir, systir, mágkona og barnabarn, Hrafnhildur Ólafsdóttir Mountain Home, Idaho, Bandaríkjunum. Áður til heimilis að Hraunsvegi 23 Njarðvík, lést á líknarheimili í Mountain Home, þann 23. október s.l. Útförin hefur farið fram frá Mountain Home. Þeim sem vildu minnast Hrafnhildar er bent á að stofnaður hefur verið reikningur í Sparisjóðnum í Keflavík til styrktar dóttur hennar 1109-05-409600 kt. 260590-2359. Fyrir hönd aðstandenda, Karitas Þórarinsdóttir, Ólafur Kr. Árnason, Guðmundur Örn Ólafsson, Helga Jónsdóttir, Magdalena Krajniak, Brian Krajniak og Árni H. Jónsson. ADHD-samtökin verða í kvöld með fræðslufund um athyglis- brest fullorðinna kl. 20 í Safnaðar- heimili Háteigskirkju þar sem Grétar Sigurbergsson geðlæknir er fyrirlesari. Komið hefur í ljós að ekki aðeins börn þjást af at- hyglisbresti með eða án ofvirkni, heldur líka fullorðnir. „Þetta er ekki eitthvað sem fer af fólki þegar það eldist,“ segir Svava Júlía Hólmarsdóttir sem þjáist af athyglisbresti. „Mikil- vægast er að vera meðvitaður um það og ótrúlega margir sem vita ekki hvað þetta er,“ segir Svava og tekur það fram að þetta sé mun al- gengara hjá fullorðnum en fólk grunar. „Að miklu leyti loðir þetta við fólk sem hefur gengið illa í námi vegna skorts á einbeitingu og á fólk erfitt með að muna hlutina,“ segir Svava og vill meina að fólk mæti gífurlegum fordómum en þó fyrst og fremst hjá sjálfum sér. „Manneskja með athyglisbrest er eins og ruglað sjónvarp með engum afruglara, þar sem maður fúnkerar ágætlega en ekki alveg,“ segir Svava. Það var gífurlegur léttir að vera greindur því ég hafði margsinnis spurt sjálfan mig hvað væri eiginlega að mér, þetta ger- breytti lífi mínu,“ segir Svava og hvetur alla sem áhuga hafa að mæta á fræðslufundinn í kvöld. ■ Athyglisbrestur fullorðinna: Eins og sjónvarp án afruglara Ráðuneytið flutt Umhverfisráðuneytið er flutt úr Vonarstræti 4 og opnar nú í dag að Skuggasundi 1. Ráðuneytið er nú aftur flutt í nágrenni þeirra ráðu- neyta sem eru á Arnarhválstorf- unni svokölluðu en þar eru fyrir ráðuneyti dóms og kirkjumála, fjármála, iðnaðar og viðskipta, landbúnaðar, menntamála, og sjávarútvegs. Umhverfisráðu- neytið var stofnað árið 1990 og var fyrstu árin staðsett á 4. hæð á Sölvhólsgötu 4, en flutti þaðan í Vonarstræti 4, 1. apríl 1992. ■ SVAVA JÚLÍA HÓLMARSDÓTTIR „Manneskja með athyglisbrest er eins og ruglað sjón- varp með engum afruglara.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Samningum við útgerðina landað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.