Fréttablaðið - 04.11.2004, Qupperneq 44
Baugur í banka
Menn biðu spenntir eftir því hvort einhver stór við-
skipti yrðu með bréf Íslandsbanka fyrir hluthafa-
fundinn í gær. Skömmu fyrir fund skiptu bréf að
verðmæti tæplega 1,5 milljarðar um hendur
og þar með atkvæðisréttur upp á tæp 1,5
prósent. Bankinn hafði lækkað um
morguninn líkt og mörg önnur fyrir-
tæki, en rétti síðan úr kútnum. Við-
skiptin voru á genginu 9,7 og kaup-
andinn var Baugur. Nokkuð er um lið-
ið síðan Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, stóð í slag í kringum Ís-
landsbanka og ekki loku fyrir það
skotið að hann hafi ætlað að
leggja lóð á vogarskálar ef
kosið yrði í bankaráðið.
Lokagengi Íslandsbanka var
10 í gær og Jón Ásgeir með
þriggja prósenta ávöxtun frá
hádegi eða 46 milljónir.
Geest á matseðlinum
Breska matvælafyrirtækið Geest hækkaði á mark-
aði eftir að fjármálafyrirtækið Citigroup hækkaði
verðspá sína á fyrirtækið. Ástæða hækkunar mats-
ins er sú að Citigroup telur næsta víst að Bakkavör
ætli sér að yfirtaka fyrirtækið. Sérfræðingar á
breska markaðnum búast við allt að 650
pensum fyrir hlutinn í Geest, en gengið í
gær var 572 pens á hlut. Bakkavör hefur
ekkert mátt aðhafast við yfirtöku, en leiðin
verður greið 28. nóvember. Venja er að
menn sýni þá kurteisi að ryðjast ekki í yfir-
töku á fyrsta degi. Breskir sérfræðingar bú-
ast við að lagt verði í hann í byrjun
desember. Bakkavör og Geest
framleiða kældar matvörur og
auðvitað hugsanlegt að kæl-
ingu verði beitt á hlutabréf
Geest ef verðið spennist upp,
líkt og KB banki gerði við Sin-
ger and Friedlander.
Peningaskápurinn…
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.309
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 718
Velta: 7.497 milljónir
+2,89%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
24 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Lending náðist við kjör í
bankaráð Íslandsbanka.
Hún náðist þó ekki fyrr en á
elleftu stundu, rétt áður en
hluthafafundur hófst.
Allt fram til síðustu mínútu fyrir
hluthafafund Íslandsbanka leit út
fyrir að fylkingar tækjust á um
kjör í bankaráð Íslandsbanka.
Fylkingar náðu saman rétt áður
en fundur hófst og dró einn full-
trúi hvorrar fylkingar framboð til
baka og varð því sjálfkjörið í
bankaráðið. Einar Sveinsson var
endurkjörinn formaður banka-
ráðsins, en auk hans voru úr fylk-
ingunni kjörin í bankaráðið Karl
Wernersson, Jón Snorrason, Ró-
bert Melax og Steinunn Jónsdóttir.
Steinunn er fyrsta konan sem
kjörin er aðalmaður í bankaráð Ís-
landsbanka. Þessi hópur hefur nú
fulla stjórn á bankanum og fylkir
sér að baki forstjóra bankans,
Bjarna Ármannssonar.
Hin fylkingin fékk tvo fulltrúa,
þá Helga Magnússon og Úlfar
Steindórsson. Úr bankaráðinu fóru
Víglundur Þorsteinsson, Guð-
mundur B. Ólafsson og Orri Vig-
fússon, en Orri var kjörin vara-
maður í bankaráðið. Þessi fylking
telur sig eiga meira inni, en
Straumur gat ekki nýtt átta pró-
sent af hlut sínum í bankanum
vegna þess að ekki liggur fyrir
heimild Fjármálaeftirlitsins til
eignar meira en tíu prósenta hluts
Straums í bankanum.
Hin fylkingin mat stöðuna svo
að lífeyrissjóðir ætluðu sér ekki að
blanda sér í átök um stjórn bank-
ans og því einsýnt að ekki væru at-
kvæði fyrir nema einum manni
miðað við að Straumur gæti ekki
beitt fullum atkvæðisrétti.
Með þessari niðurstöðu er talið
að friður verði um stjórn bankans
um sinn. Hins vegar má búast við
að aftur verði tekist á um stjórn
bankans þegar og ef Fjármálaeftir-
litið samþykkir hæfi Straums til að
eiga virkan eignarhlut í bankanum.
