Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.11.2004, Qupperneq 6
6 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Særðist lífshættulega: Stakk mann á hol þannig að iðrin sáust RANNSÓKN Maður sem grunaður er um að stinga mann á fertugsaldri á hol í fyrrinótt þannig að hann særðist lífshættulega var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 17. nóvember næstkomandi. Þá var honum gert að sæta geðrannsókn. Til átaka virðist hafa komið á milli mannanna tveggja á heimili annars þeirra á Hverfisgötu, sem endaði með því að annar þeirra stakk hinn með hnífi í kviðinn. Sá sem var skorinn kom sér út úr húsinu og fundu vegfarendur hann nær meðvitundarlausan í blóði sínu. Skurðurinn var svo djúpur að það sást í innyfli mannsins. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem hann gekkst strax undir aðgerð sem tókst vel. Undir morgun var ljóst að maðurinn væri úr lífs- hættu. Lögregla náði að rekja blóð- slóðina frá Laugavegi að húsi skammt frá þar sem meintur árásarmaður var staddur. Hvor- ugur mannanna virtist vera undir áhrifum vímuefna þegar lögreglu bar að garði. Játning liggur ekki fyrir í málinu og ekki er að fullu vitað um ástæðu árásarinnar en að sögn Gunnleifs Kjartanssonar, lögreglufulltrúa í Reykjavík, var hvorki um handrukkun né fíkni- efni að ræða. Mennirnir hafa báð- ir komið áður við sögu lögreglu. Farið var fram á gæsluvarðhaldið vegna rannsóknarhagsmuna. - hrs ■ MIÐ-AUSTURLÖND VEISTU SVARIÐ? 1Hver fékk tónlistarverðlaun Norður-landaráðs í vikunni? 2Hvar var Ólafur Ragnar Grímssonforseti heiðursgestur í gær? 3Hvenær ætlar Skipulagsstofnun aðvera búin að úrskurða um Sunda- braut? Svörin eru á bls. 42 Ævintýri og spenna í Goðheimum Leyndardómsfullur og forn skartgripur leiðir Hildi á vit nýrra ævintýra í Goðheimum. Drekagaldur er fjörug og spennandi saga sem veitir skemmtilega innsýn í norræna goðafræði. Norðurlandaráð ræðir áfengisstefnu: Miklar áhyggjur – en fá úrræði STJÓRNMÁL Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra var frummælandi í umræðum um áfengisstefnu á Norðurlandaráðsþingi á þriðjudag. Jón varði nýlega samþykkt heil- brigðis- og félags- m á l a r á ð h e r r a Norðurlandanna þar sem lagt var til samstarf þeirra um að hækka áfengis- skatta og að löndin tali einni röddu um þessi mál innan Evrópusambands- ins. „Áfengi er ekki eins og hver önnur verslunarvara og þess vegna verður að taka tillit til heilsufarssjónar- miða og hugsanlegra afleiðinga skaðlegrar neyslu,“ sagði ráðherra. Fram kom í umræðunni að lágt áfengisverð í nágrannalöndum á borð við Þýskalandi, Póllandi og Eistlandi gerði yfirvöldum mjög erfitt um vik að halda áfengisskött- um háum. Ulla Maj Wideroos, fjár- málaráðherra Finnlands, benti á að sterkvínsflaska kostaði 13 evrur í Helsinki en aðeins 3 í Tallinn en að- eins tekur einn og hálfan tíma að fara þar á milli í bátsferð. Hún sagði að áfengisgjald hefði verið lækkað 1. mars í ár og ekki kæmi til greina að lækka gjaldið niður á sama stig að nýju. - ás Samráð olíufélaganna hafa stórskaðað samfélagið allt Þingmenn allra flokka eru sammála um að olíusamráðin hafi verið grafalvarlegt samfélags- vandamál. Flest eru þau sammála um að forstjórarnir þurfi að axla sína ábyrgð og segja erfitt að meta hvaða áhrif skaðabótamál munu hafa. Breytingar á kerfinu Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki „Það var ákveðin brota- löm í sam- keppni á Ís- landi, en við höfum verið að fara inn á nýjar brautir á síðastliðnum tíu árum,“ seg- ir Pétur Blön- dal. „Það hefur orðið gífur- leg breyting frá því kerfi sem við höfðum fyrir 1990, þegar svona samráð þóttu allt að því eðlileg þegar at- vinnulíf var bundið í póli- tísk höft. Samráð olíufélag- anna hafa þó verið öllu ill- vígari eins og komið hefur í ljós.