Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 16
Það er ekki hægt að fótósjoppa fortíðina. Við getum ekki fegrað hana, hagrætt henni, slétt út mis- fellur, breitt yfir lýtin: það er ekk- ert hægt að gera við fortíðina ann- að en að lifa með henni. Hún er hluti af okkur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta er menningararfurinn sem okkur er skenktur – svona er hann bara. Að skipta um þjóðsöng eftir öll þessi ár er eins og að ætla sér að færa Esjuna og setja þar í staðinn Keili eða Herðubreið eða eitt- hvert fjall sem okkur þykir vera í smartari sjetteringum við Skuggahverfið: ekki hægt, því miður. Þetta stórskrýtna lag með enn skrýtnari texta sem helgaður er geimguðfræðilegum vanga- veltum – og helst fyrir Þorstein Sæmundsson að fá botn í hinar geysiflóknu kransahnýtingar her- skaranna sem þar fara fram – það er þjóðsöngur Íslendinga. Þannig bara er það. Rétt eins og hin ofur- lítið spaugilega og afar ósmarta skotthúfa er hluti af íslenskum kvenbúningi þá er þetta okkar þjóðsöngur. Þórarinn Eldjárn benti á þessa óbreytanlegu stöðu þjóðsöngsins í Speglinum um daginn. Mér heyrð- ist hann fagna því að ljóðið væri óskiljanlegt og lagið ósönghæft því þá yrðum við ekki leið á ljóð- inu og jöskuðum laginu síður út. Auk þess væru þjóðsöngvar úrelt fyrirbæri í heiminum og vel við hæfi að okkar þjóðsöngur væri al- veg sérlega úreltur... Undir þetta allt ber að taka. Sjálfur verð ég að játa að þótt ég hafi aldrei botnað neitt í lofsöng séra Matthíasar þá snertir hið há- tíðlega lag eftir Sveinbjörn Svein- björnsson við einhverri við- kvæmri taug í mér – sömu taug og hrærist þegar ég sé týsfjólu, gleymmérei eða fífu. Er þetta ekki viðfellilegasti og blíðlegasti þjóðsöngur í heimi? Í laginu sjálfu er einhvern heiðríkja sem nær vel góðum sumardegi hér. Í því ríkir hljóðlát tilbeiðsla og auð- mýkt í stað hins hefðbundna belg- ings slíkra tónsmíða og í textan- um erum við áminnt um að gagn- vart almættinu, gagnvart alheim- inum og gagnvart alhygðinni erum við sem búum á þessum bletti akkúrat nú þessi árin – tja – fremur smá. En þúsund ár eru líka smá, segir skáldið okkur, ekki annað en eilífðar smáblóm og eng- inn skyldi því hreykja sér... Vídd- irnar í veröldinni eru svo ógurleg- ar að fátt virðist annað að gera en að tilbiðja guð sinn. Eða þannig. Ég skil ekkert meira í þessu en hver annar. Kannski að við eigum eina þjóð- sönginn í heiminum þar sem skáldið tekur bæði mið af skammtafræði og afstæðiskenn- ingu Einsteins. Kannski er hann að benda á að við Íslendingar séum kvarkar, hinar örsmáu ein- ingar sem mynda róteindir og nifteindir í kjarna frumeinda! Sem sagt smæst af öllu smáu. Hér er bersýnlega komið á svið æðri ljóðlistar og ekki vert að hætta sér lengra út á þær brautir en ég hlýt hins vegar að taka und- ir með gömlum söngvini mínum Merði Árnasyni þegar hann bend- ir á að fólki sé frjálst að syngja það sem því sýnist á íþróttakapp- leikjum, meira að segja Hani, krummi, hundur, svín, sem óneit- anlega væri skemmtilegt að heyra fjöldann baula einhvern tímann. Eins má vel