Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 41
Maðurinn er bylting „Fyrir utan goð eins og Snoop Dogg og Kristján Arason, handboltamann með meiru, vil ég nefna Zack de la Rocha,“ segir Magnús Ágústsson, söngvari Búdrýginda, um áhrifavald sinn. „Hann er besti söngvari sem hefur komið fram í heimin- um. Hann var í Rage Against the Machi- ne, sem var algjör bylting, og maður- inn sjálfur er nátt- úrlega bylting. Yfir- lýsingarnar sem hann kemur með í textunum eru til dæmis flottar. Það er líka kúl hvernig hann var í Rage. Hann var ekki söngvari og ekki rappari, heldur eitt- hvað mitt á milli. Í sumum lögunum tal- aði hann bara í gegn- um lögin,“ segir Magnús. Textar Rage Against the Machine voru jafnan hápólitískir og það kunni Magnús vel að meta. „Zack er svolítið róttækur. Þó svo að ég sé það ekki þá fíla ég hvernig hann var róttækur. Hann er ekki eins og Fred Durst, söngvari Limp Bizkit, sem er asnalega róttækur.“ Magnúsi var líkt við Zach eftir að Búdrýgindi unnu Músíktilraunir um árið þó svo að hann eigi nokkuð erfitt með að skilja af hverju. Engu að síður hefur Rage Against the Machine ávallt verið einn af aðalá- hrifavöldum Búdrýginda í gegnum tíðina. Heyrist það meðal annars í nokkrum lögum á nýrri plötu sveitarinnar sem nefnist Juxtap- os. „Ef Zach les þetta viðtal má hann al- veg hafa samband við mig og fá diskinn minn ókeyp- is; jafnvel áritaðan,“ segir Magnús og býst við svari á næstu dögum. sem hann hafði gert með Jamiroquai. Þegar við hlustuðum á niðurstöðurnar vorum við ekki sáttir og endurhljóð- blönduðum efnið. Það er kannski stað- festingin á því sem Samúel segir, þessi plata er gefin út á algjörlega okkar eig- in forsendum.“ Hitað upp fyrir guðföðurinn Eins og flestir vita þá hitaði sveitin upp fyrir guðföður sáltónlistarinnar, James Brown. Samúel segir þetta ekki hafa verið í fyrsta skipti sem þeir hafi haft tækifæri til þess að hitta eitt af átrúnaðargoðum sínum. Í eitt skiptið fór það þó fyrir ofan garð og neðan og þeir hafi ekki viljað láta það koma fyr- ir aftur. „Þannig var mál með vexti að við vorum að spila á eftir Maceo Park- er, sem var saxófónleikari í hljómsveit James Brown og hefur verið fyrirmynd okkar í mörg ár. Við sátum og vorum að borða eftir hljóðprufu og þá kemur hann gangandi ásamt hljómsveitinni. Í stað þess að kynna okkur frusum við allir og þorðum ekki að mæla við hann eitt orð, misstum bara matarlystina.“ Börkur segir það hafa verið skrítið að hitta James Brown. „James Brown er búinn að gera nánast jafnmikið fyr- ir tónlistina og Mozart. Við fengum að hitta hann en það var allt mjög skipu- lagt. Okkur var stillt upp í röð eins og litlum skóladrengjum. Síðan var leitað á okkur, því við máttum bara vera með eina myndavél. Svo opnaði umboðs- maðurinn hans hurðina að búnings- herberginu og sagði: „Hr. Brown, bandið er hérna.“ Þetta tók fimm mín- útur. Það eina sem Brown sagði var „flott sveit, haldið áfram að gera það“. Samúel bætir við að það hefði nú ver- ið gaman að setjast niður með kóngin- um og spjalla aðeins við hann. „Um hvað hann var að hugsa þegar hann gerði þessa og hina plötu,“ segir hann í léttum dúr. Börkur segist þó alveg skilja þetta. „Þegar maður er orðinn jafn stór og James Brown þá nennir maður ekkert þessu umstangi, það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr hon- um.