Fréttablaðið - 04.11.2004, Síða 54

Fréttablaðið - 04.11.2004, Síða 54
34 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… Grasrót # 5 í Nýlistasafninu á Lauga- vegi 26. Sýningunni lýkur nú á föstudag- inn 5. nóvember kl. 18. Hluti sýningarinn- ar sem er í sal Orku- veitu Reykjavík- ur 100˚ stendur til 12. nóvem- ber... Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, klukkan 19.30. Úrval tónlistar eftir hlómsveitina Ný dönsk. Hljómsveitar- stjóri er Bernharður Wilkinson... Sýningu á þeim 5 stuttmyndum sem útnefndar hafa verið til Eddu-verðlaun- anna í ár í Haskólabíói í dag, klukkan 18.00. Heidi Strand opnar sýningu á verkum sínum í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík næst- komandi laugardag, 6. nóvem- ber. Á sýningunni eru sextán verk sem flest eru gerð á ár- inu 2004. Verkin eru unnin með ásaumi, vattstungu, „art-quilt“ og ullar- flóka. Myndefnið er einkum sótt í íslenska náttúru en er þó með alþjóðlegu ívafi. Þetta er 18. einkasýning Heidi- ar en hún hefur sýnt í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð auk Ís- lands. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, á Íslandi og austan og vestan hafs. Níu verka hennar hafa verið keypt af opinber- um aðilum á Íslandi, í Noregi og Finnlandi. Heidi er norsk að uppruna en hefur verið búsett á Íslandi síðan 1980. Hún er félagi í SÍM og Íslenska textílfélaginu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-18 til 21. nóvember, þann tíma sem Ráðhúsið er opið, og er aðgangur ókeypis. Kl. 20.00 Salurinn í Kópa- vogi. Tómas R. Einarsson og Havanabandið flytja latíndjass. menning@frettabladid.is Þráðhyggja í Ráðhúsinu Haukur, Hans og Caput Gestaleikurinn Listin að deyja verður sýndur í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Sýning um tvo trúða sem hafa fylgst að alla tíð. Listin að deyja er heitið á gesta- leik sem boðið er upp á á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Sýn- ingin kemur frá Danmörku og er eftir þá Kristján Ingimarsson og Paolo Nani, sem eru meðal fræg- ustu látbragðsleikara í Danmörku í dag. Listin að deyja, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og notið mikilla vinsælda, fjallar um tvo trúða sem hafa fylgst að alla tíð en nú fær annar þeirra skila- boð um að hann eigi að deyja. En hvernig getur trúður dáið? Það er nú það. Önnur spurning hlýtur að vera hvernig það geti verið list að deyja. Fyrir höfundunum tveimur, sem einnig leika trúðanna, er afar ein- falt svar við því. „Þetta er spurning um listina að lifa. Í henni felst list- in að sættast við dauðann.“ Þeir Kristján og Paolo segja að slíkt sé nokkuð sem sé fjarri okkar vestræna hugsunarhætti. „Það er litið á dauðann sem tabú og við óttumst hann. Vegna áhrifa frá kvikmyndum og öðrum banda- rískum kúltúr, hafa hugmyndir um dauðann orðið til þess að við erum sífellt að reyna að ná lengra á veraldlegan mælikvarða – í stað þess að njóta lífsins eins og það er hér og nú. Ef þú nýtur lífsins eins og það er, hér og nú, óttastu ekki dauð- ann, vegna þess að þá er hann ekki ógnandi endir sem stöðvar fram- gang þinn. Lífið er núna, en það þýðir ekki að þú eigir að sitja auð- um höndum, heldur að takast á við það á meðvitaðan hátt. Það er list- in að lifa og listin að lifa felur í sér dauðann, vegna þess að allir hlutir fela í sér andstæðu sína. Gott og slæmt, bjart og dimmt, ást og hatur. Ef þú ætlar þér að vinna aðeins út frá annarri hliðinni, er nokkuð víst að þér mistekst. Grímurnar tvær sem einkenna hlátur, önnur hlæjandi, hin grát- andi, endurspegla öfgar tilfinn- inganna og segja okkur að þú getur ekki hlegið nema geta grát- ið. Ef þú velur aðeins hláturinn, verður allt sem þú gerir einhliða og skortir dýpt. Þess vegna eru góðir gamanleikarar líka alltaf góðir dramatískir leikarar.