Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 62
22 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR LEIKIR GÆRDAGSINS SUND Ægir vann glæsilegan sigur í bikarkeppni Sundsambands Ís- lands sem fram fór í síðasta sinn í Sundhöllinni í Reykjavík. Ægis- menn kvöddu Sundhöllina með því að setja félagsmet, náðu í 29.314 stig og unnu í kjölfarið yfirburða- sigur í bæði karla- og kvenna- flokki. Bikarmeistarar síðustu tveggja ára, ÍRB, enduðu í öðru sæti, 2.408 stigum á eftir Ægi, og SH varð síðan í þriðja sæti með 26.398 stig. Breiðablik fellur í 2. deild en í staðinn tryggði Sund- félagið Óðinn frá Akureyri sér sæti í 1. deildinni. Bikarkeppni Sundsambands Ís- lands hefur farið fram í Sundhöll- inni síðan 1968 eða í 36 ár en á næsta ári mun vera keppt í nýju glæsilegu innilauginni í Laugardal. „Við erum bara með breiðari hóp en hin liðin.Í fyrra vorum við ekki stemmd fyrir mótið, bæði þreytt og pirruð, en núna vorum við öll tilbúin í slagin,“ sagði Jakob Jó- hann Sveinsson, fyrirliði Ægis, sem var einn fárra í liðinu sem voru með fyrir þremur árum þeg- ar Ægir vann síðast. „Árið 2001 vorum við meistar- ar en árið eftir misstum við 9 eða 10 sundmenn úr því liði og við þurftum að byggja aftur upp lið sem er að koma upp núna. Við erum ekki nema þrjú eða fjögur eftir úr því liði. Við unnum fyrsta bikarmeistaratitilinn í Sundhöll- inni og vinnum einnig þann síðasta og það er einstakt,“ sagði Jakob Jóhann. Stelpurnar í Ægi unnu stigakeppnina með 1.397 stiga mun og þær settu þrjú Íslandsmet á mótinu. Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Ægi bætti eigið met í 100 m baksundi og þá setti kvennasveit Ægis Íslandsmet í bæði 4x100 metra fjórsundi og 4x100 metra skriðsundi. Aníta Ýr er ein af þeim sem gengu til liðs við Ægi í haust og hún tók þátt í öllum þremur metunum „Þetta var rosalega gaman og við erum geðveikt ánægð,“ sagði Aníta Ýr. „Við ætluðum okkur að vinna þetta og rústa þessu bara. Það eru allir í toppformi, þó að við séum með mjög ungt lið eru allir að skila sínu og við erum svo góð sem ein liðsheild,“ sagði Aníta Ýr. BIKARMEISTARAR 2004 Ægismenn fögnuðu vel þegar bikarmeistaratitilinn var í höfn í Sundhöllinni í gær. Fréttablaðið/Valli Ægir meistari með glæsibrag Síðasta bikarkeppni SSÍ í Sundhöll Reykjavíkur fór fram um helgina. Spænska úrvalsdeildin ATLETICO MADRID - NUMANCIA 1-0 1-0 Ibanez (52.) ALBACETE - GETAFE 1-1 1-0 Buades (54.), 1-1 Gabi (85.) BARCELONA- REAL MADRID 3-0 1-0 Eto´o (29.), 2–0 Van Bronckhorst (43.), 3–0 Ronaldinho, víti (77.) RACING SANTANDER - OSASUNA 1-1 0-1 Morales (18.), 1-1 Josetxo sjm. (54.) SEVILLA - ESPANYOL 1-0 1-0 Baptista (42.) ZARAGOZA - MALLORCA 0-1 0-1 Garcia (21.) LEVANTE - BETIS 1-2 1-0 Rivera v. (5.), 1-1 Oliveira v. (27.), 1-2 Edu (82.). STAÐA EFSTU LIÐA BARCELONA 12 9 2 1 24–7 29 Real Madrid 12 7 1 4 16–9 22 SEVILLA 12 6 3 3 13–11 21 Espanyol 12 6 2 4 13–7 20 VALENCIA 12 5 4 3 19–11 19 A. Madrid 12 5 4 3 13–8 19 LEVANTE 12 6 1 5 16–15 19 Deportivo 12 5 4 3 14–15 19 Ítalska bikarkeppnin CAGLIARI - LAZIO 2-1 1-0 Langella (35.), 1-1 Filippini (60.), 2-1 Zola v. (83.). Þýska Bundesligan HAMBURG - WOLFSBURG 3-1 0-1 Brdaric (1.), 1-1 Buyten (40.), 2-1 Barbarez (45.), 3-1 Romeo (90.). NURNBERG - HANNOVER 1-1 0-1 Stendel (56.), 1-1 Mintal (82.). STAÐA EFSTU LIÐA BAYERN 14 9 2 3 25–14 29 WOLFSB. 14 9 0 5 24–21 27 SCHALKE 14 9 0 5 22–19 27 STUTTGART 14 8 2 4 25–15 26 HANNOVER 14 7 3 4 22–15 24 BIELEFELD 14 7 2 5 17–15 23 SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR Leik- menn Blackburn fagna hér marki Stevens Reid sem er annar frá hægri. Þeir nældu í stig gegn Birmingham eftir að hafa lent undir, 3-1. Fréttablaðið/AP Enska úrvalsdeildin: Botnliðið fékk stig FÓTBOLTI Botnlið Blackburn í ensku úrvalsdeildinni nældi sér í mikil- vægt stig gegn Birmingham í gær. Robbie Savage, Darren Anderton og David Dunn skoruðu fyrir Birmingham en þeir Matt Jansen, Steven Reid og Paul Gallacher skoruðu fyrir Blackburn. Liðin höfðu aðeins skorað samtals 19 mörk fyrir leikinn í gær og því kom þessi sex marka spennu- tryllir verulega á óvart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.