Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2004 NÍGERÍA, AP Olíurisinn Royal Dutch/Shell er óvinur nígerískrar alþýðu sögðu forystumenn verka- lýðsfélaga þegar þeir boðuðu alls- herjarverkfall um miðjan mánuð- inn. Þeir sögðu að markmiðið nú væri að stöðva olíuútflutning. Verkfallið verður annað alls- herjarverkfallið í Nígeríu á skömmum tíma sem boðað er til með það að markmiði að fá stjórn- völd til að afturkalla 23 prósenta eldsneytishækkun á innanlands- markaði. Forystumenn verkalýðs- félaga sögðu Shell ætla að reyna að fá lögbann á verkfallið. „Við komum fram við Shell sem óvin. Við getum tekist á við þá,“ sagði Adams Oshiomhole, forseti níger- íska alþýðusambandsins. ■ Verkalýðsfélög: Segja Shell óvin fólksins ADAMS OSHIOMHOLE Forseti nígeríska alþýðusambandsins boðar harða baráttu við Shell. VISTASKIPTI „Mér bauðst þetta tækifæri og fannst það spenn- andi,“ segir Almar Örn Hilmars- son, nýráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express, og bætir við að svona lagað bjóðist ekki á hverj- um degi. Almar segir Iceland Express spennandi félag, það sé enn í mótun og starfi á vaxandi markaði. Almar sest um borð hjá Iceland Express í dag en hann hefur síð- ustu tvö ár verið framkvæmda- stjóri Tæknivals. Áður var hann í grænmetinu, stýrði fyrst Ágæti og svo Ágæti og banönum eftir sameiningu félaganna. Eins og gengur um unga drengi langaði Almar til að verða flug- maður þegar hann var barn en öfugt við þá flesta varði sú löngun aðeins meðan hann sat í flugvél- um. Þegar niður á jörðina var komið vildi hann verða fótbolta- maður. Almar nam lögfræði við HÍ, hann er ungur að árum, 31 árs, og hefur að eigin sögn ferðast víða. - bþs ALMAR ÖRN HILMARSSON Framkvæmdastjóraskipti hjá Iceland Express Almar tekur flugið Olíufélögin: Miklar breytingar á eignarhaldi Umtalsverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi olíufélaganna síðastliðin fimm ár og eigendur þeirra því ekki þeir sömu og þegar meint brot á samkeppnis- lögum voru framin. OLÍUFÉLAGIÐ HF./KER HF. 1999 Vátryggingafélag Íslands hf. Samvinnulífeyrissjóðurinn Samvinnusjóður Íslands hf. Sjóvá-Almennar hf. Vogun hf. auk fleiri hluthafa. 2004 Eignarhaldsfélagið Vörðuberg sem að stærstum hluta er í eigu Kristjáns Lofts- sonar, forstjóra Hvals, og Ólafs Ólafsson- ar, forstjóra Samskipa. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS 1999 Hydro Texaco A.S. Olíufélagið hf. Sjóvá-Almennar hf. Lífeyrissjóður verslunarmanna Samvinnulífeyrissjóðurinn auk fleiri hluthafa. 2004 Eignarhaldsfélagið FAD 1830 sem er í eigu Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, Gísla Baldurs Garðarssonar, stjórnarfor- manns Olís auk þriggja framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. SKELJUNGUR 1999 The Shell Petroleum Co. Hf. Eimskipafélag Íslands H. Benediktsson Sjóvá-Almennar hf. Fjárfestingasjóður Búnaðarbankans. auk fleiri hluthafa. 2004 Hagar hf. sem eru í eigu Baugs Group, Pálma Haraldssonar og fjárfesta honum tengdum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.