Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2004 FÖSTUD. OG LAUGARD 5.-6.11.’04 SÁLIN ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA FORSALA MIÐA HEFST MIÐVIKUDAG 3/11 KL.13.00 MIÐAVERÐ 1900 KR. ...FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ!!! NÁNARI UPPLÝSINGAR HANSJÓNSMÍNS K Ö -H Ö N N U N / P M C inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. nýjung FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson, sem er laus allra mála hjá norska liðinu Lilleström, dvelur nú hjá enska 1. deildarlið- inu Cardiff þar sem hann hitta forráðamenn enska liðsins með samning í huga. Gylfi hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á því að spila á Englandi en auk Cardiff þá hefur Leeds, sem einnig leikur í ensku 1. deildinni, sýnt Gylfa áhuga. Gylfi sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri ágætlega bjartsýnn á að landa samningi í Englandi en ef það gengi ekki eftir væri meginland Evrópu einnig kostur. Hann sagð- ist ekki hafa mikinn áhuga á því að spila áfram á Norðurlöndunum en sagðist þó vita af áhuga liða í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Það er ágætt að hafa það í bak- höndinni ef allt klikkar,“ sagði Gylfi. ■ Spá Fréttablaðsins um NBA Spurs-liðið í sérflokki KÖRFUBOLTI Yfirburðir San Antonio Spurs í suðvesturriðlinum verða algjörir í vetur. Liðið er með val- inn mann í hverri stöðu og hefur að auki bætt við sig Brent Barry frá Seattle sem gefur Spurs enn meira afl í mulningsvélina. Með Tim Duncan, Manu Ginobili og Tony Parker verður Spurs í sérflokki í riðlinum og lík- lega Vesturdeild- armeistari að loknum vetri. Það verða s p e n n a n d i hlutir að ger- ast í Houston Rockets sem fylgir á hæla Spurs í annað sætið. Með tilkomu Tracy McGrady frá Orlando er Rockets komið með eitt áhuga- verðasta tvíeyki deildarinnar. Leikur liðsins verður byggður í kringum McGrady og miðherjann Yao Ming en sá síðarnefndi hefur sýnt stöðugar framfarir frá því að hann kom í deildina og er að festa sig í sessi sem einn skæðasti mið- herji NBA. Spánverjinn Pau Gasol og fé- lagar hans í Memphis Grizzlies verða í einum klassa neðar en ofangreind lið. Gamla kempan Hubie Brown hefur greinilega ekki sagt sitt síðasta sem þjálfari og hefur náð aðdáunarverðum ár- angri með ungt og skemmtilegt lið Grizzlies. Dallas Mavericks missti Steve Nash yfir til Phoenix og mun leik- skipulag liðsins breytast töluvert í vetur. Mavericks horfir fram á enn eitt uppbyggingartímabilið og nær ekki teljandi árangri í vetur. New Orleans Hornets horfir ekki fram á bjarta tíma og verður Jamal Mashburn frá keppni í tæpt ár vegna hnémeiðsla. Nýliðinn J.R. Smith gæti einna helst glatt augað en árangurinn verður ekki upp á marga fiska hjá Hornets í vetur. ■ TIM DUNCAN OG FÉLAGAR Í SAN ANT- ONIO SPURS VERÐA Í SÉRFLOKKI Í SUÐ- VESTURRIÐLINUM HM áhugamanna í golfi: Heiðari gekk best GOLF Íslendingar enduðu í 27. sæti á heimsmeistaramóti áhuga- manna í golfi sem lauk um helgina á Púerto Ríco en keppni á loka- deginum á sunnudaginn var aflýst vegna óveðurs. Bandaríska sveit- in sigraði mótið í þriðja sinn í röð með níu högga forskot á næsta lið. Heiðar Davíð Bragason spilaði best íslensku keppendanna á mót- inu og endaði á fjórum yfir pari eftir þrjá daga. Örn Ævar Hjart- arson og Sigmundur Másson stóðu honum talsvert að baki, Sigmund- ur með ellefu yfir pari og Örn á tíu yfir. Sigmundur sá aldrei til sólar eftir að hafa staðið sig framar vonum fyrsta daginn þegar hann kláraði hring sinn á fjórum höggum undir pari og tryggði íslenska liðinu 14. sætið eftir þann dag. Örn Ævar var að sama skapi óstöðugur. Hann hélt pari á öðrum degi en fór fimm yfir hina tvo og ljóst að verkefni Staffans Johannsson landsliðsþjálfara eru ærin fyrir næsta mót. ■ Gylfi Einarsson: Cardiff eða Leeds GYLFI EINARSSON Er sem stendur hjá Cardiff en er einnig undir smásjá Leeds.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.