“ Þess má geta að James Brown eru veittar sérstakar þakkir á nýja diskin- um. Diskótónlist er ekki svo slæm Diskóið hefur oft verið eitur í beinum tónlistarmanna, og margir þeirra hafa reynt að forðast tengingu við það eins og heitan eldinn. „Á sínum tíma þegar hatrið blossaði upp á tímum diskósins, þá var það í rauninni ekki gegn tónlistinni sjálfri, heldur menningunni. Tónlistin var mjög flott en í stað þess að vera spiluð „live“ af hljóðfæraleikurum, var hún leik- in af hljómplötum. Tónlistarmennirnir urðu því atvinnulausir,“ segir Börkur. „Okkar áhrifavaldar, eins og Kool and the Gang og Earth Wind and Fire, sem spil- uðu dansvæna sálartónlist, voru stimpl- aðir sem diskó og því hent í burtu þegar sú bóla dó, ásamt mörgum flottum tón- listarmönnum,“ bætir Samúel við. „Sú tónlist sem við erum að gera er í rauninni popp, og ég skammast mín ekkert fyrir að segja það. Gott popp er mjög skemmtilegt í samanburði við þetta fjöldaframleidda popp sem er að tröllríða öllu og flestir eru búnir að fá ógeð af. Við erum fulltrúar fyrir góða popptónlist,“ segir Börkur stoltur og bætir því að þeir blási á alla dóma um að hvítir strákar frá Íslandi geti ekki spilað fönk. „Tónlistarstjórinn hjá James Brown var nú hvítur ungur strák- ur,“ bætir Samúel við og leyfir sér ekki eina sekúndu að efast um hæfileika þeirra að spila sálartónlist. „Fönk er bara svitalykt,“ segir hann í léttum dúr. Sofið á Formúlu 1 hóteli Það hefur alltaf verið glamúrímynd yfir lífi tónlistarmanna. Þeir gisti á flottum hótelum og séu umvafnir fögr- um fljóðum og peningum. Strákarnir segjast ekki kannast við þetta. „Við sváfum einu sinni á Formúlu 1 hóteli, sem var svona sjálfsala hótel, enginn starfsmaður og allt úr plasti. Þá gáf- umst við upp og fórum á betra hótel,“ segir Samúel og bætir við að þeir hafi þurft að sofa í hreysum fyrir ofan bari og þar fram eftir götunum. „Við erum ekki einu sinni með rótara eða bíl- stjóra. Ef við værum með slíkt, þá væri enginn peningur eftir,“ segir Samúel. „Samt er það svo merkilegt, að þegar maður er búinn að vera að ferðast í þrjá daga, er ógeðslega sveittur, táfýlan af strákunum er alveg að gera mann geð- veikan og maturinn sem maður étur ógeðslegur, þá hverfur þetta allt um leið og maður stígur upp á svið,“ segir Börkur og bætir við að þeir séu þó ekkert að kvarta. „Þetta er bara vinna sem er ekkert merkilegri en að kynna til dæmis nýja skó erlendis. „Við erum bara að kynna ákveðið vörumerki,“ segir Samúel og bætir við: „ Út á við heldur fólk að við séum ógeðslega ríkir og frægir en á bak við þetta er alveg brjálæðisleg vinna fyrir lítið kaup.“ ● F29FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu er miðvikudagurinn á jólakortum til Evrópu er miðvikudagurinn á jólakortum innanlands er þriðjudagurinn 8.12. 15.12. 21.12. www.postur.is Komdu tímanlega Finndu pósthúsið næst þér á ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 25 98 4 1 1/ 20 04 með jólakortin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A TL I M ÁR H AF ST EI N SS O N Jagúar. „Við sváfum einu sinni á Formúlu 1 hóteli, sem var svona sjálfsala hótel. Enginn starfsmaður og allt úr plasti.“ James Brown búinn að gera jafnmikið fyrir tónlistina og Mozart „ MAGNÚS ÁGÚSTSSON söngvari Búdrýginda, hefur mikið álit á Zach de la Rocha, fyrrver- andi söngvara rokksveitarinn- ar Rage Against the Machine. Áhrifavaldurinn ZACH DE LA ROCHA Hafði öfluga sviðsframkomu og var hápóli- tískur í textum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.