“ Þetta segja Kristján og Paolo að sé ástæðan fyrir því að þeir velja að vera í hlutverki trúðanna í Listinni að deyja. „Trúðar eru fulltrúar fyrir hvort tveggja hlátur og grát. Það er, hins vegar, útbreiddur misskilningur að trúð- ar séu alltaf hlæjandi. Þeir eru bernskir og hafa því hæfni til þess að sjá í gegnum grímur þeirra fullorðnu og reglur og komast upp með að fara ekki eftir þeim. Þá erum við að tala um þessar ósýni- legu grímur sem felast, meðal annars, í starfstitli og stöðu. Trúð- ar eru eins og barnið í Nýju fötum keisarans. Það bendir á að kon- ungurinn sé ekki í neinum fötum. Það sama gerir trúðurinn.“ Hugmyndin að Listinni að deyja segja Kristján og Paolo hafa orðið til þegar þeir gengu eitt sinn saman um miðborg Kaupmanna- hafnar. „Við ræddum um hvað okkur langaði til þess að búa til sýningu sem fæli í sér öfgarnar tvær, lífið og dauðann og mark- miðið var að finna jafnvægi á milli þessara póla. Úr varð þetta verk sem er kómísk sýning, trúða- sýning og harmleikur.“ sussa@frettabladid.is Tónleikar voru í Listasafni Íslands síðastliðið mánudagskvöld þar sem Caput-hópurinn flutti verk eftir Hauk Tómasson og Hans Abrahamsen. Ingibjörg Guðjónsdóttir söng ein- söng og Anne Marie Abildskov lék einleik á píanó. Stjórnandi var Jóel Sachs. Þau gleðilegu tíðindi urðu á haustdögum að Haukur Tómasson fékk Norðurlandaverðlaunin fyrir óperu sína, Fjórði söngur Guðrúnar. Í tilefni þess að einmitt þennan dag fór Haukur út til Svíþjóðar til að taka við verðlaununum voru tónleikarnir haldnir. Á efnisskránni voru nokkur atriði úr fyrrnefndri óperu ásamt þremur verkum eftir danska tón- skáldið Hans Abrahamsen. Það var fróðlegt að heyra verkum þessara tveggja tónskálda stillt sam- an af ástæðum sem nú skal greina. Eftir síðari heimsstyrjöld ruddi sér til rúms í Evrópu og Bandaríkjunum tónsmíðastefna, sem nú orðið er yfirleitt nefnd avant garde. Stefnan byggði á þeirri kenningu, sem sögð var fengin frá Karli gamla Marx, að hverjum tíma tilheyrði ákveðin tónsmíðaaðferð. Grundvallaratriði kenningarinnar var höfnun á eldri tónlist og þar með efnivið hennar, tónum og takti. Í staðinn átti að hefja á stall hljóðið sjálft. Öðrum kenningum og stefnum var hafnað með þeim rökum að þær væru sögulega rangar, tímaskekkja. Avant garde-stefnan fór í upphafi sem ferskur vindblær um sali tónlist- arinnar. Það breyttist fljótt er hún tók að ná fótfestu í skólum og öðrum stofnunum því kenningin er óum- burðarlynd gagnvart öðrum viðhorf- um til tónlistar. Hin sögulega rétta aðferð bar auk þess listrænt séð dauðann í farteskinu því ríkasta og frjóasta efnivið tónlistarinnar, tónun og takti, hafði verið fleygt og eftir stóð hljóðið sjálft sem ekkert er hægt að gera við annað en endur- taka aftur og aftur. Það hafa nú Avant gardistar nú gert í bráðum hálfa öld. Þessi stefna