Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 42
26 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Guðmundur Jónsson arkitekt vakti fyrst athygli hérlendis þeg- ar hann sigraði í samkeppni um tónlistarhús í Reykjavík árið 1986, en hann hafði þá útskrifast frá arkitektaskólanum í Osló árið 1981. Hann starfar í Noregi þar sem hann nýtur mikillar vel- gengni og hafa þar risið fjölmarg- ar byggingar sem hann hefur teiknað og eru fleiri í bígerð. Guð- mundur hefur hlotið yfir 40 verð- laun og viðurkenningar í sam- keppni um byggingarlist og hafa myndir af verkum hans birst um allan heim og eru verkin hans kennd víða. Guðmundur hefur sérhæft sig í byggingum fyrir menningartengda ferðaþjónustu og má þar nefna Fjarðarmiðstöð- ina í Geirangursfirði, en Geirang- ursfjörður er talinn vera fegursti fjörður Noregs og það er sam- dóma álit að einstaklega vel hafi tekist til við hönnun Fjarðamið- stöðvarinnar. Einnig hannaði hann sjávar- menningarmiðstöðina Norveg sem gerbreytti ásýnd smábæjar- ins Rörvík í Norður-Þrændalög- um, og er eins og hús í skiplíki. Samspil bygginga og umhverfis skiptir Guðmund gríðarlega miklu máli og þá ekki bara náttúrulegt umhverfi heldur líka saga stað- anna og þær tilfinningar sem þeir vekja. Við hlið þess stendur önnur bygging sem Guðmundur teiknaði og er hús norska símafyrirtækis- ins Telenor og kallast Systurskip- ið og dregur nafn sitt af skyldleik- anum við Norveg enda standa byggingarnar hlið við hlið og báð- ar minna þær á sögu þessa sjávar- pláss sem lifði sín gullaldarár í kringum aldamótin 1900. Guð- mundur fékk Byggeskikkprisen 2003 í Vikna kommune fyrir syst- urskipið nú á dögunum auk þess sem Norveg hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe verðlaun- anna sem hefur verið líkt við ósk- arsverðlaun byggingarlistarinnar. kristineva@frettabladid.is Endurspeglar tilfinningar og sögu staðanna Guðmundur Jónsson arkitekt hefur notið gífurlegrar velgengni og hlotið fjöldann allan af verðlaunum auk þess sem verk hans eru þekkt víða um heim. Sjávarmenningarmiðstöð Norvegs sem vígð var af forsætisráðherra Noregs árið 2001. Byggingin er tilnefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna. Áhugasamtök um byggingalist fengu Guðmund til að teikna hús sem átti að vera útfærsla af sögualdarbænum þar sem fortíð og framtíð myndu mætast. Húsið var nefnt Aldamóta- húsið. Reykjavíkurborg lagði til lóð undir húsið árið 1998 en fjármögnun tókst ekki sem skyldi þar sem ekki var fyrirsjáan- legur uppgangur í húsakaupum og héldu fjárfestar að það myndi ekki seljast. Systurskipið, bygging Telenor sem stendur við hlið Norveg. Byggingin hlaut Byggeskikkprisen 2003. Viðbygging Amtsbókasafnsins á Akureyri er fyrsta opinbera byggingin eftir Guðmund sem rís hér á landi.Fjarðarmiðstöðin í Geirangursfirði er eins og spjótsoddur. Víkingaskáli eftir Guðmund sem fyrirhugað er að byggja í Reykjanesbæ og á að efla og styrkja menningartengda ferðaþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.