Fréttablaðið - 05.11.2004, Side 52

Fréttablaðið - 05.11.2004, Side 52
5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Dauði Elliott Smith í október í fyrra sló mig eins og blaut tuska í andlitið. Hann var kannski ekki allra, en þá sem hann snerti, sner- ti hann djúpt. Það voru ekki bara fréttirnar um að þessi þjakaði maður skyldi hafa stungið sjálfan sig til dauða sem voru sjokker- andi, heldur það að þessi tónlistar- maður hafi aldrei fengið þá viður- kenningu sem honum sæmdi. Hann náði líklegast aldrei blóma, því hann var einn af þeim sem gaf aldrei út slappa plötu. Það að fá síðasta verk hans, svona heilsteypt, ári eftir dauða hans er dýrmæt gjöf. Hann var víst að vinna að þessu þegar hann batt enda á líf sitt, og miðað við örlög hans hefði maður trúað því að þessi plata myndi vera dekkri en blek. Svo er ekki. Hún er með eindæmum falleg, og jafnvel hans besta verk frá upphafi. Textarnir eru framúrskarandi, eins og alltaf reyndar. Takast á við þá sjálfskvöl að vera óframfær- inn og feiminn. Miðað við þá mynd sem Elliott Smith gaf af sér í textum sínum, þá var hann vissu- lega læstur langt inn í sjálfum sér. Kannski var tónlistin hans eina leið til þess að tjá tilfinningar sín- ar? Aðeins í einu lagi opinberar hann sjálfsmorðshugleiðingar sín- ar. Það er í laginu The Last Hour, sem er magnað. Fallegasta lagið er þó Twilight. Fegurð þess er slík, að það er ómögulegt að ímyn- da sér að maður sem gat framleitt eitthvað jafn magnað hafi ekki séð ástæðu til þess að lifa lengur. Birgir Örn Steinarsson Svanasöngur á leiði ELLIOTT SMITH: FROM A BASEMENT ON THE HILL NIÐURSTAÐA: Hinsta kveðja Elliott Smith er magnað meistarastykki. Ótrúlega heilsteypt miðað við „ókláraða plötu“, sterk og ólýsanlega falleg. Hans verður sárt saknað. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Hinn kynlífsþyrsti Larry mættur til leiks á ný Tölvuleikur með hinni kynlífs- þyrstu persónu Larry er nýkom- inn út í fyrsta sinn í mörg ár. Kall- ast hann Leisure Suit Larry Magna Cum Laude og er bannað- ur börnum innan 18 ára. Í lýsingu á leiknum segir að kynlíf, áfengi og konur spili þar stærsta hlutverkið. Takmark þátt- takenda er að komast yfir sem flestar konur, þar sem persónan Larry Lovage, frændi hins upp- haflega Larry Laffer, er í aðal- hlutverki. Á milli þess sem hann reynir við konurnar drekkur hann brennivín og reynir að skemmta sér vel. Gerist leikurinn á heima- vist í bandarískum háskóla. Leikirnir um Larry voru afar vinsælir fyrir um það bil tuttugu árum þegar leikjatölvur fóru smám saman að verða sjálfsagð- ur hlutur á hverju heimili. Upp- rennandi tölvunirðir í gervi Larry flökkuðu á milli staða og reyndu að heilla dömurnar upp úr skón- um með því að spjalla við þær. Oftar en ekki mistókst Larry hins vegar illilega og fékk að launum vænan kinnhest frá dömunum. Mörgum þótti leikurinn ósæmilegur. Var hann sagður gera lítið úr konum og sýna þær sem einhvers konar kynlífsleik- föng fyrir karla. Ekki var hann talinn góður uppalandi fyrir unga tölvuleikjaspilara sem flestir voru farnir að hugsa í auknum mæli um hitt kynið. Hvað sem því líður þá geta þessir sömu spilarar nú endurnýjað kynni sín af Larry og séð hvort þeim gengur eitt- hvað betur í samskiptum sínum við hitt kynið. ■ ■ TÖLVULEIKIR LARRY Larry á gangi á nærbuxunum ein- um saman á höttunum eftir kvenfólki. Ekki fjarri honum er einmitt ung þokkadís. LARRY Larry á gangi á nærbuxunum ein- um saman á höttunum eftir