Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Haukur Tómasson. Á samkomu American Scandinav- ian Foundation í Bandaríkjunum. 15. nóvember. 42 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR „Þetta ættfræðiverkefni okkar er alveg einstakt. Hvergi í heimin- um er verið að taka heila þjóð fyrir með þessum hætti,“ segir Oddur Helgason ættfræðingur, sem um árabil hefur safnað saman á einn stað ættfræðiupp- lýsingum um íslensku þjóðina. Ásamt félögum sínum, þeim Geir Jóhannessyni og Reyni Björnssyni, rekur Oddur ætt- fræðiþjónustuna ORG, sem er til húsa suður í Skerjafirði. Oddur er stórhuga fyrir hönd ættfræðinnar, sem hann vill reyndar frekar kalla þjóðfræði því hún er sannkallaður fjársjóð- ur af upplýsingum um þjóðlífið hér á landi, jafnt fyrr á öldum sem fram á okkar tíma. „Ég vil að stofnuð verði holl- vinasamtök um ættfræðina alveg eins og gert er með Þjóðminja- safnið, og þá er hægt að vinna þetta af einhverju viti. Við erum ekki í þessu til að græða, en því miður hafa menn farið út á villi- götur í þeim efnum. En það er alveg nauðsynlegt að fólk beri virðingu fyrir og hafi skilning á þessum merka þjóðararfi okkar Íslendinga.“ Margt brennur reyndar á Oddi þessa dagana, því hann telur nauðsynlegt að treysta grunninn undir rannsóknir sínar, sem hefur verið ýmsum takmörkunum háð- ur. „Akkilesarhællinn hjá okkur er þetta dos-forrit, sem við not- um, því við getum ekki unnið að grunninum nema á einni tölvu í einu.“ Dos-forritið er gamla Espólín- forritið hans Friðriks Skúlasonar, sem Oddur vill að verði uppfært yfir í Windows-útgáfu sem fyrst. „Hann Friðrik er tilbúinn til þess hvenær sem er en til þess vantar auðvitað fjármagn.“ Þar fyrir utan eru enn á- kveðnir lagalegir annmarkar á ættfræðirannsóknum, því sam- kvæmt reglum Evrópusambands- ins eru þær í raun og veru bann- aðar. „Þessar reglur eru arfur frá nasistatímanum. En lausnin er að setja sérstök lög hér á landi um ættfræðirannsóknir eins og gert hefur verið á Norðurlöndunum og Írlandi og Skotlandi.“ Oddur óttast hálfpartinn að þurfa að flytja starfsemi sína úr landi, takist honum ekki að koma þessum baráttumálum í höfn. „Ég ætla samt ekki að standa á götunni með þetta. Þá flyt ég heldur með þetta allt til Utah. Mormónarnir segjast vera tilbún- ir til að veita þar alla aðstoð sem þarf til að ljúka verkefninu.“ ■ Kenningar eru uppi um að rokksveitin U2 hafi stolið laginu Nobody’s Fool með Vinyl fyrir tit- illag nýjustu plötu sinnar, Vertigo. Egill Tómasson, gítarleikari Vinyl, hefur heyrt U2-lagið og játar að það svipi svolítið til Nobody’s Fool. „Ég held nú samt að þetta sé bara skemmtileg tilviljun,“ segir hann. „En diskurinn okkar hefur samt farið víða og margir heyrt hann, þannig að maður veit aldrei,“ segir hann og hlær. „Annars eru U2 að hverfa dálítið aftur á gamlar slóðir í þessu lagi. Ég man að ég pikkaði upp það sem þeir voru að gera hér á árum áður þannig ég hef altént orðið fyrir áhrifum frá þeim. Það væri samt spurning um að krefjast þess að fá höfundartekjur af þeim. Þá myndi maður eiga að- eins fyrir salti í grautinn.