Fréttablaðið - 04.11.2004, Side 22

Fréttablaðið - 04.11.2004, Side 22
Þetta gerðist: ríkisstjórnin hafði búið svo um hnútana, að nær all- ir gengu út frá því sem gefnum hlut, að sakborningurinn yrði fundinn sekur. Honum var gefið að sök að hafa lagt á ráðin um að kála forsetanum –1 brot, sem hefði leitt til umsvifalausrar dauðarefsingar. Hann hafði ver- ið kvikmyndaður úr launsátri, upptakan var að vísu óskýr og ekki heldur gott að heyra orða- skil, en hann heyrðist samt tala um að „eyða“ forsetanum; morð- hótun sem sagt. Maðurinn á myndbandinu var dæmdur sekur í undirrétti, og forsetinn og menn hans hugsuðu gott til glóð- arinnar. En þá gerðist það, sem enginn átti von á: stjórnarand- stöðuleiðtoginn – hann væri for- seti núna, hefði Mugabe forseti ekki beitt ofbeldi og öðrum brögðum í kosningunum 2002 – var sýknaður í hæstarétti. Þetta gerðist í Simbabve fyrir fáeinum vikum. Nú voru góð ráð dýr. Forset- inn hellti úr skálum reiði sinnar yfir hæstarétt og skaut á neyðar- fundi með samherjum sínum til að fjalla um það, hvernig við þessum óvænta og ósvífna sýknudómi skyldi bregðast. Hann hafði ekki síður en aðrir talið það öldungis víst, að dómar- arnir í réttinum voguðu sér ekki að dæma gegn vilja hans, enda er hann búinn að sitja á forsetastóli í bráðum aldarfjórðung og fylla réttinn af samherjum sínum, frændum og vinum. En rétturinn brást – forsetanum. Enn sér ekki fyrir endann á atburðarásinni. Hæstiréttur leit svo á, að menn mættu ekki oftúlka sögnina að eyða. Morgan Tsvangíraí, en svo heitir hinn sýknaði, hefði ein- faldlega getað verið að tala um að bera sigurorð af forsetanum í komandi kosningum. Robert Mugabe er gamall marxisti. Hann er eins og kunn- ingi minn einn í Harare, höfuð- borg Simbabve, lýsti ömmu sinni: hann túlkar ævi sína og umhverfi í ljósi eins atburðar og aðeins eins. Í lífi ömmunnar var það styrjöldin mikla: hún mótaði lífsskoðun hennar í einu og öllu. Heimurinn hafði tiltekna ásýnd fram að 1914, og þá hverfðist hann um möndul sinn og varð aldrei aftur samur. Í lífi Muga- bes var það þjóðfrelsisbarátta Simbabvebúa, sem leiddi að lok- um til sjálfstæðistökunnar 1980, þegar Mugabe varð forsætisráð- herra og var síðar kjörinn for- seti. Þessi viðburður hefur smám saman náð slíkum heljartökum á forsetanum, segja heimamenn, að honum er heimurinn að því er virðist óskiljanlegur nema með skírskotun til þessa eina atburð- ar. Honum finnst enginn geta stjórnað landinu nema hann. Ég hef lýst því áður á þessum stað, hvernig Mugabe forseti hefur lagt landið sitt í rúst eða því sem næst: þetta fallega land, þar sem smjör gæti dropið af hverju strái. Hann hefur lýst stríði á hendur þelhvítum bænd- um og gert jarðir þeirra upptæk- ar og afhent þær frændum og vinum, sem kunna ekkert til landbúnaðar, svo að akrarnir visna. Fólkið sveltur, og fjórði hver maður er smitaður af eyðni- veirunni. Forsetinn er í útlönd- um hálft árið með fríðu föru- neyti – og myndi, býst ég við, hefði hann bara heflaðri smekk, hafa fullskipaða sinfóníuhljóm- sveit með í för til að vekja sig á morgnana eins og soldáninn í Óman. Mugabe felldi ástarhug til eiginkonu eins embættismanna sinna og gerði hann þá að sendi- herra í Mongólíu og giftist kon- unni með viðhöfn. Hún klæddist hvítu við athöfnina til að auð- kenna nýfallna mjöll – og var þó komin af viðkvæmasta skeiði. Það hefur ekki fengizt upplýst hver kostaði brúðkaup aldarinn- ar þarna suður frá. Það hefur ekki heldur verið upplýst hvort meintar mútugreiðslur voru inntar af hendi eða ekki. Blaða- menn eru leiddir á næstu lög- reglustöð og lúbarðir, ef þeir spyrja slíkra spurninga. Hvers vegna er Mugabe