Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 63
MÁNUDAGUR 22. nóvember 2004 23 Eyleifur Jóhannesson, þjálfari bikarmeistara Ægis, gerði liðið að meistara á fyrsta ári: Ætla sér öll miklu lengra í framtíðinni SUND Eyleifur Jóhannesson gerði Ægi að bikarmeistara á fyrsta ári en hann komi til liðsins frá Akra- nesi í haust. „Þetta var sigur liðsheildarinn- ar, þetta var jafn sterkt hjá strák- unum og stelpunum og þetta sýnir að það er stór hópur hjá Ægi að æfa á fullu. Þessir krakkar eru að æfa 10 til 15 sinnum í viku og þau eru öll búin að synda eins og brjál- æðingar í vetur. Það var sérstak- lega gaman að sjá til kvennasveit- arinnar í 4x100 metra skriðsundi slá Íslandsmetið, ekki síst þar sem það er engin þeirra á topp fimm í greininni á Íslandi. Það er heildin sem skilar þessu svona rosalega vel,“ sagði Eyleif- ur, sem hefur unnið frábært starf á Akranesi undanfarin ár og nú er hann búinn að búa til framtíðarlið hjá Ægi en liðið er örugglega með því yngra sem hefur unnið svo glæislegan sigur í bikarnum. „Það var búið að ganga á ýmsu hjá þessum krökkum og botninn hafði dottið svolítið úr þessu hjá þeim. Þjálfarinn fór frá þeim um síðustu áramót, ég kom ofan af Skaga til Ægis núna í haust og við fengum líka liðsauka í kjölfarið þegar nokkrir sundmenn skiptu yfir í Ægi,“ segir Eyleifur sem er ánægður með nýja fólkið. „Þau hafa öll fallið vel inn í hópinn og við erum með 20 manns sem eru öll að skila til liðsins. Það eru allir að vinna saman, þetta eru krakkar á svipuðum aldri og öll með sömu markmið. Þetta er ekk- ert lokatakmark því þau ætla sér öll miklu lengra,“ segir Eyleifur. MEISTARI Á FYRSTA ÁRI Eyleifur Jó- hannesson gerði Ægi að bikarmeisturum á fyrsta ári en hér taka strákarnir við sínum verðlaunum sem besta karlaliðið. ÚRSLIT BIKARKEPPNINNAR: 1. Ægir 29.314 stig 2. ÍRB 26.906 3. SH 26.398 4. KR 26.160 5. ÍA 24.371 6. Breiðablik 20.426 KARLAKEPPNIN: 1. Ægir 14.677 stig 2. KR 14.006 3. ÍRB 13.844 KVENNAKEPPNIN: 1. Ægir 14.637 stig 2. ÍA 13.240 3. ÍRB 13.062 Óðinn tekur sæti Breiðabliks í 1. deild- inni á næsta ári en Óðinn vann 2. deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.