Fréttablaðið - 04.11.2004, Síða 51
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2004
KK: Upphafið
„Lögin eru flest í hressilegri kantinum og spila-
gleðin er ósvikin. KK er einn af okkar allra bestu
ryþmablússöngvurum og hann er í fínum gír á
plötunni.“
PAL
Talib Kweli: Beautiful
Struggle
„Fylgifiskur Quality er tilraun Talib Kweli til þess að
skjótast upp á við í vinsældum. Hann á það skilið,
og honum gæti tekist það.“
BÖS
Elliott Smith: From a Basem-
ent on the Hill
„Hinsta kveðja Elliotts Smith er magnað meistara-
stykki. Ótrúlega heilsteypt miðað við „ókláraða
plötu“, sterk og ólýsanlega falleg. Hans verður sárt
saknað.“
BÖS
Cake: Pressure Chief
„Fimmta breiðskífa Cake er ágætis áminning um
hversu sérstök sveitin er. Fín plata, frá bragðmikilli
sveit.“
BÖS
Quarashi: Guerilla Disco
„Guerrilla Disco er mjög góð plata þar sem ákaf-
lega vel er vandað til verka. Quarashi er enn að
þróa sinn eigin stíl og virðist vera komin vel á veg
með það.“
FB
Nelly: Sweat
„Hin platan af þeim tveimur sem Nelly gaf út á
sama deginum. Sletta af því sama og Suit bauð
upp á, ekki slæmt. Nelly hefði þó átt að gefa út
eina langa, skothelda plötu, en að þynna sjálfan
sig út á tvær.“
BÖS
Jan Mayen: Home of the Free
Indeed
„Lagasmíðin er oft mjög áhugaverð, stutt í húmorinn
og þar kemur, oft á tíðum, óþétt spilerí Jan Mayen
betur út en ef hlutirnir hefðu verið pússaðir til. Það
gerir útkomuna aðeins pönkaðri og hrárri en ella.“
SJ
The Music: Welcome to the
North
„Ungliðarnir í The Music standast pressuna og
skila af sér annarri frábærri breiðskífu. Heildin
heldur þó ekki athyglinni eins lengi og frumburður
þeirra gerði.“
BÖS
Tom Waits: Real Gone
„Tom Waits gerir sér lítið fyrir eftir 17 hljóðverspöt-
ur og gefur út enn eitt meistarastykkið. Hann hefur
ekki hljómað eins hrár og óbeislaður síðan á The
Black Rider.“
BÖS
Rammstein: Reise, Reise
„Reise, Reise er það slakasta sem hefur komið frá
Rammstein en það breytir því ekki að hér er á ferð-
inni fínerís plata. Það vantar þó nokkuð upp á kraft-
inn sem hefur einkennt fyrri verk sveitarinnar.“
ÞÞ
Nelly: Suit
„Önnur af tveimur breiðskífum sem Nelly gaf út
sama dag. Suit dásamar góða lífið og Nelly hljómar
þakklátur. Ágætisskammtur af vönduðu poppi.“
BÖS
R.E.M.: Around the Sun
„R.E.M snýr aftur með plötu sem á að vera sú póli-
tískasta í langan tíma. Það breytir ekki þeirri stað-
reynd að á hana vantar sárlega slagara.“
BÖS
Bubbi: Tvíburinn
„Fín plata frá Bubba. Gaman væri að heyra hann
færa sig enn þá meira út í kántríið því þar er hann
greinilega á réttri hillu.“
FB
Birgir Örn Steinarsson
Freyr Bjarnason
Pétur Atli Lárusson
Smári Jósepsson
Þórarinn Þórarinsson
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
Brain Police: Electric Fungus
„Frábær plata frá Brain Police og varla veikan blett
að finna. Jenni söngvari fer á kostum og hífir lögin
upp í hæstu hæðir.“
FB
PLATA VIKUNNAR