for- seta svo mjög í mun að troða frændum og vinum í hæstarétt? Spurningin svarar sér sjálf: ef spillingin í kringum forsetann kemur til kasta dómstólanna, þá ríður á því, að traustir menn sitji í hæstarétti. Þess vegna veldur sýknudómur réttarins yfir stjórn- arandstöðuleiðtoganum þungum áhyggjum í herbúðum forsetans og gæti m.a.s. kostað blóðbað. Af þessu ásamt öðru má ráða mikil- vægi þess, að hæstiréttur sé haf- inn yfir grunsemdir um hlut- drægni. Ef hæstiréttur er vilhall- ur og hylmir yfir spilltum stjórn- völdum, þá er voðinn vís. Sem minnir mig á Rúmeníu: þar mun vera ódýrara að kaupa sér dóm- ara en að leigja sér lögfræðing. ■ B andaríska þjóðin hefur valið sér forseta – George W.Bush – sem verður leiðtogi hennar næstu fjögur árin.Bush hefur þar með annað kjörtímabil sitt í janúar á næsta ári. Hann á mikið verk fyrir höndum við að auka tiltrú manna á Bandaríkjunum á næstu fjórum árum. Ekki síst þarf hann að sameina þjóð sína eftir kosningarnar og auka traust almennings í Evrópu og víðar í heiminum á Bandaríkjunum. Það er því ærið verkefni sem bíður forsetans innanlands og utan. Kosningabaráttan hefur líklega aldrei á síðari árum verið jafn spennandi og nú. Þarf að leita allt aftur til ársins 1960 þegar Kennedy og Nixon áttust við og Kennedy hafði sigur sem kunnugt er. Eðli málsins samkvæmt ætti sitjandi forseti að hafa töluvert forskot á mótframbjóðandann, en svo var ekki að þessu sinni. Úrslitin endurspegla niðurstöður skoðanakannana, en sem betur fer virðist sigur Bush afgerandi því hann hefur á fjórðu milljón atkvæða fram yfir Kerry. Ekki er þó um yfir- burðasigur varðandi fjölda kjörmanna að ræða, eins og t.d. þegar Ronald Reagan bauð sig fram í síðara skiptið. Það styrkir enn stöðu Bush á heimavelli að repúblikanar hafa aukið styrk sinn í báðum deildum þingsins, öldungadeild- inni og fulltrúadeildinni. Þá er það ákveðið áfall fyrir demó- krata að leiðtogi þeirra í öldungadeildinni, Tom Daschle frá Suður-Dakota, tapaði sæti sínu eftir margra ára setu þar og áður í fulltrúadeildinni. Þótt sigur Bush í kosningunum sé afgerandi og hann hafi meirihluta þeirra sem tóku þátt í kosningunum á bak við sig er ekki þar með sagt að hann hafi styrkt stöðu sína á jafn sannfær- andi hátt í Evrópu og öðrum heimshlutum. Það er ekki nóg að stjórnvöld í einstökum löndum fagni endurkjöri hans, heldur verður hann líka að vera studdur af almenningi um heim allan ef honum á að farnast vel. Stríðið í Írak situr í mörgum og fólki finnst að það hafi verið dýru verði keypt að steypa Saddam Hussein af stóli. Þá er deila Ísraela og Palestínumanna enn óleyst, en það var einmitt eitt af höfuðmarkmiðum Clintons síð- ustu dagana í forsetastóli að leiða hana til lykta. Sigur Bush er okkur Íslendingum í hag varðandi tvíhliða samskipti landanna. Bandaríkin hafa löngum verið ein helsta vinaþjóð okkar og verða væntanlega áfram. Bush hefur þegar sett sig vel inn í sameiginleg málefni okkar, og fyrirhugaður fundur Davíðs Oddssonar og Colins Powell í Washington síðar í mánuðinum bendir til þess að lausn sé í sjónmáli varðandi varnarmálin. ■ 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Bush þarf að sameina þjóðina. Bandaríkjaforseti FRÁ DEGI TIL DAGS Þótt sigur Bush í kosningunum sé afgerandi og hann hafi meirihluta þeirra sem tóku þátt í kosn- ingunum á bak við sig er ekki þar með sagt að hann hafi styrkt stöðu sína á jafn sannfærandi hátt í Evrópu og öðrum heimshlutum. Það er ekki nóg að stjórnvöld í ein- stökum löndum fagni endurkjöri hans, heldur verður hann líka að vera studdur af almenningi um heim allan ef honum á að farnast vel. ,, Í DAG SJÁLFSTÆÐI DÓMSTÓLA ÞORVALDUR