hugsa sér Ísland ögr- um skorið, Land míns föður eða Hver á sér fegra föðurland ef fólk telur sig þurfa á öðru að halda en áminningum um forógnarmikla smæð okkar, svona þjóðernislega séð. Magnús Þór Sigmundsson hefur búið til falleg lög, einkum upp á síðkastið handa Ragnheiði Gröndal, en ég verð að játa að eitt- hvað við sefjandi endurtekning- una í ljóði ömmu hans, Margrétar Jónsdóttur, Ísland er land þitt, fer ekki vel í mig – og væri miklu frekar til í að syngja í mannfjölda hina prýðilegu spurningu hans sem oft hefur leitað á mann við ólíklegustu tækifæri: Eru álfar kannski menn... Og skrýtið að þartilgerðir skuli ekki hafa kveikt á því að Sverrir Stormsker hefur nú nýlega búið til sjálfa móður allra íþróttakapp- leikjasöngva – sönginn sem hefur viðlagið Við erum flestir, við erum bestir, við erum sestir – eða hvernig þetta var nú aftur – og má heita fullnaðarafgreiðsla á þeirri tegund af músík. Íslendingar eru lélegir í íþrótt- um en ég held að það sé ekki þjóð- söngnum að kenna. Áður en íþróttahreyfingin fer að breyta þjóðsöngnum okkar verður hún að minnsta kosti að fara að sýna ein- hvern lágmarksárangur í öðru en að afla fjár og reisa nýjar og nýj- ar hallir fyrir atbeina þess borgarstjórnarmeirihluta sem reisir íþróttahallir en vill rífa tón- listarhús. ■ Þ ó að liðin sé tæp vika frá fundi Davíðs Oddssonar og ColinsPowell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Wash-ington eru landsmenn engu nær um það hver afstaða banda- rískra stjórnvalda er til frambúðarskipulags varna á Íslandi. Eftir fund Davíðs Oddssonar og Bush forseta í Hvíta húsinu í sumar sem leið áttu margir von á því að hreyfing færi að komast á málið. En enn erum við engu nær um áform eða hugmyndir Bandaríkjamanna. Við vitum ekki hvort fundur utanríkisráðherranna á þriðjudaginn hafði einhverja merkingu eða þýðingu fyrir þá ósk ríkisstjórnar Íslands að Bandaríkjamenn haldi áfram uppi svokölluðum „trúverðugum loft- vörnum“ hér á landi. Af hálfu Bandaríkjamanna er ekki eitt orð sagt um fundinn og vakið hefur athygli hve varfærnislega utanríkisráð- herra Íslands talaði að honum loknum. Það er ekki mikill sannfæring- arkraftur á bak við orðalag eins og: „Mér finnst...“, „Ég tel...“ eða „Ég vona og treysti...“, svo vitnað sé til ummæla ráðherrans á blaða- mannafundi í lok viðræðnanna. Óhætt mun að slá því föstu að þorri landsmanna væri sáttur við áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin. Það hefur reynst okk- ur vel og skapað þjóðinni nauðsynlegt öryggi. En kalda stríðinu er lokið og óhjákvæmilegt er að varnarsamstarfið, verði því haldið áfram, lagi sig að breyttri heimsmynd. Um leið og við Íslendingar gerum þá kröfu til Bandaríkjamanna að þeir tali skýrt um mat sitt og skoð- anir í þessu efni verða íslensk stjórnvöld einnig að vinna sína heima- vinnu og gera bæði Bandaríkjastjórn og ekki síður sinni eigin þjóð grein fyrir því hvernig þau hugsa sér að vörnum landsins verði fyrir komið næstu árin. Fram hefur komið að ríkisstjórnin er tilbúin að greiða ýmsan kostnað af rekstri Keflavíkurflugvallar