Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 42
Það leika ferskir vindar um kærustu-
parið Hugrúnu Dögg Árnadóttur fata-
hönnuð og Magna Þorsteinsson,
klippara á Rauðhettu og
úlfinum. Hugrún hefur
unnið að fatahönnun síð-
an hún útskrifaðist frá
Studio Bercot í París árið
2000 en samhliða því rekur
hún skóverslunina Kron á
Laugavegi. Í sumar opn-
uðu þau aðra Kron-verslun
hinum megin við götuna
þar sem þau selja fram-
sækinn og flottan fatnað
frá erlendum hönnuðum á
borð við Helle Mardahl,
Lundgren og Windinge, By
Iben Hoj, Kokon To Zai,
Marjan Pejoski, Eley Kishimoto og
Wood Wood ásamt hollenska merkinu
Humanoid.
„Mér fannst þetta vera mín skylda að opna
þessa búð fyrst enginn annar var búinn að gera
það á undan mér,“ segir hún.
„Helle Mardahl er dönsk en hún útskrifaðist frá
Central Saint Martins Collage árið 2001. Hún
hefur verið að gera rosalega góða hluti og farin að
selja hönnun sína í flottum verslunum í Lundún-
um þótt hún sé ennþá svolítið „underground“. Á
bak við bolamerkið Wood Wood standa tveir
danskir strákar og sést það á hönnun þeirra langar
leiðir, bæði í litavali og útliti. Þetta eru svona ekta
strákabolir með printi. Eley Kishimoto er æðisleg
og hefur verið kosin hönnuðir ársins tvö ár í röð.
Hún er eiginlega hætt að vera „underground“ því
hún er komin upp á yfirborðið og farin að selja í
verslunum í Lundúnum og um heim allan. Marjan
Pejoski hannaði svanakjólinn á Björk. Mér finnst
mjög mikill heiður að fá að selja
hönnun hans því hún er „súper-
bjútífúl“. Kokon To Zai er hliðar-
lína Marjan Pejoski, mjög villt
fatalína fyrir stráka sem fer alla
leið. Mér finnst mjög flott að
blanda þessum bolum og peysum
við gallabuxur. By Iben Hoj er
danskur hönnuður sem sérhæfir
sig í prjónavörum. Línan hennar
er kannski aðeins fyrir þær eldri
en hún er mjög falleg og elegant.
Það eru tvær danskar stelpur
sem standa á bak við Lundgren og
Windinge.
Sú lína er
frekar plein
og ættu fötin frá þeim að henta öllum
hópum. Svo ættu Humanoid-aðdá-
endur að geta tekið gleði sína á ný því
við erum komin með línuna frá þeim,“
segir Hugrún en hún hafði töluvert
fyrir því að fá þessi merki til Íslands og
það dugði ekkert minna en að mæta á
staðinn og sjarma hönnuðina upp úr
skónum.
Ég seldi hönnuðunum þá hug-
mynd að ég ætlaði að gera þetta sjálf
og myndi ekki blanda hönnuninni
saman við ódýran fjöldaframleiddan
fatnað. Þar sem það var frekar lítill
fyrirvari á þessu hjá mér fékk ég
sums staðar flíkur frá hönnuðunum
sjálfum sem þeir ætluðu að selja í
sínum búðum. Eftir jólin verð ég því
með breiðari línu frá hverjum
hönnuði.“
Laugavegsdama
Þó að Íslendingar þyki fljótir að til-
einka sér helstu tískutrendin þá þarf
oft að mata þá þegar kemur að
hönnun. Finnur þú fyrir þessu?
„Það þarf að kynna hönnunina
fyrir fólki. Ef ég tek strákalínuna
Kokon To Zai sem dæmi þá þekkti
ég kannski fimm stráka sem ég var
viss um að myndu fíla þetta en svo
þarf maður bara að kenna öllum
hinum. Ég hef samt fengið ótrúlega
góðar viðtökur,
miklu betri en ég
þorði að vona.
Það eru margir
mjög fegnir að
þessi búð sé
komin því aðdá-
endur framúrst-
e f n u l e g r a r
hönnunar hafa
verið mjög svelt-
ir. Það er engin
samkeppni því
það er engin
sams konar versl-
un. Ég er því að
sinna þeim hópi
sem hefur orðið útundan,“ segir hún. En hvaða
merki skyldi henni þykja vænst um?
Ég elska
Helle Mardahl.
Ég var búin að
velta því fyrir
mér í tvö ár að
opna þessa búð
og þegar ég hitti
Helle Mardahl
sannfærðist ég
um að ég væri
með góða hug-
mynd og ætti að
hrinda henni í
framkvæmd. Ég
verð þó að viður-
kenna að hin
merkin í búðinni
eru líka í mjög
miklu uppáhaldi
hjá mér.“
Hugrún er Laugavegskona. Skóverslunin Kron
er á Laugavegi 48 en fataverslunin er rétt hinum
megin við göt-
una að Lauga-
vegi 55. Hún
getur því hlaupið
á milli á bolnum
einum fata.
Það kom
aldrei neitt ann-
að til greina en
að hafa þessar
verslanir á
Laugaveginum.
Það kemur allt
annað fólk á
Laugaveginn en
inn í Kringlu.
Hér vil ég vera
því ég er ekki að
höfða til fjöldans. Ég vil frekar næra hina,“ segir
Hugrún.
Þegar hún tekur á móti blaðamanni er hún í
ferskjubleikum kjól, með bera handleggi og uppsett
hár eins og hefðardama. Ef það væri bjart úti og mið
vika myndi ég halda að hún væri að fara á ball, en
svona er Hugrún bara.
„Ég er mjög mikil dama og er í miklum tengsl-
um við kvenlegu hliðina í mér. En svo get ég alveg
verið töffari líka. Ég er mjög öfgakennd í þessu. Fer
alltaf alla leið í báðu,“ segir hún og brosir út í ann-
að. Hún gleymir aldrei að vera kvenleg þó það sé
mikið að gera. Í litla fyrirtækinu sínu gengur hún í
öll störf, kaupir inn, sér um bókhaldið, fer í máln-
ingargallann og breytir búðunum þegar hana langar
til þess og svo mætti lengi telja. Hvað um frítímann?
Það er ekkert frí. Ég er alltaf eitthvað að stússast
í búðunum. Nú, ef ég vil gera mér dagamun fer ég á
barinn og fæ mér hvítvínsglas,“ segir hún alsæl. ●
F2 10 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR
Kærustuparið Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson fara alla leið
HÖNNUN FYRIR FÓLK SEM ÞORIR
Kokon To Zai er hliðarlína Marjan Pejoskis sem
er mjög villt. Línan er sérstaklega hönnuð fyrir
stráka og ekki er hægt að segja annað en hún
fari alla leið.
Humanoid-aðdáendur geta tekið
gleði sína á ný því línan frá þeim fæst
í Kron.
Eley Kishimoto gerir vínberjum góð skil á
þessari peysu. Hún hefur verið kosin
hönnuður ársins tvö ár í röð í Lundúnum.
Helle Mardahl er danskur hönnuður sem
útskrifaðist frá Central Saint Marteins
hönnunarskólanum árið 2001 og er búin að
vera að gera frábæra hluti í tískuheiminum.
Marjan Pejoski hannaði svanakjólinn á
Björk. Hugrúnu finnst mikill heiður að fá að
selja hönnun hans í Kron.
Fataverslunin Kron er ekki stór í fermetrum en hönninin rúmast þó ákaflega vel þar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
K
AR
LS
SO
N