Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 05.11.2004, Qupperneq 2
2 5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR ELDSVOÐI Eldur kom upp í eldhúsi tvíbýlishúss í Sandgerði um há- degi í gær. Fjölskyldufaðir var heima með tveimur sonum sínum. Reynir Sveinsson slökkviliðsstjóri í Sandgerði segir eldinn hafa verið mikinn þegar slökkvilið bar að. Ef ekki hefðu verið steinsteyptir veggir og loftplata í eldhúsinu hefði farið mun verr. Jón V. Ingvarsson húseigandi segir að athygli hans hafi verið vakin þegar hann heyrði gler springa í eldhúsinu: „Það skíðlog- aði í viftu inni í eldhúsi þegar ég leit þangað inn. Það er það fyrsta sem ég sá.“ segir Jón: „Þá var ég inni í svefnherbergi og synir mín- ir tveir þar inni af í öðru her- bergi.“ Jón segir að logað hafi í potti á eldavélinni og ekki ólíklegt að annar sonanna hafi skotist fram og kveikt undir. Eldsupptök séu þó ókunn sem standi. Hann hafi ætlað að slökkva eldinn en hafi fljótlega áttað sig á að það gengi ekki. Hann hafi því hlaupið til drengjanna og borið þá lítt klædda út og því næst hringt í Neyðarlínuna. Hann hafi ætlað aftur inn í húsið til að sækja fatnað á synina en eldurinn hafi magnast upp: „Það gaus upp mikill svartur reykur eftir að ég var búinn að opna út. Reykurinn varnaði því að ég kæmist aftur inn.“ Fólk hafi borið að og tekið drengina upp í bíl sinn. Kona Jóns, Aileen, var í vinnu en kom í snarhasti heim. „Henni var rosalega illa brugðið. Hún vissi ekkert um strákana og sá þá ekki þegar hún kom fyrst heim,“ segir Jón. Við slökkvistarfið fóru reykka- farar inn í íbúðina og gekk fljótt og vel að slökkva eldinn, að sögn Reynis: „Eldhúsið er stórskemmt og miklar reykskemmdir eru ann- ars staðar í íbúðinni. Hún er óbúð- arhæf.“ Jón tók atburðum dagsins af stóískri ró: „Ég hef oft verið hræddur um að þetta gæti gerst því hann hefur oft verið að fikta í tökkunum á eldavélinni og við höf- um reynt að passa þetta vel. Svo virðist sem það hafi ekki gengið ef ég giska á rétt eldsupptök.“ Mokað verður út úr húsinu í dag: „Húsið verður tæmt og allt dót sent suður og metið. Það verður þrifið og gert upp. Maður er ánægður ef maður kemst inn fyrir jól.“ gag@frettabladid.is hrs@frettabladid.is Miðlunartillaga: Mikil þátttaka KJARAMÁL Allt lítur út fyrir mikla þátttöku kennara í kosningu um miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrif- stofustjóri ríkissáttasemjara, seg- ir um fimm þúsund kjörseðla hafa verið senda út. Fjölmargir at- kvæðaseðlar hafi þegar skilað sér í hús. Kennarar hafi margir haft samband og leitað aðstoðar um hvernig ætti að fylla út kjörseðl- ana. Borið hafi á hræðslu við að fylla þá út á rangan hátt. - gag ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Ég reyni að gera eitthvað af viti.“ Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarð- eðlisfræði á raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur fylgst náið með eldgosinu í Grímsvötnum. SPURNING DAGSINS Magnús Tumi, hvað gerirðu milli gosa? Gæsluvarðhald: Ætlar ekki að áfrýja LÖGREGLA Magnús Einarsson, sem banaði Sæunni Pálsdóttur, eigin- konu sinni og móður tveggja barna, hefur ákveðið að una gæsluvarðhaldsúrskurði sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Magnús játaði strax að hafa orðið Sæunni að bana en staðfest hefur verið að hún lést þar sem þrengt var að öndunarvegi henn- ar. Vettvangsrannsókn í Hamra- borginni lauk í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var Magnús ekki til heimilis í Hamraborg þeg- ar hann banaði Sæunni. ■ HAMRABORG Heimildir herma að Magnús hafi ekki verið búsettur í Hamraborginni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ATKVÆÐI UM MIÐLUNARTILLÖGU Tekið verður við atkvæðaseðlum þar til klukkan eitt á mánudaginn. SÖFNUN Lionshreyfingin í Hafn- arfirði selur nú barmmerki til að safna fyrir farsímum fyrir syk- ursjúk börn. Elín Elísabet Jó- hannsdóttir er móðir sykursjúkr- ar stúlku og segir hún að farsím- inn hafi bjargað henni í sumar. Þannig hafi hugmyndin að þess- ari söfnun