GYLFASON Hvers vegna er Mugabe forseta svo mjög í mun að troða frændum og vinum í hæstarétt? Spurningin svar- ar sér sjálf: ef spillingin í kringum forsetann kemur til kasta dómstólanna, þá ríður á því, að traustir menn sitji í hæstarétti. ,, Vinningar eru: Bíómiðar á Forgotten Bolir, Bollar, Húfur, DVD myndir Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA FGF á númerið 1900 og þú gætir unnið. SMS LEIKUR 10. HVER VINNUR FRUMSÝND FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? BÍÓMIÐI Á 99KR? Æfur við hæstarétt “Miðaldra karlar“ Á dögunum var haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra að hún tæki ekki mark á rausi í „miðaldra körlum“. Þetta orðalag er umhugsunarefni. Átti þetta bara að vera sniðugt eða lýsir þetta virkilega viðhorfi ráðherrans? Athyglisvert er að stuðningsmenn hennar hafa tekið orðalagið upp eft- ir henni. Í grein hér í blaðinu á þriðjudag- inn talar Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri, um mælistiku á stjórnmál sem hönnuð sé af „miðaldra körlum“. Hvað skyldi vera sagt ef ungur stjórnmálamaður, karl- kyns, segðist ekki taka mark á „mið- aldra konum“ (nú eða „kerlingum“) eða vísaði til aldurs kvenna til að gera lítið úr skoðunum þeirra og viðhorfum? Er ekki líklegt að einhver færi að tala um fordóma? Ætli við mundum ekki heyra hljóð úr horni, til dæmis frá femínistum? Blogg hreyfir við mörkuðum Bloggið á netinu verður sífellt mikil- vægari þáttur í fjölmiðlun í heimin- um. Blaðamaðurinn Matt Drudge sem aleinn heldur úti fréttasíð- unni Drudgereport.com fær nú rúmlega tólf milljón heim- sóknir á dag. Margir þekktustu fjölmiðl- ar heims mega þakka fyrir að njóta at- hygli brots af þeim fjölda. Og þótt Drudge njóti kannski ekki álits og virð- ingar í samræmi við vinsældir síðunnar (frekar en götublöð eins og Sun í Bret- landi og Bild í Þýskalandi) hefur hann áhrif. Í fyrrakvöld greindi hann fyrstur manna frá því að samkvæmt væntan- legum útgönguspám væri forsetaefni bandarískra demókrata með áberandi sterka stöðu. Þetta leiddi til þess að gengi hlutabréfa á Wall Street seig nokkuð vegna þess að verðbréfaspek- úlantar mátu það svo að óvissuástand væri framundan. Það er svo annar handleggur að í ljós kom að útgöngu- spárnar voru að þessu sinni ekki í sam- ræmi við kosningaúrslitin. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ORÐRÉTT Annaðhvort eða Eitt þarf að hafa í huga og það er máltækið: „Þú fyrirgefur ann- að hvort algjörlega eða alls ekki“! Þetta ættu borgarbúar Reykjavíkur og borgarstjóri að hugleiða í tengslum við málefni olíufélaganna. Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræð- ingur um olíusamráðið. Viðskiptablaðið 3. nóvember. Heita skaltu Kúarektor ríkisbubba. Sverrir Hermannsson um Guðna Ágústsson landbúnaðaráðherra. Morgunblaðið 3. nóvember. Heldur? Þá hefur verið bent á að lýðræði og frjáls markaður fari hreint ekki svo vel saman. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna. DV 3. nóvember. Hneyksli? Borgarstjóra mistókst að kúga Bílanaust. Fyrirsögn á forsíðu DV. Tíðindi Þeim virðist fara fjölgandi, meira að segja í Framsóknar- flokknum, sem telja það ekki til helstu dyggða íslenska bóndans að stunda búhokur við þröngan kost. Staksteinar. Morgunblaðið 3. nóvember. Velferðarkerfið? Svíar verða oft veikir. Fyrirsögn í Morgunblaðinu. Örugg fjarlægð Ég veit það ekki. Það er samt svoleiðis núna þarna í Vatna- jökli. Ég held að það sé ekkert svo hættulegt, bara ef maður passar sig að fikta ekkert í því. Embla Sólrún Einarsdóttir, 5 ára, svar- ar spurningunni „hvað er eldgos?“ DV 3. nóvember.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.