Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 18
18
Skólabörn eiga
lagalegan rétt á
170 daga kennslu.
Vegna verkfallsins
er ólíklegt að
staðið verði við
það. Steingrímur
Sigurgeirsson er
aðstoðarmaður
menntamálaráð-
herra.
Hvernig verða tapaðir skóladagar
bættir upp?
Hvert sveitarfélag ákveður hvernig
nemendum verður bætt þessi röskun.
Það var ljóst að eftir því sem verkfallið
yrði lengra yrði erfiðara að bæta það
að fullu en ráðuneytið hefur óskað eft-
ir að sveitarstjórnir skýri hvernig skóla-
hald verður. Hægt er að nýta þá virku
daga sem eftir eru en auðvitað verður
hvert sveitarfélag að leysa þetta eftir
aðstæðum á hverjum stað.
Hafa sveitarfélögin skilað svörum?
Ég get ekki sagt það, þú verður að tala
við fræðsluumdæmin. Framkvæmdin
er á könnu sveitarfélaganna en eftir-
litið hjá ráðuneytinu.
Verður þetta leyst án þess að leggja
aukavinnu á börnin?
Sveitarfélögin skipuleggja hvaða leið
þau fara. Ráðuneytið hefur ekki boð-
vald í þessum efnum.
Erfitt að bæta
verkfallið
KENNSLA AÐ LOKNU VERKFALLI
SPURT & SVARAÐ
Stjórnmálaástandið í Úkraínu hefur
verið afar ótryggt síðastliðnar vikur eftir
umdeildar forsetakosningar þar sem
Viktor Janukovitsj sigraði nafna sinn
Júsjenko. Deilurnar eru að mörgu leyti
lýsandi fyrir þjóðina sem er býsna
klofin.
Náttúrulegur klofningur?
Stórfljótið Dnépr skiptir Úkraínu nánast
í tvennt. Hún rennur í gegnum höfuð-
borgina Kænugarð og suður eftir land-
inu þar sem hún fellur að lokum í
Svartahaf. Landsmenn hafa löngum
kallað vesturhlutann hægri bakkann en
austurhlutann vinstri bakkann. Þorri
íbúa á vinstri bakkanum talar rússnesku
og aðhyllist kenningar rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar. Á hægri bakkanum
er aftur á móti einkum töluð úkraínska
og þar hallast menn ekki síður að grísk-
kaþólskum kirkjudeildum.
Menningarlegur klofningur?
Á sínum tíma höfðu Pólverjar töglin og
hagldirnar í vesturhluta Úkraínu en síð-
ar komst hann undir yfirráð Austurríkis-
manna. Því eru evrópsk áhrif þar mun
meiri en í austurhlutanum. Stjórnarherr-
unum í Kreml gekk illa að koma vestur-
hlutanum undir járnhæl sinn en íbúar
hans börðust á hæl og hnakka gegn
sovéskum yfirráðum. Kvað svo rammt
að baráttu þeirra að margir þeirra
gengu í lið með nasistum í síðari
heimsstyrjöldinni, aðrir börðust hvort
tveggja gegn nasistum og Rauða hern-
um. Austan Dnépr býr allstór rússnesk-
ur minnihluti sem fluttist til landsins að
loknu seinna stríði til að vinna við
þungaiðnaðinn sem Stalín kom á fót og
á svipuðum tíma varð Krímsskaginn að
vinsælum sumarleyfisstað sovésku
valdaelítunnar.
Pólitískur klofningur?
Af þessum sökum vilja íbúar austurhlut-
ans viðhalda tengslunum við Rússland
á meðan skoðanir hægribakkamanna
einkennast af mun meiri þjóðernis-
hyggju í bland við áhuga á tengslum við
Vestur-Evrópu, til dæmis með aðild að
Evrópusambandinu. Mið-Úkraínumenn
eru síðan þverskurður þjóðarinnar enda
fer hin eiginlega kosningabarátta yfir-
leitt fram þar, svipað og gerist í tiltekn-
um ríkjum Bandaríkjanna. Enda þótt
þeir kumpánar Janukovitsj og Júsjenko
séu báðir upprunnir í austrinu þá fylktu
íbúar austursins á bak við þann fyrr-
nefnda, en hann nýtur velvildar rúss-
neskra yfirvalda. Íbúar vestursins studdu
aftur á móti hinn þjóðernissinnaða
Júsjenko.
Tvíklofin þjóð frá fornu fari
HVAÐ ERU? ÚKRAÍNUMENN
2. desember 2004 FIMMTUDAGUR
Algengt að aldraðir
slasist heima hjá sér
1837 aldraðir leituðu á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss á síðasta ári vegna slysa.
Af þeim hópi slösuðust 1375 í heimahúsum. 18 prósent þurftu að leggjast inn til aðhlynningar.
Konur slasast oftar en karlar.
SLYS Slys aldraðra í heimahúsum
eru tíð, alltof tíð að mati Sigrúnar
A. Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra
slysavarnasviðs Slysavarnafé-
lagsins Landsbjargar. Heima- og
frítímaslys eru 75 prósent allra
slysa sem aldraðir lenda í en aðrir
helstu flokkar eru umferðar- og
vinnuslys og slys sem ekki eru
skilgreind sérstaklega í gagna-
banka Slysaskráningar Íslands
sem tók tölurnar saman. Til sam-
anburðar má nefna að í Svíþjóð
eru 62 prósent slysa aldraðra
heima- eða frítímaslys.
Konum meiri hætta búin
Aldraðir í þessari samantekt
miðast við 65 ára og eldri.