sem fram til þessa hefur fallið á varnarliðið. Jafnframt virðist það vera ófrá- víkjanleg krafa ríkisstjórnarinnar að hér verði verði áfram banda- rískar orrustuþotur og flugbjörgunarsveit. Um það eru skiptar skoð- anir að hve miklu leyti sú krafa byggir á raunsæju mati á nauðsynleg- um varnarviðbúnaði á Íslandi. Engum dylst að inn í þetta mál spila einnig atvinnu- og fjárhagssjónarmið. Viðræðurnar við Bandaríkjamenn hafa verið undirbúnar af ráð- herrum og embættismönnum. Svo virðist sem lítt hafi verið leitað eftir ráðgjöf utanríkismálanefndar Alþingis eða áliti einstakra nefnd- armanna. Vekur það upp spurningar um pólitískt umboð fulltrúa okkar þegar á reynir. Óeðlilegt er að stefnan í jafn mikilvægum mála- flokki sé mörkuð af embættismönnum og ráðherrum án þess að leit- að sé eftir sjónarmiðum og tillögum alþingismanna. Eðlilegast og lýð- ræðislegast hefði verið að ríkisstjórnin hefði fyrir löngu haft frum- kvæði að því að efna til markvissra umræðna á Alþingi um varnar- málin í þeim tilgangi að leita eftir pólitísku umboði frá þinginu um stefnu sem rík þverpólitísk samstaða gæti tekist um. Í ljósi þess að að enn eru margar vikur þar til þráðurinn verður tekinn upp að nýju í varnarmálaviðræðunum í Washington væri það skynsamleg leikur hjá ríkisstjórninni að efna sem fyrst til slíkra umræðna á Alþingi. ■ 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Skerpa þarf pólitískt umboð fulltrúa Íslands í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn. Afstaða Alþingis þarf að koma fram ORÐRÉTT Hvaða forvitni er þetta? Hvar var Einar Oddur í janúar 2002. Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Morgunblaðið 20. nóvember. Eftir því hvernig á það er litið Ástin áhrifameiri en fiskurinn. Fyrirsögn í Fréttablaðinu. Fréttablaðið 20. nóvember. Flórída Íslands? D-listi gæti unnið meirihluta í borginni með 42,11% atkvæða. Fyrirsögn greinar í Viðskiptablaðinu þar sem fjallað er um möguleika Sjálfstæðisflokksins til að ná aftur völdum í Reykjavík. Viðskiptablaðið 19. nóvember. Stórt spurt Hvað gerðist á Grand Hóteli í marz 2002? Fyrirsögn leiðara Morgunblaðsins. Morgunblaðið 19. nóvermber. Bláa höndin aftur Hvort sem bláa höndin er raun- veruleg eður ei ríkir hræðsla við hana úti í samfélaginu. Steindór J. Erlingsson vísindasagn- fræðingur sem segist þó sjálfur hvorki hræðast Guð né bláu höndina. Morgunblaðið 20. nóvember. Margt á samviskunni Jóni Ásgeiri að kenna að Ólafur Ragnar mætti ekki í brúðkaup krónprinsins. Fyrirsögn í Viðskiptablaðinu. Viðskiptablaðið 19. nóvember. Útrás að hætti stórfyrirtækja? Ákvað að þrífa allan heiminn Fyrirsögn í Fréttablaðinu. Fréttablaðið 20. nóvember Er það þess virði? Að brjóta heilann um pólitík. Fyrisögn blaðagreinar eftir Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra Morgunblaðið 20. nóvember FRÁ DEGI TIL DAGS Óeðlilegt er að stefnan í jafn mikilvægum málaf- lokki sé mörkuð af embættismönnum og ráð- herrum án þess að leitað sé eftir sjónarmiðum og tillög- um alþingismanna. ,, Í DAG UM ÞJÓÐSÖNGINN GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Er