Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 18
Fissler
pottar og pönnur
- finndu muninn!
sími 568 6440
Valdimar Gunnar Hjartarson og
Stella Vestmann eru nýflutt inn í
sína fyrstu íbúð og hafa lagt nótt
við dag til að hafa allt tilbúið áður
en aðventan gengur í garð.
Valdi og Stella falla alveg undir
skilgreininguna „fátækir náms-
menn“, eru tuttugu og tveggja
ára og bæði í Háskólanum, hún í
stjórnmálafræði og hann í lög-
fræði. Þau keyptu sér íbúð þar
sem þau höfðu verið óheppin á
leigumarkaðinum auk þess sem
það er ódýrara til lengdar að eiga
sína eigin íbúð en áttu ekki mikið
aflögu eftir fyrstu útborgun. Það
kom sér því vel þegar þau fluttu
inn í litlu kjallaraíbúðina sína að
þau eru bæði handlagin og út-
sjónarsöm og hefur tekist að búa
sér fallegt og notalegt heimili án
þess að kosta til þess miklu fé.
„Íbúðin var í ágætis ástandi þeg-
ar við tókum við henni en þó var
ýmislegt sem okkur langaði til að
breyta. Við gerðum flest sjálf
sem þurfti að gera, ég skipti til
dæmis um eldhúsinnréttingu og
flotaði gólfið,“ segir Valdimar
stoltur. Hann vill þó taka fram að
hann naut ráðgjafar ættingja og
vina. Þau hafa fundið ýmsar
skemmtilegar lausnir sem falla
vel inn í lítið rými. „Við hönnuð-
um til dæmis baðherbergis-
innréttingu úr kommóðu úr Rúm-
fatalagernum.“ Þau eru líka sér-
fræðingar í því að bæsa, pússa og
lakka. „Ég byrjaði að safna göml-
um húsgögnum þegar ég var
fimmtán ára og átti þess vegna
ýmislegt í búið,“ segir Stella og
sýnir falleg náttborð sem hún
fékk á markaði í Brussel þar sem
foreldrar hennar bjuggu. Þau
fara oft í Góða hirðinn að gá
hvort einhverjir fjársjóðir leyn-
ist ekki þar en eru líka fastagest-
ir í Ikea og Rúmfatalagernum.
„Svo er þetta bara spurning um
hugmyndaflug,“ segja þau og
yppa öxlum.
Spurning um hugmyndaflug
Skrifstofa heima
Fleiri og fleiri kjósa að hafa skrifstofuherbergi heima hjá sér. Vanda skal valið á
vinnustól jafn vel og maður vandar val á bíl eða rúmi. Þú eyðir mjög miklum
tíma í stólnum og því verður hann að vera almennilegur.[ ]
» BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ
Á MÁNUDÖGUM
Vaskurinn var færður og ný eldhúsinnrétting sett upp. Hillan
á veggnum er hins vegar gólfhilla úr Rúmfatalagernum,
bæsuð og hengd upp á vegg.
Valdi og Stella telja sig hafa gert góð
kaup í þessum kertastjökum úr Rúm-
fatalagernum. Þeir kostuðu 990 krónur.
Þessa ljósakrónu átti amma Valda og
rafvirkjarnir í Glóey segja að krónan sé
frá árinu 1912 eða jafnvel fyrr.
Skápurinn var frískaður upp og fylltur af
fallegu leirtaui.
Þessir stólar fengust á 2.500 krónur í Góða hirðinum.
Svefnherbergið á ættir að rekja til Ikea nema náttborðin,
sem eru belgísk.
Valdi og Stella hafa það notalegt á nýja heimilinu sínu.
Valdimar hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist seinni
heimsstyrjöldinni.