Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 30
22 2. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Stendur undir nafni Það má með sanni segja að Bandaríkjamaðurinn Pierre Green, sem hefur spilað með Snæfelli í Intersportdeildinni í vetur, standi fyllilega undir nafni. Hann er nefnilega búinn að vera í gríninu, hörmulega slakur og það kæmi ekki á óvart þótt hann endaði með frímerki á rassinum á leið vestur um haf á næstunni. Við skiljum ekki... ... að forráðamenn Golfsambands Íslands skuli ekki gera meiri kröfur til landsliðsþjálfarans í golfi. Staffan Johansson, já það er ótrúlegt að við skulum vita nafnið á þessum huldumanni, eyðir ekki miklum tíma hér á landi, jafnvel minni en Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem er ansi mikið á ferðinni, svo ekki sé meira sagt.sport@frettabladid.is [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 31 1 2 3 4 5 Þriðjudagur NÓVEMBER FÓTBOLTI Fjórða umferð riðlakeppn- innar í meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Þrjú lið, Chelsea, AC Milan og Int- er Milan geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum en þau hafa öll unnið fyrstu þrjá leiki sína í keppninni. Í E-riðli tekur efsta lið riðils- ins, PSV Eindhoven, á móti norsku meisturum Rosenborg. PSV vann leik liðanna í Þrándheimi, 2-1, en Rosenborg, sem hefur aðeins eitt stig, þarf nauðsynlega á sigri á halda til að eiga möguleika á þriðja sætinu í riðlinum, sæti sem gefur þátttökurétt í Evrópu- keppni félagsliða. Arsenal fær gríska liðið Pan- athinaikos í heimsókn og verður hreinlega að vinna til að eiga möguleika á því að komast áfram upp úr riðlinum. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gerir sér grein fyrir mikilvægi leiksins en telur að sínir menn muni stand- ast álagið. „Það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við verðum að standa undir þeim,“ sagði Wenger en Arsenal hefur gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum sínum í riðlinum. AC Milan getur tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum en liðið sæk- ir Barcelona heim. AC Milan vann fyrri leik liðanna, 1-0, í Mílanó en Barcelona var mun betri aðilinn í leiknum og verskuldaði eitt stig. Barcelona hefur verið að leika allra liða best í Evrópu það sem af er þessu tímabili, drifnir áfram af Brasilíumanninum Ronaldinho og þeirra vegna er voanndi að Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, standi við stóru orðin en hann lofaði hefndum fyrir tapið í síðasta leik. Barceloan getu komist í toppsæti riðilsins með sigri. Úkraínska liðið Shakhtar Do- netsk getur nánast tryggt sér þriðja sætið í F-riðli ef liðið nær að vinna Celtic í Glasgow. Celtic má muna sinn fífil fegri, sakna sænska markahróksins Henriks Larssons mikið og eftir 3-0 tap í fyrri leik liðanna eiga þeir erfitt verk fyrir höndum. Werder Bremen ætti eiga auð- velt verkefni fyrir höndum gegn meiðslum hrjáðu liði Anderlecht í G-riðli og ekki ætti spennan að vera meiri hjá Inter Milan og Val- encia ef mið er tekið af fyrri leik liðanna á Spáni þar sem Inter burstaði Valencia, 5-1. Inter getur tryggt sér sæti í sextán liða úrslit- um með sigri. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, hefur ekki beðið lægri hlut í fjórtán leikjum í meistaradeildinni og ætlar varla að fara að taka upp á þeirri vit- leysu í Moskvu. Hann mætir með Eið Smára Guðjohnsen í fanta- formi en sigur færir liðinu sæti í sextán liða úrslitum. Eiður Smári skoraði í fyrri leik liðanna á Stam- ford Bridge fyrir tveimur vikum þar sem Chelsea vann, 2-0. Porto hefur ekki verið svipur að sjón síðan Mourinho yfirgaf skútuna og liðið þaf nauðsynlega á sigri að halda gegn Paris St. Germain til að eiga möguleika á því að komast áfram. Parísarliðið vann fyrri leikinn 2-0 en Evrópu- meistararnir hafa væntanlega ekki sagt sitt síðasta orð. ■ Allt undir hjá Arsenal Eftir tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjunum verður liðið að vinna Panathinaikos í meistaradeildinni á Highbury í kvöld.■ ■ LEIKIR  20.00 Selfoss og Valur mætast á Selfossi í suðurriðli 1. deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.05 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  16.05 Olíssport á Sýn.  17.20 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik CSKA Moskvu og Chelsea í meista- radeildinni í fótbolta.