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erlendar stórsveitir eru sakaðar um að hafa stolið frá íslenskum sveitum. Skemmst er að minn- ast þess þegar Blur var sagt vera undir miklum áhrifum frá Botnleðju í laginu Song 2. Hafði Botnleðja þá skömmu áður hitað upp fyrir Blur á tónleikaferða- lagi um Bretland. ■ U2 stelur frá Vinyl EGILL TÓMASSON Spurning hvort það er ekki bara heiður fyrir strákana í Vinyl að vera bendlaðir við U2. ODDUR OG GEIR Þeir félagar vinna ásamt samstarfsfólki sínu að því að safna saman ættfræðiupplýsingum um íslensku þjóðina. ODDUR HELGASON: ER TILBÚINN TIL AÐ FLÝJA MEÐ ÆTTFRÆÐINA TIL UTAH Gæti endað hjá mormónum 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 AÐ MÍNU SKAPI ÞÓRIR GEORG JÓNSSON TRÚBADOR, TROMMULEIKARI OG BÚÐARMAÐUR: TÓNLISTIN Svona rétt eftir Airwaves-hátíðina eru vissu- lega margar hljómsveitir sem skjótast upp í kollinn á mér og eru að mínu skapi. Þó kannski helst að „Hot Chip“ steli senunni. Ég hef verið að hlusta á plötuna þeirra síð- ustu vikur og ekki minnkaði áhuginn þegar ég sá þá spila á tónleikunum, sem báðir voru alveg meiriháttar. BÓKIN Vegna brjálaðs annríkis hef ég óvenju lítið kíkt í bækur að undanförnu og þykir það miður. Ég hef þó gefið mér stund og stund til að lesa smásagnasafn J.D. Salinger sem er, ásamt „The Catcher In The Rye“, algjör skyldulesning. Gerir manni dáldið kleift að líta hlutina öðrum augum. BÍÓMYNDIN Ég er nú ekkert sérstaklega vandlátur á kvikmyndir. Geri þá einu kröfu að sjá eitt- hvað sem ég get slökkt mér yfir í einn og hálfan tíma. Þó eru nokkrar bíómyndir í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega mynd- irnar hans David Lynch. Ég hef dálæti á Lynch sem listamanni því hann setur sér engar reglur né fylgir formúlum og gerir þannig afar sérstakar myndir. BORGIN Því miður hef ég ekki enn haft tækifæri til að ferðast mikið um heiminn, en af öllum þeim stöðum sem ég hef heimsótt kann ég best við mig hér í Reykjavík. Það er einhver spenna í loftinu hérna sem ég fíla. Þessi stórborgarfílingur sem allir keppast við að viðhalda í litla 101-póst- númerinu. BÚÐIN Búð að mínu skapi er hvaða plötubúð sem er. Þá sérstaklega ef þar er að finna eitthvað meira og bitastæðara en einungis það sem selst best og er á vinsældalistunum. VERKEFNIÐ Platan mín leit loksins dagsins ljós í síðustu viku og þessa dagana einbeiti ég mér að því að koma henni almennilega út og fylgja henni eftir. Einnig tók ég að mér að tromma eina tónleika fyrir félaga mína í Singapore Sling á Airwa- ves og þótti það afar skemmtilegt. Kann best við stórborgarfílinginn í Reykjavík ...fær Óttar Felix Hauksson fyrir óbilandi trú á ítölsku barna- stjörnunni fyrrverandi Robertino. Óttar Felix keypti útgáfuréttinn að plötum hans og hefur gefið þær út um allan heim. Nú ætlar hann að halda tónleika með Ro- bertino hér á landi. HRÓSIÐ ■ TÓNLIST – hefur þú séð DV í dag? Borgarstjóri fór til Kanada að njósna um Irving Oil Lárétt: 2 mann, 6 bjó til klæði, 8 nákom- inn, 9 hrós, 11 leit, 12 ákveðin beiðni, 14 á litinn, 16 * * name, 17 snjó, 18 hvíldu, 2o verkfæri, 21 uppspretta. Lóðrétt: 1 manneskjur, 3 keyri, 4 fugl- anna, 5 litlaus, 7 fyrirboði, 10 ummerki, 13 viljug, 15 skrautmunur, 16 málmpinni, 19 sameinuðu þjóðirnar ( enska). LAUSN. Lárétt: 2segg,6óf, 8kær, 9lof, 11sá, 12krafa,14brúnn,16no,17snæ,18 áðu,2oal,21lind. Lóðrétt: 1fólk,3ek,4gæsanna,5grá, 7 forboði,10far, 13fús,15næla,16nál, 19un. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.