Fréttablaðið - 04.11.2004, Síða 55
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2004 35
Heillandi ráðgáta
„Það á ekki að mæla lífið í gáfum. Það
á að mæla það í gleði,“ segir á einum
stað í Barn að eilífu, heillandi sögu um
óvenjulegt lífshlaup föður og dóttur.
Bókin fylgir sögu dótturinnar frá
fæðingu til átján ára aldurs og það er
óhætt að segja að frásögnin er æði
skrautleg, að minnsta kosti lengi fram-
an af. Dóttirin, sem virðist vægast sagt
bráðger – farin að ganga sjö mánaða,
tala, jafnvel mynda heilar setningar
upp úr eins árs og virðist þroskast um
tvö ár í senn fram til þriggja, fjögurra
ára; vekjandi furðu og hrifningu þeirra
sem á horfa og hlýða, væntingar for-
eldra og ættingja – reynist búa yfir
leyndum galla.
Að vísu eru vissir þættir í fari barns-
ins unga sem vekja upp áleitnar efa-
semdir um þroskaferli og hegðunar-
mynstur hjá foreldrunum strax þessi
fyrstu ár en er vinkað í burtu af þar
til gerðum starfsmönnum heilbrigðis-
kerfisins. Langar og óeðlilegar
vökunætur, höfnun barnsins á snert-
ingu virkar ekki eðlilega á foreldrana
en þeim er sagt að þetta lagist.
Ekkert lagast. Allt versnar. Og þar
kemur að foreldrarnir standa frammi
fyrir því að horfa upp á barnið sitt
þroskast aftur á bak í stað þess að
þroskast áfram.
Margar bækur hefur maður lesið
um átök fólks við lífið – en enga eins
og þessa. Þótt hér sé sagt frá lífs-
reynslu sem er full af öfgakenndum
sársauka, er sagan svo skemmtileg að
það er ekki hægt að leggja bókina frá
sér. Dóttirin, sem er hrikalega erfið,
er svo uppátækjasöm, sniðug og
skemmtileg að það er ekki hægt ann-
að en að heillast af henni, jafnvel þótt
samúðin með foreldrunum risti djúpt.
Um það leyti sem stúlkan byrjar í
skóla, er afturábak-ferlið í þroska
hennar orðið ljóst – og síðan versnar
ástandið andlega og líkamlega. Allir
standa ráðþrota frammi fyrir meini
sem ekki er hægt að skilgreina eða
gefa heiti til þess að róa skilningsvana
og dómhart umhverfið. Foreldrarnir
sitja uppi með barn sem lætur ekki að
stjórn og hafa ekkert haldbært til þess
að útskýra, eða réttlæta, hegðun þess.
Barnið er ráðgáta.
Sigmundur Ernir hefur valið að
segja söguna blátt áfram, upphrópun-
ar- og dramalaust. Þetta er saga af
hversdagslífi mjög óvenjulegrar fjöl-
skyldu. Frásögnin er æðrulaus, svo full
af ást og hlýju – allri þeirri ást og hlýju
sem barnið hafnaði – að stúlkan sem
örugglega enginn vildi eignast, eignast
nógu mikið pláss í hjarta lesandans til
þess að honum finnist hann hafa rétt
á að spyrja hvað sé að frétta af henni
núna. Eins og hverjum öðrum ná-
komnum ættingja.
Barn að eilífu er einhver fallegasta
og besta lífsreynslusaga sem ég hef
lesið, auk þess að vera margfalt betur
skrifuð en maður á að venjast. Hún er
saga um ógnvekjandi hliðar kærleik-
ans, takmarkalausa og sanna ást og
eftir lestur bókarinnar stendur maður
frammi fyrir því að hafa hlotið óvenju-
lega lífsreynslu og aukinn skilning á
margbreytileika lífsins.
0
50.000
100.000
150.000
200.000
Fréttablaðið Ríkissjónvarpið Stöð 2 Morgunblaðið Skjár 1
*F
jö
lm
ið
la
kö
nn
un
G
al
lu
ps
, o
kt
ób
er
2
00
4.
T
ek
ið
e
r t
ill
it
til
fr
íd
re
ifi
ng
ar
M
bl
.
Te
ki
nn
e
r m
eð
al
le
st
ur
p
r.
da
g
og
u
pp
sa
fn
að
m
eð
al
áh
or
f á
s
jó
nv
ar
p
pr
. d
ag
.
**
A
BS
-s
ký
rs
lu
r u
m
m
ag
n
í d
ag
bl
öð
um
Bilið breikkar
Mest notaði fjölmiðill á Íslandi - daglega
Viðskiptavinirnir velja Fréttablaðið!
Fréttablaðið er sá fjölmiðill sem flestir Íslendingar koma að á hverjum degi*
Að meðaltali 69% landsmanna les eða flettir blaðinu hvern dag.