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Barcelona og AC Milan í meista- radeildinni í fótbolta.  21.40 Meistaramörk á Sýn.  22.15 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Arsenal og Panathinaikos í meistaradeildinni í fótbolta.  00.50 Meistaramörk á Sýn. Þungamiðjan í slakrivarnarlínu Real Ma- drid, Argentínumaðurinn Walter Samuel, mun ekki leika með liði sínu á úti- velli gegn Dinamo Kiev á morgun vegna meiðsla. Munar um minna þar sem vörn þeirra hingað til hefur ekki verið upp á marga fiska. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Luis Figo er klár af sín- um meiðslum og tekur þátt. Kylfingurinn IanPoulter sigraði á Volvo Masters-mót- inu sem fram fór í Andalusíu um helg- ina eftir bráðabana við heimamanninn Sergio Garcia. Vann Poulter þar með sinn stærsta sigur á ferlinum en fyrir mót- ið hafði honum gengið herfilega í ár að eigin mati. Fagnaði hann ákaft þegar sigurinn var í höfn. NBA-deildin í körfuknattleik hefstá ný í kvöld með þremur leikjum. Detroit tekur á móti Houston, Dallas fær Sacramento í heimsókn og gjör- breytt lið LA Lakers mætir Denver. Að öllu jöfnu ætti NHL-íshokkídeildin einnig að hefjast um þessar mundir en þar situr enn allt fast vegna verk- falls leikmanna og óvíst að nokkuð verði leikið úr þessu. Antti Niemi, mark-vörður enska úr- valsdeildarfélags Sout- hampton, hefur verið valinn íþróttamaður ársins í heimalandi sínu Finnlandi. Niemi hefur sannað sig sem einn af bestu mark- vörðum deildarinnar á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan hann gekk til liðs við Sout- hampton en þar ýtti hann landsliðs- markverði Wales, Paul Jones, út úr liðinu á þremur vikum. Argentínumaðurinn Pablo Aimarmun ekki leika næstu vikurnar með liði Valenciu eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg um helgina í leik gegn Atletico Madrid. Var hann borinn af velli meðvitundarlaus og man ekkert eftir leiknum. Hann er ekki lengur undir læknishöndum en mun gangast undir frekari próf áður en hann tekur fram takkaskóna aftur. Samkvæmt tölfræð-inni er Juventus besta knattspyrnulið Evrópu um þessar mundir. Liðið hefur ekki tapað leik í ítölsku deildinni ólíkt Barcelona, Arsenal og Chelsea. Ennfremur státar liðið af flestum mörkum skoruðum og hefur fengið fæst á sig hlutfallslega miðað við önnur evrópsk knattspyrnufélög. Capello getur verið stoltur meðan hans fyrra lið Roma náði loks eftir langa mæðu hagstæðum úrslitum nú um helgina. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI ...einfaldlega betri! HÓPBÍLABIKAR KVENNA Breiðablik–Keflavík 54–143 Njarðvík–Grindavík 53–57 Stig Njarðvíkur: Jaime Woudstra 22 (7 fráköst, 6 stoðsendingar), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 13 (6 fráköst, 3 stoðsendin- gar), Helga Jónasdóttir 7 (23 fráköst, 5 varin). Stig Grindavíkur: María Anna Guðmunds- dóttir 19 (5 stoðsendingar), Sólveig Gunnlaugsdóttir 16, Svandís Sigurðar- dóttir 12 (12 fráköst). ENSKA ÚRVALSDEIDIN Í KNATTSPYRNU Man. City–Norwich 1–1 1–0 Flood (11.), 1–1 Francis (46.). STAÐAN: Arsenal 11 8 2 1 31–12 26 Chelsea 11 8 2 1 16–3 26 Everton 11 7 2 2 14–10 23 Bolton 11 6 3 2 18–13 21 Middlesbr. 11 5 3 3 19–14 18 Liverpool 10 5 2 3 18–10 17 Man. Utd 11 4 5 2 11–9 17 Newcastle 11 4 4 3 22–19 16 Portsmouth 10 4 3 3 15–12 15 Aston Villa 11 3 6 2 14–13 15 Tottenham 11 3 4 4 6–8 13 Man. City 11 3 3 5 13–12 12 Charlton 11 3 3 5 10–19 12 C. Palace 11 3 2 6 12–15 11 Fulham 11 3 2 6 12–19 11 Birmingh. 11 1 6 4 7–10 9 WBA 11 1 5 5 9–20 8 Southamp. 11 1 4 6 8–14 7 Norwich 11 0 7 4 10–18 7 Blackburn 11 1 4 6 9–24 7 [ LEIKIR KVÖLDSINS ] E-RIÐILL Arsenal-Panathinaikos PSV-Rosenborg F-RIÐILL Barcelona-AC Milan Celtic-Shakhtar Donetsk G-RIÐILL Werder Bremen-Anderlecht Inter Milan-Valencia H-RIÐILL CSKA Moskva-Chelsea Porto-Paris St. Germain ARSENE WENGER Knattspyrnustjóri Arsenal hefur vel efni á því að vera áhyggjufullur því liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í meistaradeildinni. Það verður hins vegar að gerast í kvöld þegar Arsenal tekur á móti Panathinaikos.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.