Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2004, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 04.11.2004, Qupperneq 14
4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Vilja kvöldopnun Þjóðarbókhlöðu: Á þriðja þúsund undirskriftir MENNTAMÁL Á þriðja þúsund manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun stúdentaráðs þar sem háskólaráð er hvatt til að samþykkja tillögu stúdenta um að veita 8 milljónir til kvöldopnunar Þjóðarbókhlöðunnar, að því er segir í frétt frá stúdenta- ráði. Með söfnuninni vill ráðið berjast fyrir lengdum opnunartíma Háskólabókasafnsins. Undirskriftasöfnunin fór af stað um helgina og lauk í morgun. Síðar í dag verður fundur í háskólaráði þar sem tekin verður afstaða til til- lögu stúdenta. Skólayfirvöld ákváðu fyrr á ár- inu að veita ekki fé til kvöldopnun- ar safnsins eins og gert hafði verið. Bókhlaðan var áður opin til klukk- an 22 á kvöldin en frá og með sept- ember lokar hún klukkan 19 alla virka daga nema miðvikudaga en þá lokar klukkan 22. Opnunartími safnsins um helgar var auk þess skertur. Upphaflega nam fjárveiting vegna kvöldopnunar safnsins 15 milljónum króna, að sögn stúdenta- ráðs, en eftir að hagrætt hefur verið í rekstri safnsins er sú upp- hæð komin niður í 8 milljónir. - jss Andlegur miski ráði refsingu Gunnleifur Kjartansson, hjá ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, vill neyðar- móttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis. Hann segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og á því þurfi að gera breytingar. HEIMILISOFBELDI Gunnleifur Kjart- ansson, hjá lögreglunni í Reykja- vík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolend- ur heimilisofbeldis og Neyðar- móttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglu- fulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegning- arlögunum vegna heimilisofbeld- is og segir 217. og 218. grein al- mennra hegning- arlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægj- andi. Hann segir að kona sem kær- ir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilis- ins og búið hefur við langvarandi andlegt eða lík- amlegt ofbeldi ætti að fá sál- fræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðing- urinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræði- matið yrði síðan haft til viðmið- unar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisof- beldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. „Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður tals- vert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp,“ segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttar- gæslumann, áfallahjálp og sál- fræðihjálp, jafnvel langtímameð- ferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Ís- landsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitt- hvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst. hrs@frettabladid.is ,,Mín til- finning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Til að mæta óskum viðskiptavina hefur RV ákveðið að hafa einnig opið á laugardögum í verslun sinni að Réttarhálsi 2. Núna er líka opið á laugardögum lí i l Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: LENGDUR OPNUNARTÍMI Stúdentaráð berst fyrir lengri opnunartíma Þjóðarbókhlöðunnar. GUNNLEIFUR KJARTANSSON Hann vill breytingar á lögum um nálgunarbann því eins og lögin eru í dag er ferlið of seinvirkt til að það virki. Þá vill hann að mat sálfræðings á miska þeirra sem verða fyrir heimilisofbeldi verði haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. MENNTAMÁL Alls 119 kandídatar voru brautskráðir frá Kennarahá- skóla Íslands um helgina. Úr grunndeild brautskráðust 32 en úr framhaldsdeild 87, þar af átta með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Vísindaráð Kennaraháskóla Ís- lands veitti við brautskráningu á laugardag, í fyrsta sinn, verðlaun fyrir bestu meistararitgerðina. Fyrir valinu varð ritgerð Hildar Kristjánsdóttir sem ber heitið Upp- lifun og reynsla þungaðra kvenna af fyrstu skoðun í mæðravernd. Ingólfur Á Jóhannesson, pró- fessor í menntunarfræðum, úr- skurðaði um hver þeirra ritgerða sem tilnefndar höfðu verið væri best að titlinum komin. Í umsögn hans kom meðal annars fram, að ritgerðin væri rannsókn um upplif- un og reynslu þungaðra kvenna í fyrstu skoðun í mæðravernd. Sú umræða, sem væri einkum um valdatengsl mæðra og heilbrigðis- starfsmanna, væri til fyrirmyndar af meistaraprófsritgerð að vera. -jss » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ KVEÐJUSTUND Vísindaráð Kennaraháskóla Íslands veitti við brautskráningu á laugardag, í fyrsta sinn, verðlaun fyrir bestu meistararitgerðina. Kennaraháskóli Íslands: Brautskráning 119 kandídata FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.