Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 63
MÁNUDAGUR 22. nóvember 2004 23
Eyleifur Jóhannesson, þjálfari bikarmeistara Ægis,
gerði liðið að meistara á fyrsta ári:
Ætla sér öll miklu
lengra í framtíðinni
SUND Eyleifur Jóhannesson gerði
Ægi að bikarmeistara á fyrsta ári
en hann komi til liðsins frá Akra-
nesi í haust.
„Þetta var sigur liðsheildarinn-
ar, þetta var jafn sterkt hjá strák-
unum og stelpunum og þetta sýnir
að það er stór hópur hjá Ægi að
æfa á fullu. Þessir krakkar eru að
æfa 10 til 15 sinnum í viku og þau
eru öll búin að synda eins og brjál-
æðingar í vetur. Það var sérstak-
lega gaman að sjá til kvennasveit-
arinnar í 4x100 metra skriðsundi
slá Íslandsmetið, ekki síst þar
sem það er engin þeirra á topp
fimm í greininni á Íslandi.
Það er heildin sem skilar þessu
svona rosalega vel,“ sagði Eyleif-
ur, sem hefur unnið frábært starf
á Akranesi undanfarin ár og nú er
hann búinn að búa til framtíðarlið
hjá Ægi en liðið er örugglega með
því yngra sem hefur unnið svo
glæislegan sigur í bikarnum.
„Það var búið að ganga á ýmsu
hjá þessum krökkum og botninn
hafði dottið svolítið úr þessu hjá
þeim. Þjálfarinn fór frá þeim um
síðustu áramót, ég kom ofan af
Skaga til Ægis núna í haust og við
fengum líka liðsauka í kjölfarið
þegar nokkrir sundmenn skiptu
yfir í Ægi,“ segir Eyleifur sem er
ánægður með nýja fólkið.
„Þau hafa öll fallið vel inn í
hópinn og við erum með 20 manns
sem eru öll að skila til liðsins. Það
eru allir að vinna saman, þetta eru
krakkar á svipuðum aldri og öll
með sömu markmið. Þetta er ekk-
ert lokatakmark því þau ætla sér
öll miklu lengra,“ segir Eyleifur.
MEISTARI Á FYRSTA ÁRI Eyleifur Jó-
hannesson gerði Ægi að bikarmeisturum á
fyrsta ári en hér taka strákarnir við sínum
verðlaunum sem besta karlaliðið.
ÚRSLIT BIKARKEPPNINNAR:
1. Ægir 29.314 stig
2. ÍRB 26.906
3. SH 26.398
4. KR 26.160
5. ÍA 24.371
6. Breiðablik 20.426
KARLAKEPPNIN:
1. Ægir 14.677 stig
2. KR 14.006
3. ÍRB 13.844
KVENNAKEPPNIN:
1. Ægir 14.637 stig
2. ÍA 13.240
3. ÍRB 13.062
Óðinn tekur sæti Breiðabliks í 1. deild-
inni á næsta ári en Óðinn vann 2. deild.