“ Hann segir eftir að reyna á hvort skaða- bótaskylda hafi myndast, vegna neytenda, birgja og hluthafa. „Þá þarf að fara í gegnum hvernig á að gera einstaklinga ábyrga, sér- staklega þá sem stjórna og taka ákvarðanir um slíkar aðgerðir, það er erfiðara að segja til um undirmenn.“ Um það hvort sektará- kvæðin virki, segir hann það erfitt þegar öll félög á markaði eru sektuð. „Það er spurning um að skerpa á ábyrgð einstaklinga og rétt að menn ræði það.“ ■ Kallar ekki á breytingar Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki „Mér finnst þetta mjög sorglegt mál svo ekki sé dýpra í árinni tekið,“ segir Siv Friðleifs- dóttir. Hún segir að Sam- keppnisstofn- un sé búin að komast að niðurstöðu hvað varðar fjársekt fyrirtækj- anna og það þurfi ekki að ræða frekar. Hvað varðar ábyrgð einstaklinga vill hún ekki ræða hana á með- an málið er í lögreglurann- sókn. „Viðskiptalífið hefur ekki breyst í meginatrið- um,“ segir hún og bætir við að ef það er einbeittur vilji fyrir hendi sé hægt að brjóta samkeppnislög. „Það er verið að efla mjög Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið, eins og stefna Framsóknarflokks- ins er.“ Hún segir ekki þurfa nýjar breytingar á sam- keppnislögum, umfram þær sem þegar hafa verið boðaðar. „Á fundi við- skipta- og efnahagsnefnd- ar spurði ég sérstaklega eftir hjá embættismönnum hvort þetta mál kalli á breytingar. Þeir sögðu að svo væri ekki.“ ■ Hugvitsútflutningur Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni „Eldsneyti er ein af undir- s t ö ð u v ö r u m samfélagsins. Það að beita þeim vinnu- brögðum sem fram koma í skýrslu sam- keppnisráðs er aðför að undirstöðuatvinnuvegum landsins, lífskjörum og samgöngum og hefur verið gífurlega skaðlegt fyrir ís- lenskt atvinnulíf,“ segir Lúðvik Bergvinsson. „Við erum að tala um félög með 100 prósenta markaðshlut- deild, sem þeir hafa mis- notað svívirðilega. Ég hefði ekki trúað þessu fyr- irfram. Sérstaklega með að það sé verið að flytja verð- samráðshugvitið til ann- arra landa. En það er afar athyglisvert nú, þegar maður skoðar hvernig samtök atvinnulífsins og verslunarráðið hrópuðu „úlfur, úlfur!“ þegar þetta fór af stað, og töldu að það væri gengið hart gegn rétti félaganna. „ Lúðvík segir það erfitt að meta hvaða afleiðingar mál- ið hefur í för með sér. „Það er ekki fyrir séð hvernig þetta mál mun enda ef félög- in verða sótt til skaðabóta af mörgum.“ ■ Yfirvegað svindl Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum „Ég hef ekki kynnt mér það frá fyrstu hendi, það sem við höfum heyrt er allsvakalegt,“ segir Ögmund- ur Jónasson. „ Y f i r v e g a ð svindl, úthugs- að af nákvæmni og ekki bara gagnvart einstakling- um, heldur líka gagnvart ríki og sveitarfélögum. Þarna er mjög alvarlegt mál á ferðinni.“ Hann seg- ist ekki vilja dæma ein- staklinga á þessari stundu, en bæði fyrirtækin og ein- staklingar sem bera sök á svindlinu þurfi að axla sína ábyrgð. „Við þurfum að at- huga að dæma ekki alla menn út frá þessu, en með þessu sjáum við hvað getur gerst á fákeppnismarkaði. Þetta á sér án efa stað víð- ar í viðskiptalífinu.