Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 24

Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 24
Laugardaginn 27. nóvember síðast- liðinn sögðu dagblöðin frá því að sendiráð Bandaríkjanna hefði látið koma fyrir steinkerum framan við hús sitt við Laufásveg til að verjast sprengjutilræði. Að sögn sendiráðs- ins var þetta gert í samræmi við hertar öryggiskröfur við bandarísk sendiráð um allan heim. Íbúar við Laufásveg hafa mótmælt þessari framkvæmd, og í Fréttablaðinu var haft eftir Erlingi Gíslasyni leikara að nærtækara væri að gera öryggis- ráðstafanir í þágu annarra íbúa við götuna. Líka kom fram að þrásinnis hefur verið farið fram á að sendi- ráðið yrði flutt og sett niður ein- hvers staðar utan íbúðarhverfis, en staðið hefur á fjárveitingum frá stórveldinu. Þeir sem hafa átt leið um Laufás- veg síðustu árin vita líka að götunni hefur verið lokað í austurendann, og það var gert í verndarskyni við sendiráðið að sögn Morgunblaðsins. Sjálfsagt var ætlunin að reyna að tryggja að þeir sem kæmu akandi vestan að og gerðu sprengjuárás á sendiráðshúsið gætu ekki ekið við- stöðulaust áfram og komist undan áður en tóm gæfist til að skjóta þá. Sendiráð Bandaríkjanna hefur því skapað nokkurs konar hernaðar- ástand við þessa einkar friðsamlegu og vingjarnlegu íbúðargötu í Þing- holtunum. Fyrir nokkrum vikum voru bandarískir borgarar á Norðurlönd- um varaðir sérstaklega við yfirvof- andi árás. Til hennar kom sem betur fer ekki, en hér kemur nákvæmlega það sama í ljós og í Þingholtunum í Reykjavík. Allt bandarískt telst vera í sérstakri lífshættu. Þetta er dapurleg staðreynd fyrir mesta herveldi veraldar. En þannig gengur það stundum til í heiminum: þeir sterkustu reynast viðkvæmastir, og drambið er falli næst. Valdahroki bandarískra stjórnvalda hefur gert ríki þeirra svo illa þokkað að jafnvel friðsöm- ustu þegnar þess og meinlausustu stofnanir hvar sem er um heiminn eru talin þurfa sérstaka vernd og aðgæslu. Að sjálfsögðu vitum við aldrei hver er í raunverulegri hættu og hver ekki. En í öryggismálum get- um við ekki gert betur en að reyna að beita skynseminni, og með hana að tæki verður ekki dregin af þessu önnur ályktun en sú að bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli sé sá staður á Íslandi sem sé í mestri árásarhættu. Þess vegna hlýtur að fylgja því nokkur hætta fyrir Ís- lendinga að eiga helsta farþegaflug- völl sinn inni í herstöðinni. Það er andvaraleysi af íslenskum stjórn- völdum að bregðast ekki við þessu og nota það tækifæri sem nú virðist gefast til að leggja herstöðina niður og losna við bandaríska nærveru af Keflavíkurflugvelli. Það er þröng- sýni og skammsýni að stefna far- þegaflugi okkar í hættu, þótt von- andi sé hún ekki mikil, fyrir það smáræði að Bandaríkjaher sjái um að bræða ís og halda við malbiki á flugbrautum vallarins. Það er ekkert víst að tækifærið til að losna við Bandaríkjaher af flugvallarsvæðinu standi um alla framtíð. Valdahroki bandarískra stjórnvalda getur vaxið í þá áttina að þeim finnist nauðsynlegt að hafa aðstöðu til að beita ofbeldi á hverju útskeri heimsins þar sem þau eiga kost á því. Ef til vill er okkur Íslend- ingum að gefast einstakt tækifæri einmitt nú, ef við þekkjum okkar vitjunartíma. ■ Síðastliðið sumar gekk ég um Seltjarnarnes norðanvert og leit- aði stuðnings við mótmæli gegn áformuðum skipulagsbreyting- um meirihlutans í bæjarstjórn Seltjarnarness. Þarna býr fólk sem heiman frá mundi ekki hafa fyrir augum þær breytingar á ásjónu Nessins sem felast í áætl- uðum skipulagsbreytingum. Því mætti ætla að þarna létu margir sig litlu skipta það sem skeði hinum megin á Nesinu. Það hafði líka verið gefið í skyn að þeir sem mótfallnir væru hinum rót- tæku hugmyndum bæjaryfir- valda væru fáeinir nöldurseggir