Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 64
24 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
„Það sem þú telur
þig vita verður
snaran um hálsinn
á þér,“ sagði fróm-
ur maður fyrir
einhverju síðan.
Það er vart hægt
að koma betri
orðum að for-
dómum mann-
s k e p n u n n a r.
Þeir vilja nefnilega
teygja anga sína langt og eitra út
frá sér á mörgum vígstöðvum.
Það er ekki til sú manneskja sem
verður ekki þess heiðurs að-
njótandi að finna fyrir þeim
eymslum sem fordómar hafa í för
með sér. Við biðjum bara kærlega
að heilsa þeirri manneskju sem
heldur öðru fram.
En hvað býr eiginlega að baki?
Af hverju á maður til að gefa hlut-
unum ekki tækifæri og dæma út
frá eigin skoðunum sem eru
byggðar á sögusögnum eða
reynslu annarra? Ástæðan gæti
verið fyrir fram ákveðnar hug-
myndir um eitthvað sem maður
hefur enga reynslu af. Þannig
leyfir maður sér ekki að kanna
málið upp á eigin spýtur heldur
þykist „vita“ um hvað málið snýst.
Eftirfarandi uppsetning varp-
ar máski betra ljósi á hversu
þröngsýnt þetta er: „Nei, ég veit
ekki um hvað þú ert að tala en
viltu ekki samt vita hvað mér
finnst?“
Það getur samt sem áður verið
erfitt að snúa blaðinu við þegar
um rótgróinn vana er að ræða.
Máttur hans er sterkari en mann
grunar í fyrstu og oft er erfitt að
brjóta upp áragamalt mynstur.
En fyrrnefnt orðatiltæki er í
miklu uppáhaldi því það segir allt
sem segja þarf. Allir fordómar
sem maður kann að búa yfir munu
drepa alla upplifun sem kynni að
eiga sér stað. Maður „veit“ jú
alltaf betur og þarf þess vegna
ekki að kynna sér málið í þaula
hverju sinni.
Þannig mátt þú, lesandi góður,
gefa sjálfum þér klapp á öxl fyrir
að lesa greinina í heild en ekki
stoppa eftir fyrstu greinaskil sök-
um fordóma, því núna ertu nefni-
lega einni upplifun ríkari. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SMÁRI JÓSEPSSON ER TILBÚINN MEÐ KAÐALINN
Snaran um hálsinn á þér
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Hoppaðu
upp í gutti!
Pabbi, við
þurfum
nýjan bíl!
Ha? Við eigum nýjan
bíl! Þetta er
‘86 módelið!
Tíminn flýgur
Ég veit ekki hvort er
verra...að ég gleymi að
klæða mig eða að enginn taki
eftir því að ég er nakinn.
Mig hefur
einnig dreymt
þennan
draum!
Sjáðu Solla! Þú verður að
hætta að spyrja mig um
allt sem ég segi þér!
Ég er mamma þín. Ég fæddi
þig í þennan heim og veit
hvað er best fyrir þig!
Ég fékk ekki þetta starf
út af útlitinu!
Jú,
eiginlega....
Ég er ekki
að tala við
þig!