er fyrir löngu orðin steinrunnið nátttröll sem stendur framþróun fyrir þrifum vegna þeirra valda sem stuðnings- menn hennar njóta. Það hefur verið mjög erfitt um langt árabil fyrir ný tónskáld að hasla sér völl án þess að hlýða hinni réttu kenningu, þó æ fleiri dæmi sjáist um slíkt. Haukur Tómasson er einn þeir- ra sem hafa viljað halda í sjálfstæði sitt. Hann er alinn upp, eins og flest- ir jafnaldrar hans, í tónskáldastétt sem avant garde-maður, en hefur verið óragur við að feta eigin slóð. Atriðin úr Fjórða söng Guðrúnar sýna þetta vel. Ekki aðeins er að finna þar skýrar laglínur og grípandi hreint hljóðfall, heldur notar hann þennan efnivið á sinn persónulega hátt til úrvinnslu. Þetta er það sem gefur verkinu skýrastan svip og sterkast aðdráttarafl. Verkin þrjú eftir Abrahamsen eru hins vegar greinileg avant garde- verk. Hann stendur Ligeti-megin í fylkingunni og notar ívaf úr minimal- isma. Abrahamsen kann sitt fag vel, þekkir hljóðfærin og verkin eru áheyrileg. Þeirri tilfinningu verður hins vegar ekki vikið frá að maður hafi heyrt þetta allt oft áður. Caput-hópurinn flutti þessa tón- list mjög vel undir skýrri stjórn Joels Sachs. Anne Marie Abildskov átti gott framlag á píanóið í píanó- konsert Abrahamsen en mestu til- þrifin sýndi þó Ingibjörg Guðjóns- dóttir sem söng aríur Guðrúnar með glæsibrag. Að sjá í gegnum grímur ! TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Listasafn Íslands CAPUT NR. 45 - 2004 • Verð kr. 599 ÁSTARFLÆKJUR Í LEIKHÚSINU! Allir með öllum? Sæt í umfer ð! Besta d agskrái n! 4.-10.no v. BOTNLANGINN SPRAKK! Hannes Hólmstein n fársjúkur: Bjarki Gunnlaugs og Tinna Alavis: POPPSTJÖRNUR Á GLÆSIKERRUM! Jónsi og Birgitta: BAKSVIÐS 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 SJÓÐHEIT ÚTI Á LÍFINU! 01 S&H FORS Í‹A3704 TBL -2 1.11.20 04 17:35 P age 2 Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! HJÁLMAR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR Heill og sæll eftir hjartaaðgerð! Nýir gagnrýnendur Tveir nýir bókmenntagagnrýnendur hafa hafið störf á Fréttablaðinu, þau Melkorka Óskarsdóttir og Hlynur Páll Pálsson. Melkorka lauk BA- prófi í almennri bókmenntafræði frá HÍ 2004. Hún hefur síðan verið aðstoðarkona framleiðsludeildar í kvikmyndinni A Little Trip to Heaven og verið meðlimur í leikhópunum Lifandi leikhús og Götuleikhúsi Reykjavík- urborgar. Melkorka var í ritstjórn poli- tik.is, vefrits Ungra jafnaðarmanna 2002-2003; varaformaður Stúdenta- leikhússins 2002-2003 og formaður Heimsþorps – samtaka gegn kyn- þáttafordómum á Íslandi 2001-2003. Hlynur lauk BA- prófi í almennri bókmenntafræði frá HÍ. Hann var helsti hvatamaður að endurreisn Stúdentaleikhúss- ins, var formaður þess 2000-2001 og tók þátt í fjölda uppsetninga. Hlynur hefur starfað við leikhús, kvikmyndir og tekið þátt í menningartengdum atburðum á Ei- ríkshátíð, Galdrahátíð og Menning- arnótt. Hann starfar nú sem sviðs- maður á Stóra sviði Þjóðleikhússins. MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON CAPUT-TÓNLEIKAR Það hefur verið mjög erfitt um langt árabil fyrir ný tónskáld að hasla sér völl án þess að hlýða hinni réttu kenningu TRÚÐAR ERU BERNSKIR Ef þú velur aðeins hláturinn, verður allt sem þú gerir einhliða og skortir dýpt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.