Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 8
8 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR SKÓLAMÁL Heimili og skóli – lands- samtök foreldra hvetja kennara og foreldra til að sýna börnum á grunnskólaaldri nærgætni og um- hyggju nú þegar þau hafi aftur sest á skólabekk eftir langt verk- fall kennara. Elín Thorarensen fram- kvæmdastjóri segir marga for- eldra reiða og samtökin vilji reyna að fá þá til að stjórna til- finningum sínum og huga að hag barnanna. Uppi hafa verið sögusagnir um að foreldrar hafi sagt sig úr sam- tökunum þar sem þau styðji ekki kennara. Elín staðfestir að hreyf- ing hafa verið innan samtakanna. Hvað orsaki sé óþekkt: „En það er eins og gengur og gerist. Sumir hafa sagt sig úr samtökunum af því að við tökum of einarða af- stöðu með kennurum og aðrir af því við gerum það ekki.“ Í tilkynningu samtakanna hvetja þau einnigskólastjórnend- ur og ráðamenn sveitarfélaga til að setja líðan barnanna í öndvegi. Nauðsyn sé að hlúa að börnunum, sem búi við mikið óöryggi vegna verkfallsins. Komið sé að því að taka höndum saman og bæta börn- unum þann skaða sem verkfallið hafi valdið þeim. - gag Gerðardómur væri betri leið Kennarar líta til gerðardóms og telja niðurstöðu hans ekki geta orðið verri en nýs kjarasamnings. Reyndur samningamaður framhaldsskóla- kennara segir gerðardóm það versta sem gæti gerst í stöðunni. KJARAMÁL Sigurður Haukur Gísla- son, grunnskólakennari í Snæ- landsskóla í Kópavogi, segir ólík- legt að kennarar geti sætt sig við nýundirritaðan kjarasamning for- ystu þeirra og launanefndar sveit- arfélaganna. Þrjú prósent skilji samninginn og fellda miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara að. Niðurstaða gerðardóms gæti ekki orðið verri. Gunnlaugur Ástgeirsson, fyrr- um stjórnarmaður Félags fram- haldsskólakennara og verkfalls- stjórnar þeirra í verkföllum 1995 og 2000 til 2001, segir söguna og reynsluna sýna að niðurstaða gerðardóms gæti orðið mun verri en nýgerður samningur. „Færi deilan fyrir kjaradóm væri það frá mínu sjónarmiði um það bil það langversta sem gæti komið fyrir. Þó að með almennum hætti sé gert ráð fyrir að dómur- inn eigi að vera sanngjarn þá hefur hann aldrei verið það gagn- vart þessum hópum,“ segir Gunn- laugur. Sigurður segir lítið hafa verið skoðað hvað fari í vasa kennara. Umræðan snúist nær eingöngu um kostnaðarauka sveitarfélag- anna. Engin rauð strik séu í samn- ingnum og verði verðbólgan fjög- ur til fimm prósent hafi kennarar enga leið út. „Ef einhver ætlar að tryggja að verðbólgan fari ekki upp fyrir þrjú prósent skal ég viðurkenna að samningurinn er kjarabót fyrir kennara,“ segir Sigurður, sem gagnrýnir að yfirvinna sé talin launahækkun. Samningsstaða kennara við næstu viðræður verði slæm samþykki þeir samninginn. Gunnlaugur segir verðbólgu- stigið ekki breytast þótt kennarar felli þennan samning. Ef stjórn- völd hleypi verðbólgunni upp séu forsendur breyttar: „Verði samningurinn sam- þykktur gera menn það á þeim grundvelli að það sé skárra en að fara fyrir gerðardóm. Það segir ekkert um ánægju með samning- inn eða að menn telji að þeir séu að fá laun eins og þeim beri.“ Gunnlaugur segir ástæðu þess að sveitarfélögin hafi ekki samið ein- falda: „Þau hafa vitað að þau yrðu skorin niður úr þessari snöru.“ gag@frettabladid.is LANDHELGISGÆSLAN Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir Landhelgis- gæsluna ekki hafa nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Áður en farið verði út í byggingu nýs varð- skips segir hann að tryggja verði fjármagn í þann rekstur sem Landhelgisgæslan er með í dag. „Í fyrra settum við fram breyt- ingartillögu við fjárlögin um að gæslan fengi meira fjármagn, en því var hafnað,“ segir Guðjón. Grétar Mar Jónsson, varaþing- maður Frjálslynda flokksins, segir það sorglega staðreynd að Landhelgisgæslan fái ekki nægj- anlegt fé til að gera út þau varð- skip sem til staðar eru. Þá segir hann löngu orðið tímabært að end- urnýja flotann og fá nýtt skip. Líka þurfi fjármagn í flugrekstur- inn því bæði flugvélin og þyrlurn- ar séu orðnar gamlar. „Auðvitað höfum við efni á því, það er bara spurning um hvað er sett í for- gang. Nú á að fara að lækka skatt- ana, svo er líka spurning hvort sé þörf á öllum sendiráðunum sem við höfum úti um allan heim,“ segir Grétar. -hrs Spjallvefur kennara: Opnaður að nýju KJARAMÁL Spjallþráður kennara á vef Kennarafélags Reykjavíkur hefur legið niðri frá því á mánu- dag. Hann verður settur upp í dag, segir Ólafur Loftsson, formaður félagsins. „Vefurinn bilaði út af miklu álagi. Eins voru orð sögð í hita leiksins sem ekki voru sæmandi fyrir foreldra né kennara. Þess vegna var spjallinu lokað tíma- bundið.“ Ólafur segir vangaveltur um hvort reynt hafi verið að koma í veg fyrir umræður um nýgerðan kjarasamning ekki eiga við rök að styðjast. - gag SKAUTAÐ AF LIST Bandaríska parið Kathryn Orscher og Gar- ett Lucash voru einbeitt á ísnum þegar þau sýndu frjálsa aðferð í keppni á Paris Bercy-leikvanginum á laugardag. – hefur þú séð DV í dag? NÍÐINGUR FRÁ PATREKSFIRÐI VEKUR ÓTTA Í MOSFELLSBÆ Í tilefni af þakkargjörðardeginum 25. nóvember 2004 mun Eiki bjóða upp á kalkún og meðlæti að hætti Bandaríkjamanna í hádeginu fimmtudaginn 25. nóvember og föstudaginn 26. nóvember. Frábærar viðtökur í fyrra - Pantið tímalega Borðapantanir í síma 511 6030 Verð krónur 1.490,- Frjálslyndi flokkurinn: Segir gæsluna vanta rekstrarfé SIGURÐUR HAUKUR GÍSLASON Spyr af hverju ekki sé rætt um afleiðingar sextán prósenta launahækkunar hjá sjómönn- um og íhlutunar stjórnvalda sem hafi lofað að afnema ekki sjómannaafsláttinn næstu fjögur árin. Sjómenn hafi mun hærri laun en kennarar. VARÐSKIPIN Grétar Mar Jónsson segir löngu orðið tímabært að endurnýja flota Landhelgisgæslunnar. Eins þurfi aukið fjármagn í flugreksturinn. Heimili og skóli hvetja til nærgætni í garð nemenda: Komið að því að bæta börnunum skaðann ELÍN THORARENSEN Komið hefur til uppsagna foreldra úr sam- tökunum Heimili og skóli. Elín segir að erfitt sé að meta ástæðuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.