kvenfólki. Ekki fjarri honum er einmitt ung þokkadís. Vandaður fullorðinsleikur Ólafur Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Skífunni, segist ekki vita til þess að kvartað hafi verið undan Leisure Suit Larry Magna Cum Laude leiknum í verslunum Skíf- unnar. Ólafur segir að leikurinn hafi vissulega vakið upp viðbrögð víða um heim og að hann hafi meðal annars verið bannaður í Ástralíu. Hann bendir þó á að Skífan sé aðili að Pegi-samtökunum og innan þeirra sé leikur- inn bannaður innan átján. „Þeir sem eru yngri en átján eiga ekki að spila þennan leik því þetta er fullorðins- leikur,“ segir hann. Ólafi finnst ekki óeðlilegt að slíkur leikur, þar sem keppst er um að komast yfir sem flestar konur og neyta áfengis og eiturlyfja, sé seldur. „Þessi leikur er hannað- ur fyrir fullorðna og fyrir þann markhóp er þetta mjög vandaður og skemmtilegur leikur.“ Ólafur vill ekki meina að verið sé að gera lítið úr konum í leiknum.“Ég vil ekki meina að verið sé að gera lítið úr konum heldur frekar verið að gera grín að aðalpersónunni sem er ólukkuleg í útliti og vexti. Í leiknum má meðal annars finna framagjarnar konur en vissulega eru þarna konur með brjóst í yfirstærð. En finnum við þær ekki hvar sem er í þjóðfélaginu? Ég held að leikurinn sé ekkert grófari spegill á þjóðfélagið en margt annað,“ segir Ólafur. Þótt bíómyndir og tölvuleikir séu bönnuð innan átján hafa verið brögð að því að börn undir aldri spili slíka leiki. Ólafur segir það vissu- lega vera staðreynd. „En þar kemur inn fræðsla og að foreldrar séu meðvitað- ir um hvað börnin eru að spila. Fólk hefur viljað banna allt en mér hefur fundist vanta aukna fræðsla í umræðuna. Foreldrar halda að tölvuleikir séu bara fyrir börn en markað- urinn hefur þró- ast í aðra átt,“ seg- ir Ólafur. Röng skilaboð Kristín Tómasdóttir, ráðskona í öryggisráði Femínistafé- lagsins, segist ekki hafa séð leikinn Leisure Suit Larry Magna Cum Laude en hún hefur heyrt af honum. Hún segir að eitt af markmiðum femínista sé að uppræta staðalímyndir eins og þær sem birtast í leiknum. „Svona leikir gera ekkert annað en að ýta undir staðalí- myndir. Slíkar ímyndir senda röng skilaboð út í samfé- lagið, hvort sem þú ert átján ára eða yngri,“ segir Krist- ín. „Ég sé heldur ekki hvað á að vera gott eða skemmtilegt við það að gera lítið úr konum. En þetta er einn af þeim þáttum sem eru orðnir sjúkir í samfélaginu þar sem allt gengur út á að selja og kaupa.“ Kristín segist ekki þekkja mikið til tölvuleikja en hefur heyrt af leikjum þar sem hóruhús og vændi koma við sögu. „Það er því miður ótrúlega mikið um óeðlilegt kynlíf í svona leikjum. Það birtist því mikil kvenfyrir- litning í þessum leikjum og mér finnst hræðilegt að það viðgangist í samfélaginu,“ segir hún. „Það er slæmt að slíkum skilaboðum sé komið út í samfélagið og það er alveg jafn ósanngjarnt fyrir bæði kynin.“ Félagar í Femínistafélaginu tóku sig til fyrir skömmu og límdu yfir tímaritið BogB í bóka- búðum þar sem það gefur sig út fyrir að vera karlrembutímarit. Kristín útilokar því ekki að fé- lagið grípi til álíka aðgerða gagnvart tölvuleikjum á borð við Leisure Suit Larry Magna Cum Laude. „Það er aldrei að vita hvernig við bregðumst við,“ segir Kristín. „Það er alveg sama með þennan tölvuleik og karlrembutímarit að ef við ætlum að ná einhverju fram í þessu samfélagi verðum við að bregð- ast við.“ HANN SEGIR – HÚN SEGIR » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.