Ríkissjónvarpið er í öðru sæti, en 62% landsmanna að meðaltali
fylgist með því á hverjum degi. Morgunblaðið er fallið í 4 sætið, og sé tekið tillit til
frídreifingar í könnunarvikum er blaðið nú komið niður í tæp 46% í lestri*.
Yfirburðir Fréttablaðsins á dagblaðamarkaðnum eru verulegir.
Það er alveg sama hvaða hópur er skoðaður. Fréttablaðið gnæfir yfir aðra prentmiðla á
markaðnum. Stærstu birtingahúsin á landinu verja nú yfir 70% af
dagblaðabirtingamagni sínu í Fréttablaðið - eðlilega.** Hvar er þín auglýsing?
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
1
1
0
4
69%
62%
55%
46%
38%
Fjöldi lesenda/áhorfenda
Hjá Almenna bókafélaginu erkomin út Rauð mold eftir Úlfar
Þormóðsson. Um er að ræða sögu-
lega skáldsögu, sjálfstætt framhald af
Hrapandi jörð sem kom út 2003 og
fjallar um Tyrkjaránið
og ferð hinna her-
leiddu Íslendinga suð-
ur. Í Rauðri mold er
lýst lífsbaráttu Íslend-
inganna í þessum nýja
veruleika; persónurnar
heyja harða baráttu
við andsnúin yfirvöld,
veita lífi sínu í nýjan og ókunnan far-
veg og kljást við ágenga heimþrá. Og
á sama tíma taka Íslendingarnir þátt í
heiftugum átökum í æðstu stjórn hins
nýja heimalands. Samhliða meginfrá-
sögn bókarinnar eru raktar ævintýra-
legar örlagasögur sem fléttast listilega
saman við söguþráðinn og mynda
sterka heild sem er í senn spennandi,
fróðleg og sveipuð suðrænni dulúð.
Vaka/Helgafell hefur gefið út Sak-leysingjana eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson. Dagur Alfreð Huntingfield
fæddist á hurð á norðanverðu Íslandi
á fyrri hluta 20. aldar. Bernska hans er
viðburðarík, hann flyst út í heim og í
lífi hans vegast á ljós og skuggar áður
en örlögin leiða hann aftur til Íslands.
Eftir sársaukafullt upp-
gjör rifjar hann upp
ótrúlegt lífshlaup sitt til
þess að leggja í dóm
annarra hvort hann sé
sekur eða saklaus. Í
þessari áhrifamiklu
bók hrífur Ólafur
Jóhann Ólafsson les-
andann með í magnað ferðalag þar
sem sögusviðið er Ísland, England,
Indland og Bandaríkin. Um leið og
óvenjuleg ævi og örlög Dags Alfreðs
eru í forgrunni fléttast inn í líf hans
saga margbrotinna einstaklinga – og
þeirrar aldar sem nú er að baki. Sak-
leysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
er stórbrotin saga um mannlegan
breyskleika, djúpa einsemd, ást, sökn-
uð og mikil örlög.
Hjá Máli og menningu er komin útljóðabókin Lesarkir landsins eftir
Sigurlaug Elíasson. Í bókum sínum
hefur Sigurlaugur þró-
að ljóðmál sem með
tilstilli jarðbundinna
lýsinga er nákomið og
þekkilegt en hefur um
leið fólgið í sér breidd
og dýpt. Í Lesörkum
landsins er myndmál-
ið ríkt og gjöfult, sum-
arljóð og glaðlegar svipmyndir áber-
andi; sólskin og gróður, náttúra, veiði-
skapur og kímni. Sigurlaugur er mynd-
listarmaður og rithöfundur, búsettur á
Sauðárkróki. Lesarkir landsins er átt-
unda ljóðabók hans en fyrsta bók
hans, Grátónaregnboginn kom út
1985.
JPV útgáfa hefur sent frá sér bókinaHeppin eftir Alice Sebold en á síð-
asta ári kom út eftir sama höfund met-
sölubókin Svo fögur
bein. Áleitnar minn-
ingar Alice Sebold um
þá reynslu að vera
barin og nauðgað
átján ára að aldri gríp-
ur lesandann sterkum
tökum og heldur hon-
um föngnum. Með
beittum húmor og næmu auga fyrir
fjarstæðukenndum aðstæðum sem
komið geta upp í lífinu lýsir hún tilveru
sinni sem ungur háskólanemi fyrir og
eftir hrottafengna líkamsárás, hvernig
hún berst hatrammlega gegn einangr-
un og fordómum og baráttu hennar
við að ná fram réttlæti í dómskerfinu.
NÝJAR BÆKUR
BÆKUR
SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR
Barn að eilífu
Höf: Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Útgefandi: JPV útgáfa