kviknað. „Við fluttum í nýtt hverfi og dóttir mín, sem er á þrettánda ári, hafði farið út að leika sér með stúlkum úr hverfinu. Með þeim fór hún í afmæli og rataði ekki heim. Þá fékk hún sykurfall og það sem bjargaði henni var að geta hringt heim,“ segir Elín. Hún segir að yngri börn geti ekki farið út að leika sér, nema á ákveðnum umsömdum stöðum, því þau kunna ekki að passa upp á sykurfallið. „Þau sem eiga far- síma geta farið út að leika sér og foreldrarnir geta alltaf hringt í þau til að minna þau á að sprauta sig. Að hafa farsíma gefur börn- unum tækifæri til að vera frjáls og fara um allt eins og hin börn- in.“ - ss Farsímasöfnun fyrir sykursjúk börn: Farsíminn bjargaði lífi dótturinnar SANDRA DÖGG ÓMARSDÓTTIR OG ELÍN ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR Farsíminn bjargaði Söndru í sumar þegar hún fékk sykurfall, villt í nýju hverfi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R PALESTÍNA Jasser Arafat, forseti Palestínu, liggur meðvitundarlaus á Percy-sjúkrahúsinu nærri París í Frakklandi. Í gær bárust fréttir um að Arafat væri látinn en lækn- ar á sjúkrahúsinu og aðstoðar- menn Arafats drógu þær fréttir til baka. Sögðu þeir hins vegar að ástandið væri mjög alvarlegt. Vegna ástandsins héldu palest- ínskir embættismenn neyðarfund þar sem farið var yfir valdahlut- föllin innan palestínsku stjórnar- innar. Völd Arafats hafa að stór- um hluta verið framseld til Ah- med Qureia forsætisráðherra. Meðal annars hefur honum verið falin efnahagsstjórn Palestínu. Fjöldi fólks kom saman á Vestur- bakkanum og Gaza til að sýna Arafat stuðning. Qureia fundar í dag með forsvarsmönnum örygg- ismála á svæðunum til að reyna að tryggja að óeirðir brjótist ekki út. Shaul Mofaz, varnarmálaráð- herra Ísraels, fundaði í gær með herforingum ísraelska hersins. Herinn hefur verið settur í við- bragsstöðu vegna óvissuástands- ins sem nú ríkir. Nú eru menn einnig farnir að velta því fyrir sér hvar Arafat verði jarðaður þegar hann deyr. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði alveg ljóst að hvorki yrði leyft að jarða hann í Jerúsal- em, né heldur Abu Dis, úthverfi borgarinnar sem tilheyrir Vestur- bakkanum. - th Völd Arafats hafa verið framseld til Ahmed Qureia: Jasser Arafat er meðvitundarlaus STUÐNINGUR Í GAZA-BORG Fjöldi fólks kom saman í Gaza-borg vegna fregna um að Arafat lægi milli heims og helju. Ísraelar óttast uppþot deyi Arafat. JÓN V. INGVARSSON OG FJÖLSKYLDA „Ef ég hefði ekki heyrt í glerinu springa hefði getað farið verr því ég fann enga lykt í sjálfu sér,“ segir Jón Ingvarsson, sem bar syni sína út úr brennandi íbúð þeirra í Sandgerði. Bar synina út úr brennandi íbúð Faðir bar unga syni sína úr brennandi húsi fjölskyldunnar í Sandgerði. Eldsupptökin eru ókunn. Faðirinn telur hugsanlegt að annar sonanna hafi kveikt undir hellu eldavélar. Sveitarstjórnir: Of dýr tillaga KJARAMÁL Gríðarleg óánægja og mikill kurr er meðal sveitar- stjórnarmanna með mikinn kostn- að miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara, að sögn Stefáns Jóns Haf- steins borgarfulltrúa. Það hafi komið fram á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Stefán Jón segir menn velta fyrir sér stöðunni sem komin sé upp í kjaraviðræðunum: „Sú kynning sem sýnd var á ráðstefn- unni gaf mönnum til kynna að þarna væru samningar sem væru geysilega dýrir og hefðu engan ávinning í för með sér fyrir sveit- arfélögin.“ - gag/ghg BARROSO MEÐ NÝJA TILLÖGU Jose Manuel Barroso, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagðist í gær vera alveg við það að klára nýja uppstillingu framkvæmdastjórnar sinnar. Hann dró fyrri uppstillingu sína til baka þegar ljóst var að þingmenn ESB myndi hafna henni. ELDUR Í POTTI Eldur kviknaði í potti á eldavél í íbúð í Völvufelli í Reykjavík klukkan rúmlega tólf á hádegi í gær. Húsráðendur náðu sjálfir að ráða niðurlögum eldsins. Nokkur reykur var í íbúðinni, sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins reykræsti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.