Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 57
Grátandi sjálfsmynd þjóðarinnar Guðmundur Steingrímsson skrif- aði skemmtilegan bakþankapistil um mikið alvörumál sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var, undir heitinu þjóðsöngurinn. Þar lýsir hann þeirri staðreynd að tengsl þjóðsöngs og þjóðar í okk- ar kalda landi eru súrrealísk. Það er alveg satt. Hvert sinn sem við reynum að syngja þennan söng líður okkur eins og við séum að falla á prófi og vanmáttarkenndin kúplar sig saman við þetta dular- fulla „grátandi smáblóm“ sem bara „tilbiður Guð sinn og deyr“. Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjá- ir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og til- finningalegum tengslum við þjóð- sönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng. Ég álít að íslenski þjóðsöngur- inn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé „eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafæri“, þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða ver- aldarvaldinu lof í sínum þjóð- söngvum, þá syngjum við Guði lof. Ef þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. „Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerf- um himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn.“ Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að „Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir“. Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf. Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: „verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut“. Þetta finnst mér vera merk- ingarbært. Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem „grátandi smáblóm með titrandi tár“ í víð- áttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti. Já, Guðmundur, höldum söngn- um. ■ 17MÁNUDAGUR 22. nóvember 2004 Ættu að segja af sér Brot Ingibjargar og R-listans er því mest hvað snertir kjósendur. Enginn hefur svikið kjósendur meir og jafnkalt í póli- tík borgarinnar en R-listinn. Af þeim sökum ættu þeir sem sáu um ráðningu Þórólfs að segja af sér, allir með tölu, og sjá sóma sinn í því að láta ekki sjá sig í stjórnmálum framar. Þeir hafa allir gert sig seka um aðgerðarleysi eða yfirhylm- ingu sem er á allan hátt verra og meiri trúnaðarbrestur en Þórólfur hefur nokkurn tíma gerst sekur um. Gísli Kr. Björnsson á ufl.xf.is Búbót en ekki nóg Hækka á barnabæturnar um 2.4 millj- aðra á árunum 2006 og 2007. Vissulega búbót fyrir margar barnafjölskyldur. Rétt er þó að hafa í huga við þetta útspil stjórnarflokkanna að barnabætur hafa lækkað verulega að raungildi frá því sem þær voru á árinu 1995, þegar þessi ríkisstjórn tók við. Á árunum 1995-2004 eru útgjöldin um 10 milljörðum lægri en þau hefðu verið ef raungildi þeirra á þessum árum hefði haldist óbreytt frá því sem það var á árinu 1995. Allt og sumt sem ríkisstjórnin er nú að gera er að á árunum 2006 og 2007 mun hún skila innan við fjórðungi þess sem barnafólk hefur verið hlunnfarið um í barnabótum á s.l. 10 árum. Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/johanna Konum allir vegir færir Condolezza Rice er annáluð fyrir gáfur og góða menntun. Hún er herská mjög, hörð í horn að taka og ákveðin í fram- göngu allri. Þrátt fyrir að hafa orð á sér fyrir að vera köld og fjarlæg nýtur hún mikilla vinsælda og stendur nú uppi sem næsti utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Einstæð, barnlaus, miðaldra blökkukona sem ólst upp við viður- styggð kynþáttaaðskilnaðar í suðurríkj- um Bandaríkjanna. Segið svo að konum séu ekki allir vegir færir. María Sigrún Hilmarsdóttir á tikin.is Skattalækkanir Skattar eru langstærsti útgjaldaliður flestra heimila í landinu. Með lægri sköttum aukast tækifæri einstakling- anna og fjölskyldnanna til þess að öðl- ast fjárhagslegt sjálfstæði sem er hverj- um manni dýrmætt og stuðlar um leið að öflugra efnahagslfí. Það er mikils vert að ríkisstjórnin sýni þessum sjónarmið- um skilning og virðingu með því að halda áfram að draga úr skattheimtu. Að auki er það mikilvægt að ríkisstjórn- ir á hægri vængnum nýti færi sín til slíkra aðgerða því þannig verður erfið- ara fyrir vinstristjórnir að snúa við blað- inu auk þess sem ofþenslu ríkisins eru settar skorður. Ritstjórn á deiglan.com BJARNI KARLSSON SÓKNARPRESTUR Í LAUGARNESKIRKJU UMRÆÐAN ÞJÓÐSÖNGURINN BRÉF TIL BLAÐSINS SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. B E S T U S Æ T I N F Y R I R Þ I G 2 0 0 4 Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: „verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut“. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.