Fréttablaðið - 05.11.2004, Side 53

Fréttablaðið - 05.11.2004, Side 53
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2004 TÖLVULEIKJAFRÉTTIR Macintosh eigendur geta fagnaðþeim gleðitíðindum að Doom 3 er kominn í framleiðslu hjá Id Software. Það er Aspyr Media Inc. sem er útgefandi leiksins fyrir Macin- tosh en ekki hefur verið staðfest ná- kvæmlega hvenær leikurinn kemur á markað. Doom 3 státar af glænýrri þrívíddarvél sem nýtir skugga og ljós í miklum gæðum til að skapa drungalegt andrúmsloft. Síðan Doom 3 kom út fyrir stuttu á PC hafa miðlar hlaðið yfir hann lofi og titlað leikinn sem einn mest ógnvekjandi tölvuleik samtímans. Þar sem fátt er um fína drætti í leikjaframboði fyrir Mac-eigendur geta þeir nú sett sig í skotstellingar og vonað að fleiri framleiðendur sjái sér hag í að fylgja Id mönnum eftir og staðfæra stóra leikjatitla yfir á Macintosh. Nú styttist óðum í að fjöldaspilun-arleikurinn Matrix Online líti dagsins ljós en hann er áætlaður í lok janúar 2005. Wachowski-bræð- urnir eru að vinna náið með leikja- framleiðandanum Monolith til að rétta andrúmsloftið náist. Margir af leikurum þríleiksins munu ljá raddir sínar fyrir leikinn EyeToy-myndavélin hefur farið sig- urför um leikjaheiminn enda alveg frábær viðbót við Playstation 2. Fyrir þá sem þekkja ekki til EyeToy er það myndavél sem tengist með usb-tengi við Playstation 2-vélina og er sett ofan á sjónvarpið. Leikmað- urinn stillir sér upp fyrir framan sjónvarpið og notar handa- og fóta- hreyfingar til að spila leikina. Í EyeToy: Play 2 eru tólf nýir leikir sem ættu að hitta vel í mark enda mismunandi spilunarmögu- leikar í boði. Þeir fyrstu sem ég prófaði voru „Air Guitar“ og „Drummin“ þar sem markmiðið er að spila á gítar og trommur í takt við lög. Til að byrja með gat ég ekki neitt en þegar réttum handtökum var náð komst ég í góðan rokk- stjörnufíling. Næst urðu fyrir valinu íþrótta- leikirnir, borðtennis, markvarsla, hafnabolti og box þar sem andstæð- ingarnir eru hressir og auðveldir viðureignar í byrjun en verða svo erfiðari þegar líður á keppnirnar. Fyrir utan leikina fylgir leikjaher- bergi þar sem spilað er með liti og hljóð. Auk leikjanna er ýmislegt annað hægt að dunda sér við. Til dæmis er hægt að myndrita skila- boð til einhvers og láta EyeToy fylgjast með heimilinu. Það gerist þegar EyeToy er látið skynja hreyf- ingu og tekur mynd af þeim sem er að læðupokast. Spilarinn getur líka tekið upp öskur og læti og látið EyeToy bregða þeim sem gengur inn í herbergið. Þótt möguleikarnir fyrir EyeToy séu margir mun hún nýtast þeim meira sem tengdir eru við netið. Myndavélina verður hægt að nýta vel til að tengja saman spilara á mismunandi stöðum í heiminum og persónugera leikjaumhverfið meira. Fyrir utan að vera vænlegasti fjölskylduleikurinn fyrir Play- station 2 er hann einnig hinn heilsu- samlegasti. franzgunnarsson@hotmail.com Fjölskylduleikur VÉLBÚNAÐUR: PLAYSTATION 2 FRAMLEIÐANDI: CSE STUDIOS LONDON ÚTGEFANDI: SONY COMPUTER ENTERTAINMENT NIÐURSTAÐA: Hressandi leikjapakki fyrir alla fjölskylduna. Fín líkamsrækt fylgir spilun leiks- ins enda markmiðið að nota allan líkamann til að spila leikina. Ásamt því að geta verið eftir- litsmyndavél fyrir heimilið er EyeToy: Play 2 frá- bær partíleikjapakki. [ TÖLVULEIKIR ] UMFJÖLLUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.