Fréttablaðið - 04.11.2004, Page 26
Útlit er fyrir nokkuð vætusama helgi. Suðaustlægur vindur
og úrkoma einkum sunnan- og vestantil á morgun. Suð-
væstlæg átt og úrkomulítið á laugardag en á sunnudag
snýst hann aftur í suðaustan með vætu um allt land. Milt
verður í veðri víða 8 til 13 stig.
Ferðaþjónusta Iceland Express
Sími 5 500 600, icelandexpress.is
Kynnið ykkur skilmálana á icelandexpress.is
Nú geturðu notað MasterCard ferðaávísun upp í ferð með
Iceland Express! Þreföld ástæða til að brosa!
Nýir vinir Himinn og ha
f
-
S
Í
A
Margir kófsvitna bara við til-
hugsunina um einn spinning-tíma
í ræktinni. Það er þó aðeins dropi
í hafið fyrir hin fjögur fræknu:
Kristinn Karl Dulaney, Ingi-
björgu Richardsdóttur, Bjarna
Helgason og Sigrúnu Harðardótt-
ur. Þau lögðu af stað 27. maí í vor
í pílagrímsferð þar sem þau hjól-
uðu tæplega þúsund kílómetra á
Jakobsveginum svokallaða þvert
yfir Norður-Spán. Ferðin tók
mánuð en skildi mikið eftir sig.
„Ég hafði heyrt af þessari leið
og hafði einsett mér að ganga
hana. Ég leitaði að korti og upp-
lýsingum en var svo gefin bókin
Road to Santiago. Pílagrímaleiðin
er náttúrlega mjög þekkt leið og
margar bækur hafa verið skrif-
aðar um hana. Ég gluggaði einnig
í bókina Á Jakobsvegi eftir Jón
Björnsson þar sem farið er vel
ofan í sögu leiðarinnar. Ég kynnti
mér leiðina mjög vel og við
Bjarni ákváðum að hjóla hana því
við höfum verið að hjóla mjög
mikið saman,“ segir Kristinn en
Ingibjörg og Sigrún ákváðu sein-
na að skella sér með. „Við byrjuð-
um í spinning hjá Eyrúnu í
Hreyfingu um áramótin eftir að
við ákváðum að fara með. Okkur
fannst þetta vera það mikið ævin-
týri að við gátum hreinlega ekki
sleppt því,“ segir Sigrún.
Fjórmenningarnir hófu ferða-
lagið með því að fljúga til Stan-
sted á Englandi og þaðan til
Biarriz í Frakklandi. Þar eyddu
þau nokkrum dögum, skoðuðu sig
um og gerðu allt klárt fyrir ferð-
ina. Síðan hjóluðu þau til St.-
Jean-Pied-de-Port í Frakklandi
og skráðu sig inn á leiðina ef svo
má segja. Þar fengu þau ítarlegar
upplýsingar um til dæmis gisti-
staði og hjólreiðaviðgerðir á leið-
inni og einnig svokallað „píla-
grímavegabréf“. Á hverjum stað
sem þau stoppuðu á á leiðinni
fengu þau stimpil í vegabréfið og
á endanum, þegar komið var til
Santiago de Compostela á Spáni,
var farið yfir alla stimplana og
fengu ferðalangarnir syndaaf-
lausnarbréf fyrir vikið. „Hægt er
að skrá sig í ferðina á fleiri en
einum stað en St.-Jean-Pied-de-
Port er einn af aðalstöðunum,“
segir Kristinn og bendir á að
flestir gangi þessa leið.
Um áttatíu til hundrað þúsund
manns alls staðar að úr heimin-
um ferðast um Jakobsveginn á
hverju ári. Fjórmenningarnir
mæla tvímælalaust með Norður-
Spáni í sumarfríinu. „Það er allt
öðruvísi á Norður-Spáni en á sól-
arströnd. Öll leiðin er gróðursæl
og landslag stórbrotið. Veitinga-
staðir eru reknir af fjölskyldum
og það er enginn McDonalds í
sjónmáli. Umhverfið er miklu
hreinna og menningin allt önnur.
Það var helst að við þurftum að
venjast sólinni og mikilvægt er
að bera alltaf á sig sterka sólar-
vörn því sólin skín á mann allan
daginn,“ segir Ingibjörg en hin
fjögur fræknu fengu aldeilis ekki
nóg af hjólaferðum í sumar. „Það
er alltaf einhver ferð í bígerð.
Við getum sagt sem svo að ég eigi
hjólakort af Þýskalandi. Það er
líka draumur að fara til Ítalíu, til
dæmis til Toscana en það kemur
allt í ljós,“ segir Bjarni að lokum.
lilja@frettabladid.is
Fjórmenningar í öðruvísi sumarfríi:
Hjóluðu Jakobsveg
Hörpuskelin – tákn Jakobsvegarins
Santiago de Compostela er einn af tveim vinsælustu pílagrímastöðunum í
Evrópu. Hinn eru Róm sem hefur tvo lykla sem tákn. Tákn Jakobsvegarins er
hörpuskelin. Jakob var einn af lærisveinum Krists og er verndardýrlingur Spánar.
Margar sögur eru til af því af hverju hörpuskelin varð fyrir valinu sem tákn en ein
útgáfan hljóðar svo að aðalsmaður nokkur ætlaði að gifta sig. Hann fór ríðandi á
vesturströnd Spánar. Hesturinn fældist undir honum og hljóp í sjóinn. Aðdjúpt
var og maðurinn ósyndur. Heilagur Jakob lyfti þá manni og hesti úr sjó og voru
þeir alsettir hrúðukörlum og hörpuskeljum.
Hér er kort af leiðinni sem fjórmenning-
arnir hjóluðu.
Kristinn hæstánægður með að hafa náð í þrettán hundruð metra hæð.
Ný ferðaskrifstofa og umferðar-
miðstöð Iceland Excursions Allra-
handa var opnuð með pompi og
pragt síðastliðinn miðvikudag.
Ferðaskrifstofan er í Höfðatúni 12 í
Reykjavík. Þórir Garðarsson mark-
aðsstjóri segir að eftir að Bifreiða-
stöð Íslands var einkavædd hafi
Iceland Excursions verið meinaður
aðgangur að aðstöðu þar. „Það var
því ekki um annað að ræða en að
opna eigin umferðamiðstöð nálægt
miðbænum, þar sem góð tenging
væri við almenningssamgöngur og
staðsetningin góð með tilliti til
hótela,“ segir Þórir. „Niðurstaðan
varð að færa söluskrifstofuna í
stórt og glæsilegt húsnæði í Höfða-
túni, steinsnar frá Hlemmi, aðal-
bækistöð Strætó bs. „
Bifreiðafloti félagsins hefur
verið endurnýjaður verulega und-
anfarin ár og í dag er félagið er með
einn yngsta hópferðabílaflota á Ís-
landi. Hjá Iceland
Excursions Allrahanda starfa á
milli 50-70 manns. Auk þess að vera
ferðaskrifstofa annast félagið akst-
ur fyrir fatlaða, sér um
almenningsvagnaþjónustu fyrir
Mosfellsbæ og er með almenna
rútubílaþjónustu. ■
Iceland Excursions Allrahanda:
Ný ferðaskrifstofa í Höfðatúni
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is