Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2004 Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, HVETUR FÓLK TIL AÐ STALDRA VIÐ ÁÐUR EN ÞAÐ DÆMIR. FRÍ HEIMSENDING Nánari uppl‡singar á somi.is Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 10–16 Heilsuvörur og matstofa Blettur á hvítu klæði Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að umgangast menn á minni stuttu ævi sem hafa unnið ötul- lega að því að bæta sjálfa sig. Þeir hafa kennt mér margt og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir þá andlegu visku sem mér mun tæplega endast ævin til að koma í framkvæmd. Ein mikil- vægasta lexían hefur þó komið úr samskiptum og umgengni við þessa menn en ekki úr bókum þeirra eða fyrirlestrum. Besta myndlíkingin er sú að blettur sést vel á hvítu klæði. Fólk sem hefur unnið að því að bæta sig á í mörgum tilfellum eftir að yfir- stíga erfiðustu skapgerðarbrest- ina. Vegna þess hversu vel það stendur sig á öðrum sviðum eru fáir gallar þeirra mjög áberandi. Ég hef stundum þurft að taka á honum stóra mínum til að geta horft framhjá þessum áberandi blettum og sjá allt hvíta klæðið. Margir svokalliður andlegir meistarar í þessari stöðu fá ein- ungis gagnrýni fyrir blettina frá samferðarmönnum sínum en minna hrós fyrir allt það sem vel hefur tekist. Á móti kemur að hvítur blettur sést einnig vel í drullusvaði. Stundum er fólki hrósað fyrir lítið góðverk þrátt fyrir annars ruddalega fram- komu. Góðverk verður mjög áberandi í slíkum bakgrunni. Ég er alls ekki að hvetja þig til þess að líta framhjá því slæma sem getur fylgt andlegum kennurum heldur einungis að biðja þig um að útiloka ekki allt það góða vegna þess að þú sérð einn áber- andi blett á annars hvítu klæði. gbergmann@gbergmann.is. Breskir yfirmenn sem þjást af svefnleysi eru líklegir til að vera skapstyggir og gera mistök sam- kvæmt rannsókn sem gerð var þar í landi á dögunum. Á hverjum virkum degi er fjórðungur yfirmanna líklegri til að hreyta ónotum í samstarfsfólk sitt. Þessir svefnvana yfirmenn gera mistök sem bitna á starfs- mönnum þeirra í milljónatali og er það ekki talið vænleg stjórnun- artækni. Það er því ljóst að góður næt- ursvefn einstaklinga hefur áhrif á samfélagið allt. ■ SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Er yfirmaðurinn erfiður? Svefnleysi veldur skapstyggð Skyldi yfirmaðurinn í The Office fá nægan svefn? Vörtusýkingar heyra brátt sög- unni til: Bóluefni gegn leg- hálskrabba- meini? Bóluefni við sýkingum sem geta leitt til leghálskrabbameins gæti verið fáanlegt innan þriggja ára. Þar er helst átt við vörtusýkingar sem margar hverjar eru skað- lausar en aðrar geta leitt til leg- hálskrabbameins. Stúlkur yrðu þá bólusettar gegn veirunni áður en þær fara að stunda kynlíf. Bóluefnið verkar á veiruna sem veldur vörtusýking- unum og gæti bjargað þúsundum mannslífa auk þess sem strokprufur úr leghálsi gætu heyrt sögunni til. Talið er að allt að helmingur ungra kvenna í Bretlandi sýkist af vörtuveiru áður en þær ná þrítugsaldri. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.