Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 25
Allt frá upphafi verkfalls okkar grunnskólakennara hefur það verið ljóst að ekki myndu takast samningar. Þau stóru mistök voru gerð fyrir nokkrum mánuð- um að senda út nokkurs konar óskalista til kennara. Enginn vildi nefna of lágar tölur svo að lokum sat forystan uppi með ósk- ir um 250.000 til handa byrjend- um strax og kennsluskyldulækk- un upp á 2 tíma á viku. Með þess- ar kröfur að leiðarljósi fór samn- inganefnd okkar af stað. Nær hefði verið að spyrja hvaða kjör- um fólk teldi sig ná, ef það sæti í sáttanefnd. Ætli sæmilega skyn- samt fólk hefði þá ekki nefnt svona 16% á samningstíma, þ.e.a.s. eins og sjómenn eru að fá. Það er nefnilega eitt að semja óskalista og senda hann ábyrgð- arlaust til jólasveinsins en allt annað að sitja sjálfur á móti sveinka og reyna að herja út úr honum betri jólagjöf en seinast. Fyrir rúmum 4 árum voru byrj- unarlaun grunnskólakennara ríf- lega 100.000 á mánuði en skán- uðu töluvert við síðasta samning enda ekki vanþörf á. Engu að síður er það í meira lagi barna- legt að halda að það sé ekkert mál að ná samningi þar sem byrjandi fer strax í 250.000 enda væri þá um 150% hækkun að ræða á 5 árum. Við megum ekki leika okkur að því að fá fólk á móti stéttinni. Þannig var það með ólíkindum að heyra að margir trúnaðar- menn vildu láta krakkana hanga heima áfram á meðan við dúlluð- um okkur við að skoða miðlunar- tillöguna. Haft var eftir kennara í blöðunum að það yrði erfiðara að skoða þetta eftir að krakkarnir væru komnir í skólann. Hvílíkt bull! Til allrar guðs lukku er for- maður vor, Eiríkur, hættur að nenna að hlusta á þvætting. Loks- ins, loksins er runnin upp sú stund að forystan áttar sig á að trúnaðarmenn bergmála engan veginn skoðanir fjöldans. Sam- kvæmt sáttatillögunni er skóla- stjórapotturinn að mestu leyti kominn í föstu launin og einnig lækkar kennsluskylda um 2 tíma á samningstíma. Svo bregðast sumir illir við og tala um launa- lækkun þessu samfara. Já, en þið heimtuðuð þetta. Vissulega lækka sumir hvað varðar pott- flokkana, en það gat hver heilvita maður séð fyrir. Haraldur veður- fræðingur væri varla lengi að benda á að ef ég fengi 4 bónus- flokka og hann 2, þá mundi ég tapa ef þeim yrði skipt jafnt á milli okkar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sveitastjórnar- menn hafi ekki gert stólpagrín að þessari óskiljanlegu kröfu. Niðri í verkfallsmiðstöð okkar heyrði ég mæta konu segja: Munið svo bara að greiða atkvæði eftir inni- haldi sáttatillögunnar en ekki hugsa neitt um það að verkfall geti skollið á aftur. Ég get því miður ekki skilið þessa konu og aðra þá sem tala eins þessa dag- ana. Hvernig í ósköpunum á venjulegt fólk að geta horft fram- hjá þeirri staðreynd að eitt það ömurlegasta sem gæti hent okkur kennara og nemendur er að híma í verkfalli í svartasta skammdeginu. Góðir félagar. Ekki spyrja næsta mann heldur ykkar innri mann að þessu: Trúi ég því að á allra næstu dögum ná- ist eitthvað miklu betra. Greiðið svo atkvæði samkvæmt því sem ykkar innri maður segir. ■ VALUR ÓSKARSSON GRUNNSKÓLAKENNARI UMRÆÐAN KENNARADEILAN Spyrjið ykkar innri mann Loksins, loksins er runnin upp sú stund að forystan áttar sig á að trúnaðarmenn bergmála engan veginn skoðanir fjöldans. ,, Í Fréttablaðinu 7. okt. sl. var fjallað um úr- skurð úrskurðanefndar um áfengismál sem taldi að borgarráð hefði brotið stjórnsýslu- lög þegar það synjaði Sportbitanum um leyfi til að veita bjór og léttvín í Egilshöll. Formaður borgarráðs, Alfreð Þorsteinsson, var einn af 6 borgarfulltrúum sem greiddi atkvæði með leyfinu en 7 á móti. Í blaðinu tekur Alfreð undir úrskurðinn og vísar til þess að neitun um leyfi hafi verið brot á jafnræðisreglu og meðalhófsreglu. Ég tel þennan úrskurð og og afstöðu Al- freðs lítið annað en fyrirslátt sem stenst varla lög. Fyrir alllöngu kom það fram í við- tali við forráðamann íþróttasambands Ís- lands að íþróttir og áfengi fari ekki saman og neysla áfengis gangi í berhögg við yfir- lýsta stefnu íþróttasamtakanna gegn áfeng- isneyslu, því áfengi er ekkert annað en fíkniefni. Það er forkastanlegt að Alfreð skuli voga sér að hlutast til um að veita slíkt leyfi í musteri íþróttaæskunar í landinu. Hann ætti heldur að beita sér fyrir auknum áfeng- isforvörnum enda brýn þörf á. GUÐMUNDUR J. MIKAELSSON SKRIFAR UM VÍNVEITINGAR Í EGILSHÖLL ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2004

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.