sem teldu sig missa útsýni ef byggðar yrðu háreistar blokkir á núverandi íþróttavelli. Ég fór því af stað frekar vantrúaður á að sjónarmið mín og félaga minna ættu þarna verulegan hljómgrunn. En reyndin átti heldur betur eftir að sýna mér annað og áhyggjur mínar um rýran af- rakstur hurfu sem dögg fyrir sólu. Fólkinu var greinilega annt um ásýnd bæjarins þótt um- deildu svæðin væru ekki við húsdyr þeirra. Áherslurnar voru missterkar gagnvart ein- stökum þáttum skipulagsins en fyrst og fremst lagði fólk áherslu á byggingu miðbæjar- kjarna sem væri bæði fallegur ásýndar þegar komið væri inn í bæinn og uppfyllti þær þarfir sem miðbæjarkjarna er eðlilegt að sjá fyrir. Það verður að teljast skemmtileg tilviljun og athygl- isverð staðreynd að vilji svo margra Seltirninga um miðbæ skuli einmitt vera í fullu sam- ræmi við stefnu sem bæjar- stjórn markaði fyrir aðeins 3 árum með svokallaðri Staðar- dagskrá 21. En því merka skjali hefur ekki verið haldið á loft sem skyldi og nýjasta bæjar- stjórnin hefur með ótrúlega grófum hætti virt hana að vettugi við ákvarðanir sínar í skipulagsmálum. Fyrir þá sem ekki þekkja er Staðardagskrá 21 sprottin upp úr ályktun sem 181 ríki, þar með talið Ísland, undirrituðu á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó 1992. En til að framfylgja henni er bæjarfélög- um gert að semja stefnuyfirlýs- ingu – svokallaða staðardag- skrá. Vinna við Staðardagskrá Seltjarnarness hófst 1999 og var mjög vandað til hennar af um- hverfisnefnd bæjarins, verkefn- isstjórn og öðrum svo sem sjá má á vefsíðu Seltjarnarness. Hún var síðan formlega sam- þykkt í bæjarstjórn árið 2001 og sett á vefsíðu bæjarins: sel- tjarnarnesbær.is – þar sem hún er enn, sjálfsagt af gömlum vana, því bæjaryfirvöld kannast ekki lengur við hana í verkum sínum. Í kynningu skjalsins má m.a. sjá eftirfarandi setningar: „Staðardagskrá er heildaráætl- un bæja- og sveitarfélaga um hvernig þau eigi að þróast með sjálfbærum hætti“; og ennfrem- ur „Eins og áður segir er Staðar- dagskrá 21 ekki aðeins áætlun bæjarstjórnarinnar heldur bæj- arfélagsins í heild“. Bæjaryfirvöld hafa ugglaust ekki kannað, hve margir bæjar- búar eru eindregið fylgjandi þessari stefnuyfirlýsingu henn- ar. Það varð hins vegar öllum ljóst þegar mótmælin gegn skipulagstillögum meirihluta bæjarstjórnar komu fram. En furðu sætir að meirihluti bæjar- stjórnar sem stóð að þeirri stefnumótun er fram kemur í Staðardagskránni skuli leggja fram tillögur sem ganga þvert á markmið og leiðir dagskrárinn- ar. Hún er aðeins þriggja ára og á að heita í fullu gildi. Veit ekki hægri höndin hvað sú vinstri er að gera? „Það er eins og bæjar- stjórnin líti á Staðardagskrána sem marklaust puntuplagg til að veifa á tyllidögum,“ sagði við mig lögfræðingur sem starfar að skipulagsmálum í öðru bæj- arfélagi og gjörþekkir dag- skrána. Slík framkoma fannst honum ekki fögur til eftir- breytni. Ég er því algjörlega sam- mála, enginn heiðvirður bæjar- stjórnarmaður ætti að geta lagt blessun sína yfir það, að Seltjarnarnesbær lýsi því hátíð- lega yfir að hann ætli að gera eitthvað sérstakt í skipulags- og umhverfismálum, en fram- kvæmi síðan eitthvað allt annað, þvert á fyrri stefnu. Slíkt er hvorki bæjarstjóra né bæjarfé- lagi samboðið. Hina afgerandi kröfu bæjar- búa um uppbyggingu miðbæjar- kjarna væri ekki unnt að upp- fylla ef knattspyrnuvöllur yrði settur á svæðið, svo sem áform- að hefur verið þótt íþrótta- aðstaðan í heild yrði þar miklu lakari en á núverandi velli. Fólkið sem ég hitti að máli skildi ekki, og það geri ég ekki heldur, hvers vegna í ósköpun- um stjórn bæjarfélagsins ætti að hindra eðlilega uppbyggingu miðbæjar, skerða íþróttaaðstöð- una og kalla yfir sig margháttuð vandamál, þ. á m. umferðar- öngþveiti og öryggisleysi