Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 33
25ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2004 Lynghálsi 4 Sími: 567 3300 Opið virka daga 9-18 www.hestarogmenn.is Enn meir i verðlækk un! Rýmum til fyrir nýjum vörum Hanskar fr á 290 kr. Flíspeysur frá 1.490 kr. Hófhlífar fr á 500 kr. parið Myndbönd frá 490 k r. Jakkar frá 3.900 kr. Keppnisjak kar 5.900 kr. o.fl., o.fl. Úlpur Áður kr.14.900 Nú 4.900 Áður kr.16.900 Nú 5.900 Reiðbuxur Áður Nú kr.16.900 9.900 Verðdæmi ! Landsmótsmyndband Kynbótahross Myndband með kynbótasýningum á Landsmóti 2004 Kr. 4.900 Í kaupbæti fylgir spól a frá Lands - móti 1998 , eingöngu í verslunin ni Hestar og Menn. 410 4000 | landsbanki.is Banki allra námsmanna Tilboðið gildir á allar erlendar myndir í Smárabíói, Laugarásbíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri þegar þú greiðir með Námukortinu. Góða skemmtun! Það telst varla lengur til tíðinda þótt hryssur eigi folöld á þrítugs- aldri. Stóðhryssur njóta almennt mun betra atlætis en áður og end- ast þar af leiðandi betur. Það er þó sennilega mjög fátítt að hryssur kasti sínu fyrsta folaldi eftir tví- tugt. Það gerði hins vegar Fluga frá Selfossi síðastliðið vor, 24 vetra gömul, sem líklega er einsdæmi með svo fullorðna hryssu og jafn- vel heimsmet að mati fróðra hesta- manna. Almennt er talið að hryss- ur gangi úr folaldseign mun yngri, jafnvel 15 vetra, ef þær hafa ekki fengið fyl fram að því. Ef hryssur fá fyl á hverju ári frá unga aldri er hins vegar ekki óalgengt að þær eigi folöld langt fram eftir þrítugs- aldri, til dæmis var Kolbrún frá Varmalæk með folaldi á landsmóti hestamanna í sumar, 28 vetra. Það er jafnan talið vissara að hryssur missi ekki úr ár, standi ekki geldar, þegar þær taka að eldast, vegna þess að þá aukast líkur á að þær hætti að halda. Fluga er í eigu Írisar Guð- mundsdóttur á Selfossi, sem hefur átt hana frá því hún var folald. Íris leiddi Flugu fyrst undir hest þegar hún var þriggja vetra og hafði ítrekað reynt að koma í hana fyli síðan, en án árangurs. Hún hefur alla tíð verið uppáhalds reiðhryssa Írisar, fallegur og góður töltari. Hún var á járnum í fyrravetur og um vorið tók Íris eftir því að hún var í hestalátum og leiddi hana upp á von og óvon undir þriggja vetra fola, Ísak frá Selfossi, sem var í næsta húsi. Öllum til mikillar furðu, en jafnframt gleði, hélt Fluga og kastaði heilbrigðu folaldi 7. maí í vor. Fluga er undan Glettu og Kolskeggi frá Lækjarbotnum í Landsveit. Þorvaldur Þórisson dýralæknir segist ekki muna eftir hliðstæðu dæmi varðandi fyrsta folald. Fljót- lega upp úr tvítugu fari að draga verulega úr frjósemi hjá hryssum, jafnvel þótt þær hafi verið í fol- aldseign lengi. Að hryssa kasti fyrsta folaldi svo gömul hljóti að vera algjört einsdæmi. jensein@hotmail.com ■ HESTATÍÐINDI 24 vetra hryssa gerir atlögu að heimsmeti HIN ALDNA FLUGA MEÐ FOLALDIÐ SITT. Afkvæmið er hestur og heitir Prins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.