Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 65
25MÁNUDAGUR 22. nóvember 2004
■ TÓNLIST
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án
lyfseðils og eru notuð þegar reyk-
ingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum.
Í fylgiseðlinum eru
upplýsingar um: Verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsing-
ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en
lyfin eru notuð, hugsanlegar auka-
verkanir og aðrar upplýsingar.
Til að ná sem bestum
árangri skal ávallt fylgja leiðbeining-
um í fylgiseðli.
Örsmá
tafla
meðstórt
hlutverk
DÝRAVINUR Rapparinn Vanilla Ice, sem gerði lagið Ice Ice Baby vinsælt fyrir þó nokkr-
um árum, þurfti að sækja geit og kengúru til dýraverndunarsinna en dýrin voru í eigu
hans. Þau fundist á vappi í Port St. Luciem í Flórída.
Lög frá hljómsveitum á borð við
The Flaming Lips, Death Cab for
Cutie og Cake er að finna í nýjum
tölvuleik sem kallast Stubbs the
Zombie og kemur út næsta sum-
ar.
Plata með lögunum verður gef-
in út þann 15. mars. Tölvuleikur-
inn gerist árið 1959 í framtíðar-
borg og af því tilefni eru 12 af
lögunum 13 tökulög sem tengjast
þessum árum. Eina nýja lagið er
The Living Dead eftir Phantom
Planet.
The Flaming Lips spilar lagið
If I Only Had a Brain úr kvik-
myndinni Galdramaðurinn frá
Oz frá árinu 1939, Death Cab For
Cutie tekur upp á sína arma
Earth Angel frá árinu 1955 og
Cake tekur Strangers in the
Night sem Frank Sinatra söng
seint á sjötta áratugnum. Einnig
gerir hljómsveitin The Dandy
Warhols sína útgáfu af laginu All
I Have to Do Is Dream sem
Everly-bræður gerðu vinsælt
árið 1958. ■
JENNIFER LOPEZ fær sennilega aldrei
hvíld fyrir umtali um rassinn á sér.
Enn um rass-
inn á J-Lo
Enn og aftur beinist athyglin að
afturendanum á Jennifer Lopez því
rassinn á henni var víst of stór fyr-
ir litlu fötin sem hún var sett í þeg-
ar átti að taka upp auglýsingu. Tök-
ur voru stöðvaðar þegar ekki tókst
að troða söngkonunni í þröngan
svartan leðurgalla fyrir nýja Pepsi-
auglýsingu. Starfsfólk við tökuna
neyddist til að sauma aukabút á
gallann til þess að fela beran rass J-
Lo. „Þetta var í rauninni ansi fynd-
ið. Það var þarna fullt af fólki tilbú-
ið að hefja tökur þegar við áttuðum
okkur á vandamálinu. Afturendinn
á J-Lo reyndist einfaldlega vera of
stór fyrir búninginn,“ sagði starfs-
maður. Beyoncé Knowles og David
Beckham koma einnig fram í þess-
ari dýru auglýsingu. ■
Þekktar hljómsveitir í tölvuleik
DEATH CAB FOR CUTIE Hljómsveitin Death Cab For Cutie spilar lagið Earth Angel í nýja
tölvuleiknum.