“ Ög- mundur telur að lagabreyt- inga sé ekki þörf í fram- haldi af þessu máli. „Það er ríkisstjórn Íslands sem á fyrst og fremst að læra af þessu, sem liggur mikið á að losa eignir þjóðar í hendur fákeppnismarkað- ar. Nú sér hún hvað gerist og hlýtur að þurfa að end- urskoða til dæmis sölu Símans.“ ■ Líkt og mafíustarfsemi Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslyndum „Mér finnst þetta bara ótrúlegt,“ seg- ir Guðjón A. Kristjánsson. „Miðað við l ý s i n g a r n a r sem ég hef heyrt er hægt að líkja þessu við mafíu- starfsemi. Fyrirtækin eru dregin til ábyrgðar en for- ystumennirnir eru ábyrgir líka. Sérstaklega forstjór- arnir sem leggja línurnar fyrir þessi afbrot. Ríkis- saksóknari hlýtur að hefja mál, því forstjórarnir geta ekki hafa framkvæmt þetta án þess að brjóta hegningalög.“ Guðjón segir sjómenn hafa talað um þetta í gegn- um árin og því komi þetta ekki mikið á óvart. „Miðað við hvað þetta hefur staðið lengi, tel ég að þetta geti átt sér stað annars staðar í samfélaginu.“ Hann segir jafnframt að það liggi al- veg á borðinu að það þurfi að flýta þessari málsmeð- ferð hjá Samkeppnisstofn- un með einhverjum hætti. Það gengur ekki að það taki ár, eða nálgist áratug eins og með tryggingafé- lögin, að klára svona rann- sókn.“ svanborg@frettabladid.is PÉTUR „Þarf að kanna ábyrgð stjórnenda.“ SIV „Mér finnst þetta mjög sorglegt.“ LÚÐVÍK “Svívirðileg ,misnotkun félaganna.“ ÖGMUNDUR „Yfirvegað og úthugsað svindl.“ GUÐJÓN „Forystu- mennirnir eru ábyrgir líka.“ EININGIN KLOFIN Forystumenn ísraelska Þjóðareiningarflokksins tilkynntu í gær að þeir hefðu ákveðið að kljúfa flokkinn í tvennt. Með því vonast þeir til að fá meira fylgi í næstu kosningum. Stofnaður verður trúarlegur hægriflokkur og flokkur sem byggir ekki á trúar- setningum. Báðir berjast gegn samningum við Palestínumenn. Úrskurðað um umferðarslys sem henti í apríl í Mið-Englandi: Eldri hjón létust í árekstri DÓMSTÓLAR Niðurstaða dánardóm- stjóra í Stafford-héraði í Bret- landi er sú að lát eldri hjóna sem lentu í árekstri við Guðjón Þórð- arson knattspyrnuþjálfara 10. apríl hafi verið af slysförum. Guð- jón var ekki á nokkurn hátt sagð- ur valdur að slysinu í úrskurðin- um sem kom nú í byrjun mánaðar- ins. Hjónin sem létust hétu Ronald og Muriel Bell, frá Natwich í Englandi, hann 73 ára og hún 63. Slysið átti sér stað með þeim hætti að hjónin óku Ford Mondeo- bíl sínum í veg fyrir Audi-bifreið Guðjóns á þjóðvegi A34 nærri Stafford, í Mið-Englandi. Konan lést á sjúkrahúsi þremur dögum eftir slysið og maðurinn rúmri viku síðar. Greint var frá því í breskum fjölmiðlum að með Guð- jóni í bílnum hafi verið synir hans tveir og frændi. „Þetta var hörmulegt atvik og erfið lífsreynsla og ég hef svo sem ekkert frekar um málið að segja,“ sagði Guðjón Þórðarson. Hann sagði að með úrskurði dánardóm- stjóra nú væri málinu lokið, en það sé eðlilega mjög viðkvæmt, bæði fyrir hann og syni hans sem með honum voru í bílnum þegar slysið átti sér stað. - óká GUÐJÓN ÞÓRÐARSON KNATTSPYRNUÞJÁLFARI Guðjón lenti í apríl síðastliðnum í árekstri í Bretlandi sem leiddi til dauða eldri hjóna. Dánardómstjóri í Bretlandi úrskurðaði í gær að hjónin hefðu látist af slysförum. M YN D /S H EF FI EL D N EW SP AP ER S LT D JÓN KRIST- JÁNSSON Heilbrigðisráð- herra var frum- mælandi í um- ræðum á Norður- landaráðsþingi á þriðjudag. FARIÐ FRAM Á GÆSLUVARÐHALD Bæði árásarmaðurinn og fórnarlambið hafa komið áður við sögu lögreglu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.