Bjarni Ármannsson, forstjóri
bankans, fór yfir rekstur hans að
undanförnu. „Það eru spennandi
tímar fram undan hjá Íslands-
banka. Markviss vöxtur hefur skil-
að sér í traustum rekstri og mikilli
arðsemi,“ sagði Bjarni við hlut-
hafa bankans.
Engin sundrung einkenndi hlut-
hafa bankans á fundinum. Einróma
var samþykkt heimild til stjórnar
til hlutafjáraukningar sem bank-
inn hyggst nýta til frekari sóknar.
haflidi@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Actavis Group+1,38... Bakkavör
Group+5,86%... Burðarás hf. +1,28%... Atorka +3,00%...Grandi +0,00%...
Íslandsbanki +0,00%... KB banki +6,09%... Landsbankinn +0,00%...
Marel +4,53%... Medcare Flaga -0,81%... Og fjarskipti... +2,10%...Opin
Kerfi +1,52%... Samherji +0,00%... Straumur +0,00%... Össur -1,74%
Náðu samstöðu
Hlutabr.sj. Bún.bankans -1,95%
Össur hf. -1,74%
Medcare Flaga -0,81%
Landsbanki Ísl. hf. -6,69%
Og fjarskipti hf. -6,20%
Tryggingamiðst. hf. -4,76%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
sem gerast áskrifendur að DV í 12 mánuði
sem greiða með boðgreiðslum eða beingreiðslum
Sláðu til og komdu í hóp ánægðra áskrifenda DV. Allir þeir sem gera 12 mánaða
áskriftarsamning geta valið sér eina af þessum gjöfum. Takmarkað upplag er af
hverri gjöf þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Hringdu í síma 550 5000
og tryggðu þér áskrift að spennandi blaði - og veldu þér eina gjöf.
Áskriftarsíminn er 550 5000 - Hringdu núna!
Besta blandan - Þeir sem búa utan dreifingarsvæðis Fréttablaðsins
og gerast áskrifendur að DV fá Fréttablaðið og Birtu með - ókeypis.
Hvað vilt þú fá?
1 DVD - spilari frá Radíóbæ
4 mánaða leiga á öryggiskerfi ásamt uppsetningu!
Gisting í eina nótt fyrir tvo á Hótel Örk3
2
Öryggiskerfið er með:
• Innbyggðum hreyfiskynjara
• Dyra- og gluggaskynjara
• Fjarstýringu með neyðar-
og ræsihnapp í lyklakippu
-kominn tími til
Til sölu hjá
um helgar sími 845-6701
NÝ TORFÆRUHJÓL
ÁRGERÐ 2005
á ótrúlegu verði
3 litir
gult, svart,
orange, rautt
2 vélastærðir
150 cc kr. 298.000,-
200 cc kr. 329.000,-
Hagnaður Kaldbaks nam 1.737
milljarðar króna á þriðja ársfjórð-
ungi. Hagnaður félagsins skiptist
þannig að óinnleystur hagnaður
nemur 1.149 milljörðum en inn-
leystur hagnaður nemur 587 millj-
örðum króna.
Decode tapaði 856 milljónum
króna á þriðja ársfjórðingi og
hefur taprekstur félagsins aukist til
muna frá sama tíma í fyrra þegar
þegar tæplega 90 milljón króna
tap var á rekstrinum. Skýring auk-
ins taps er minnkandi tekjur og
aukin vaxta- og þróunakostnaður.
Gengi krónunnar hækkaði um
0,45% í gær. Gengisvísitalan fór
lægst í 120,50 en hún byrjaði dag-
inn í 121,20.
Gengi dollara lækkaði í dag
einkum vegna óvissu tengda for-
setakosningum.
Fjárfestar önduðu léttar í gær,
en úrvalsvísitala Kauphallar Ís-
lands hækkaði eftir tíu daga
lækkun.
Sérfræðingar á markaði telja
að búast megi við áframhald-
andi sveiflum á markaði, en
lækkunarhrinunni löngu sé
lokið í bili. Vísitalan hækkaði
um 2,89 prósent og réttu nokkur
félög verulega úr kútnum frá
deginum áður. ■
Loksins hækkun
FRIÐUR Í BILI Talsverðar breytingar urðu á bankaráði Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans nýtur óskoraðs stuðnings meirihluta nýja
bankaráðsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R