sem fylgja myndu blokkabyggingum á núverandi íþróttavelli. Ég hef að vísu heyrt „rök“ sem ég tel léttvæg fyrir flutningi íþrótta- vallarins á Hrólfsskálamel (svo sem að öllu styttra verði í sturtuklefana!). En alls engin rök hafa sést fyrir því að Seltirningar séu betur settir með lítinn miðbæjarkjarna eða engan þvert á óskir meirihluta bæjarbúa. Hver getur líka rök- stutt það, að Seltirningar fórni væntanlegum miðbæ, ásýnd til framtíðar og ramma um margvíslega þjónustu, fyrir skyndigróða af lóðasölum til að bæta enn rekstrarafkomu bæj- arfélags sem er ágætlega stætt – og hefur alla burði til að standa undir þeirri þjónustu, sem við kunnum að þurfa á að halda í framtíðinni. ■ 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR24 Óviljaverk eða hvað? SIGMUNDUR MAGNÚSSON LÆKNIR UMRÆÐAN SKIPULAGSMÁL Á SELTJARNARNESI Hver getur líka rökstutt það, að Seltirningar fórni væntan- legum miðbæ, ásýnd til framtíðar og ramma um margvíslega þjónustu, fyrir skyndigróða af lóðasölum? ,, GUNNAR KARLSSON PRÓFESSOR UMRÆÐAN VARNIR ÍSLANDS Öryggisleysið á Íslandi BRÉF TIL BLAÐSINS SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Er hægt að fækka öryrkjum? Hrafnkell Daníelsson, öryrki, Borgarnesi skrifar: Jú. Það er hægt að virkja öryrkja og sjálf- sagt koma mörgum út á vinnumarkað- inn sé til þess vilj. Vilji og fjármagn. Það þýðir ekkert að koma með stórkallalegar yfirlýsingar eins og þessum bullurum er tamt sem hæst láta með þessi mál. Það kostar að endurhæfa fólk til að koma því út á vinnumarkaðinn aftur, en það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk gangi í það af eigin hvötum á þeim bótum sem það fær. Því verður ríkið eða sveit- arfélög að koma til móts við þá sem eru tilbúnir að mennta sig eða endurhæfa til að komast út á vinnumarkaðinn aftur. Meðan ekki er horft á á málið frá þeirri hlið og ekkert gert í þeim efnum, þá heldur ástandið bara áfram að versna. Ég veit þetta sjálfur, enda er ég einn úr þessum hóp, og ég hef verið að reyna að mennta mig, en það er eina leiðin fyrir mig að gera það í gegnum netið og með sem minnstum tilkostnaði. Ég hef reynt að fá námsstyrki til að geta sótt nám til Reykjavíkur, en ég bý úti á landi, en ekki fengið. Fordómar gagnvart okkur sem höldum öllum útlimum en erum samt öryrkjar eru ótrúlega miklir, og meiri í smærri samfélögum á landsbyggðinni. Fyrirgreiðsla er í lágmarki og við einangr- umst félagslega vegna fordómanna. Við eigum enga vinnufélaga og umgöng- umst ekki fólk meira en brýna nauðsyn ber til. Maður nánast skammast sín fyrir að vera til og fyrir það að þiggja þá ölm- usu sem ríkið réttir manni. Ekki hjálpa heldur sveitarfélögin til, en það er ýmis- legt sem ég persónulega gæti gert, enda búinn að ná mér í ýmsa þekkingu á net- inu og kann ýmislegt fyrir mér, en af því að ég hef ekki „prófgráðu“ upp á það, þá fæ ég ekki vinnu við það. Þetta er það sem flestir öryrkjar þurfa að slást við alla daga allt árið um kring. Ef það væri raun- verulegur vilji til að fækka öryrkjum, þá væri það gert en ekki bara vælt yfir því hvað þeir kosta þjóðfélgaið. Svona mál- flutning kallar maður hræsni. Minni pipar, meira salt Sigmar Sævaldsson skrifar: Hallærislegasta stjórnarbylting sögunnar átti sér stað í Dalvíkurbyggð í síðastlið- inni viku. Meirihlutahjónin þar skildu að borði og sæng í sex daga. Ekki er talið að um framhjáhald hafi verið að ræða held- ur ósætti um matreiðsluaðferðir. Hjónin hafa nú sæst á minni pipar en meira af salti. Hjónabandið verður endurnýjað í Dalvíkurkirkju nk. þriðjudag, líklega að viðstöddum presti og vígsluvottum. ■ LEIÐRÉTTING Finnur Baldursson tók myndir af starfsfólki Kísiliðjunnar í Mý- vatnssveit og verksmiðjunni sem birtust í blaðinu í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.