þetta ekki við- fellilegasti og blíð- legasti þjóðsöngur í heimi? Í laginu sjálfu er einhvern heiðríkja sem nær vel góð- um sumardegi hér. Í því rík- ir hljóðlát tilbeiðsla og auð- mýkt í stað hins hefð- bundna belgings slíkra tón- smíða ,, TÍMAMÓTADEKK Fyrir jeppann þinn COOPER M+S Landsbyggðin Akranes Hjólbarðaviðgerðin 431 1777 Ísafjörður Bílaverkstæði Ísafjarðar 456 4444 Borðeyri Vélaverkstæði Sveins 451 1145 Hvammstangi Vélaverkstæði Hjartar 451 2514 Sauðárkrókur Hjólbarðaþjónusta Óskars 453 6474 Akureyri Toyota 460 4311 “ Dekkjahöllin 462 3002 “ Höldur 461 5100 “ Gúmmívinnslan 461 2600 Húsavík Bílaþjónustan 464 1122 “ Bílaleiga Húsavíkur 464 2500 Egilsstaðir Dekkjahöllin 471 2002 Reyðarfjörður Bíley 474 1453 Eskifjörður Bílaverkstæði Ásbjörns 476 1890 Höfn Vélsmiðja Hornafjarðar 478 1690 Klaustur Bifreiðaverkstæði Gunnars 487 4630 Vík Framrás 487 1330 Hella Bílaþjónustan 487 5353 Selfoss Hjólbarðaþjónusta Magnúsar 482 2151 “ Sólning 482 2722 Höfuðborgarsvæðið Sími Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 587 5589 Gúmmívinnustofan Skipholti 35 553 1055 Höfðadekk Tangarhöfða 1 587 5810 Smur, bón- og dekkjaþjónustan Sætúni 4 562 6066 Hjólbarðaviðgerð Sigurjóns Hátúni 2 551 5508 Bæjardekk Mosfellsbæ 566 8188 Dekkið Hafnarfirði 555 1538 Hjólbarðastöðin Bíldshöfða 8 587 3888 Útsölustaðir Söngur kvarkanna Milljón í föt Hinn frægi skemmtikraftur Harry Belafonte kom til Íslands í lok síðustu viku. Hann er svokallaður velgjörðar- sendiherra fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Var erindi hans að opna úti- bú stofnunarinnar hér á landi og hvetja Íslend- inga til að leggja fé af mörkum til fátækra barna í þriðja heiminum. Belafonte er við- kunnanlegur maður og full ástæða er til að taka undir tilmæli hans. Flestir lands- menn ættu að hafa efni á því. En ætli ýmsum finnist það ekki stinga svolítið í stúf við boðskap- inn að Belafonte skuli hafa farið í herrafataverslun í Reykjavík og eytt þar í stuttri heimsókn einni milljón króna í föt fyrir sjálfan sig. Það var DV sem flutti þessa fregn á laugardaginn og skýrði þetta uppátæki með því að Belafonte hefði glatað ferðatöskunni sinni á leiðinni hingað. En fyrir millj- ón...? Eign ríkisins? Stjórnarandstaðan á Alþingi mótmælir harðlega skattalækkunum ríkisstjórnar- innar. Eftir Össuri Skarphéðinssyni, for- manni Samfylkingarinnar, er haft: „Það er auðvitað gaman að geta verið í hlut- verki jólasveins, sem dreifir gjöfum í allar áttir, en ef maður er fjármálaráð- herra verður að vera innistæða og um- hverfi sem gerir slíkt mögulegt“. Þetta viðhorf hneykslar Vefþjóðviljann, sem segir í gær: „Gjafir! Vefþjóðviljinn hefur oft kvartað undan því viðhorfi sumra stjórnmálamanna að þeir líti á vinnu- laun landsmanna sem eign ríkisins og þann hluta laun- anna sem ekki er gerður upptækur með skattheimtu séu landsmenn að fá sem sérstaka gjöf frá ríkinu, náð- arsamlegast. Þetta er andstyggilegt viðhorf.“ ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 gm@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.