Langflest heimaslysanna
verða innan dyra eða 712 á síð-
asta ári og 332 urðu á svæðum
tengdum heimilum, til dæmis í
görðum, á bílastæðum eða öðr-
um íbúðarsvæðum utan dyra.
Af slysum innan dyra urðu
flest í setustofum og svefnher-
bergjum, eldhúsum og á stöðum
sem skilgreindir eru annað.
Langflest heimaslysanna
urðu vegna falls af einhverju
tagi en aðrar algengar orsakir
áverka voru árekstrar, skurðir
eða ofáreynsla.
Í flestum tilvikum fékk fólk
að fara heim eftir skoðun og
meðhöndlun á slysadeild en 243
þurftu að leggjast inn til frekari
meðferðar. Eru það átján prósent
tilvika, sem er hátt hlutfall. Til
samanburðar má nefna að tvö til
þrjú prósent barna sem koma á
slysadeild þarf að leggja inn.
Athygli vekur að hjúkrunar-
heimili og sjúkrahús er algeng-
ur vettvangur slysa aldraðra. 78
slys urðu á slíkum stöðum á síð-
asta ári.
Konur lenda mun oftar í slys-
um en karlar. Á síðasta ári leituðu
1.110 aldraðar konur á slysadeild
en 727 karlar. Ekki er teljandi
munur á fjölda slysa eftir mánuð-
um en þó má nefna að flest urðu
þau í júlí á síðasta ári, 189, en fæst
í nóvember, 131. Að sama skapi
dreifast slysin nokkuð jafnt yfir
vikudagana en urðu flest á föstu-
dögum og fæst á sunnudögum.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Sigrún A. Þorsteinsdóttir segir að
margt megi gera til að fyrir-
byggja mörg heima- og frítíma-
slysanna og telur nauðsynlegt að
brugðist verði við með einhverj-
um hætti. Slysavarnafélagið
Landsbjörg leggur sitt af mörkum
með útgáfu bæklings undir yfir-
skriftinni Örugg efri ár en þar eru
mörg góð ráð tíunduð. Hreyfing
og hollt mataræði styrkja lík-
amann og búa hann betur undir
skakkaföll og fjölmargt má gera á
heimilum til að varna því að slys
verði. Góð lýsing á heimilum er
áréttuð í bæklingnum, varað er
við notkun tvískiptra gleraugna
þegar gengið er í tröppum, bent á
að sljóleiki geti fylgt of mikilli
kyndingu og laus teppi og mottur
sögð varhugaverð. Þá er öldruð-
um ráðlagt að hafa símann ávallt
innan seilingar því hætt er við að
illa fari þegar fólk rýkur upp til
að svara.
Desember varasamur
„Það er ástæða til að benda fólki á
að fara sérstaklega varlega nú í
desember,“ segir Sigrún. „Hætt er
við slysum vegna hálku og margir
fara illa út úr þeim. Þá kyndir fólk
íbúðir sínar mikið yfir vetrarmán-
uðina sem veldur meiri svima og
óstöðugleika en ella og svo er fólk,
og þá sérstaklega konur, að brasa
við jólaverkin þessa dagana. Þá er
oft stigið upp á stól til að teygja
sig eftir hlutum í efri skápum og
slíkt getur endað með ósköpum.
Það er full ástæða til að hafa
varann á.“
bjorn@frettabladid.is
NR. 49 - 2004
• Verð kr. 599
9 771025 95
6009
Besta d
agskrái
n!
2.-8.des
.
Fótboltastja
rnan Zlatan
Ibrahimovi
c
féll fyrir Tin
nu Alavis:
Nánir
vinir?
SKILJA SEM
GÓÐIR VINIR!
Bubbi og Brynja v
oru
saman um helgina
:
Algjör ævintýrafer
ð!
BÝÐUR HENNI
Á LÚXUSSNEKK
JU!
LENTI Í
JARÐSKJÁLFTA!
Ungfrú Ísland í
Japan og Kína:
Arnar Gunnlaugss
on
og Helga Lind:
BÆÐI
SKOTIN
Á NÝ!
01 S&H FORS
Í‹A3704 TBL
-2 29.11.2
004 16:46
Page 2
Ge
rir
lí
fið
sk
em
mt
ile
gr
a!
Ge
rir
lí
fið
sk
em
mt
ile
gr
a!
Troðfullt blað
af skemmtilegu fólki!
STEINGRÍMUR
SIGURGEIRSSON
STAÐSETNING HEIMA- OG FRÍ-
TÍMASLYSA:
Heimili - inni 712
Heimili - úti 332
Verslun, þjónusta, skólar - 91
Hjúkrunarheimili, sjúkrahús - 78
Opin svæði, útivistarsvæði, skemmtisvæði - 69
Ótilgreint - 57
Íþróttasvæði - 14
Framleiðslusvæði, verkstæði - 8
Umferðarsvæði - 8
Sjór, vötn, ár - 6
ORSAKIR ÁVERKA:
Fall - 994
Árekstur - 119
Skurður, klemma - 102
Ofáreynsla - 52
Aðskotahlutur - 39
Bit, stunga - 28
Ótilgreint - 19
Áhrif varma, bruni - 17
Áhrif efna, eitrun - 5
HEIMILIÐ ER OFT HÆTTULEGASTI STAÐURINN
75 prósent allra slysa sem aldraðir verða fyrir henda á heimilum þeirra.
SIGRÚN A. ÞORSTEINSDÓTTIR
Sigrún hvetur fólk til að sýna aðgát í jóla-
mánuðinum þar sem annir eru miklar, oft
á kostnað athyglinnar.
SÖNGKONAN RUSLANA
Hún styður Júsjenko í baráttunni, enda úr
vestrinu.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VALLA
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/H
AR
I