Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 46
Ó hjákvæmilega verða á næstu árum kyn- slóðaskipti í íslenskri pólitík. Með nýrri kynslóð taka við ný viðhorf og sjónarmið sem byggjast á breyttri heimsmynd sem mótast hefur meðal annars í kjöl- far falls kommúnismans og lokum kalda stríðsins. Austur og vestur eru ekki lengur andstæðir pólar í hugum fólks, kolkrabbinn er liðinn undir lok og hægri- og vinstrimenn eru nú nán- ast sammála um hlutverk ríkisvaldsins. Ekki ríkir þó vissa um hverjir fram- tíðarleiðtogar þjóðarinnar verða, né hvaða gildi þeir innleiða því vafi leikur á því hvort stjórnmálamenn nýrrar kyn- slóðar séu trúir sjálfum sér, eða hvort þeir aðhyllast hugmyndir hinna eldri í því skyni að auðvelda sér framgangi innan flokksins. Hrun kommúnismans mikil frelsun “Ef eitthvað hefur mótað hugsjónir minnar kynslóðar er það hrun komm- únismans og lok kalda stríðsins,“ segir Jón Ólafsson heimspekingur. „Fólk í kringum fertugt ólst upp við það að heimurinn væri rígnegldur niður hug- myndafræðilega og lítið væri hægt að gera í því. Heimurinn skiptist í austur og vestur og ekki var að sjá að það gæti breyst neitt auðveldlega. Menn ímynd- uðu sér að breytingar yrðu að eiga sér stað á mjög löngum tíma og með frið- samlegum hætti enda upplifðu lang- flestir það sem gerðist í Austur-Evrópu sem mikla frelsun, jafnt vinstrisinnað fólk sem hægrisinnað,“ segir hann. Andri Óttarsson, lögmaður og að- stoðarritstjóri Deiglunnar, vefrit ungra sjálfstæðismanna, tekur undir þetta. „Á tímum kalda stríðsins var ríkjandi hugmyndafræði þar sem tveir and- stæðir pólar ríktu. Með þessu fylgdu oft mjög öfgakenndar skoðanir á ýms- um málum, svo sem varðandi viðhorf til Bandaríkjanna og fleira. Á þessu ber hins vegar lítið nú enda virðist unga kynslóðin ekki hafa jafnafgerandi skoðanir og áður þekktust,“ segir Andri. Mikill munur á kynslóðunum Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnmála- áhugi sinn hafi vaknað eftir að þessu tímabili andstæðra póla lauk. „Pólitísk- ar skoðanir mínar fóru að mótast að einhverju marki eftir að kalda stríðinu var lokið og gömlu víglínur stjórnmál- anna virtust vera að mást út. Vinstri flokkarnir um allan heim voru í langri eyðimerkurgöngu og mikilli upplausn og voru að stíga skref til baka í gjör- breyttri mynd, eins og til að mynda breski Verkamannaflokkurinn,“ segir Björgvin. Hann segir að verulegur munur sé á kynslóðunum í íslenskum stjórnmálum. „Stjórnmálaþátttaka mín hófst einung- is á þeim forsendum að gömlu, sundr- uðu, litlu vinstri flokkarnir, sem höfðu að mörgu leyti tapað tilverurétti sínum, lögðu saman krafta sína og bjuggu til nýtt stjórnmálaafl sem svaraði kalli tímans. Loks var kominn frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur sem byggðist á því að setja almennar leikreglur og heil- brigðan ramma, en ekki að deila og drottna til flokksgæðinga,“ segir Björg- vin. „Það er orðið alviðurkennt í jafnað- armannaflokkunum í dag að við teljum að hlutverk ríkisvaldsins sé fyrst og fremst bundið við rekstur á heilbrigðis- kerfinu, menntakerfinu og svo fram- vegis og það eigi alls ekki að vera í sam- keppnisrekstri. Ef þessu hefði verið haldið fram fyrir nokkrum árum hefðu menn þótt miklir helgimyndabrjótar,“ segir Björgvin. Meira frjálsræði markar þáttaskil Andri bendir á að meira frjálsræði í atvinnulífinu hafi markað ákveðin þáttaskil í íslensku samfélagi, meðal annars með tilkomu EES-samnings- ins. „Gömlu fyrirtækjablokkirnar eru lýsandi fyrir þann klíkuhugsunarhátt sem ríkti á Íslandi fram yfir 1990 þeg- ar allt fór að breytast undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Áður fyrr þurfti fyrirgreiðslu og pólitísk sambönd til að ná árangri. Ekki var hægt að opna apótek eða gera nokkurn skapaðan hlut nema með leyfi ríkisins. Hafta- og skömmtunarstefna var á flestum stigum þjóðfélagsins enda byggðu stjórnmálamennirnir sína stjórnunar- stefnu á hinu gamla rómverska orða- tiltæki að deila og drottna,“ segir Andri. Hallgrímur Helgason rithöfundur segir að það muni taka lengri tíma fyrir valdaflokkana tvo, Framsóknarflokk- inn og Sjálfstæðisflokk, að hrynja en kolkrabbann því stjórnmálin séu alltaf á eftir þróuninni í samfélaginu. „Smám saman munum við sjá þessa flokka hrynja því að þeir byggja í raun á illa fengnum hlut, samanber samráðsgróðann frá olíufélögunum. Ég spái jafnframt að það muni taka tíu ár að endurbyggja Sjálfstæðisflokkinn þegar Davíð fer frá,“ segir Hallgrímur. Flokkspassinn gildir ennþá Björgvin segir að á allt of mörgum svið- um samfélagsins gildi flokkspassinn ennþá. „Þá er ég að tala um það vald sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft, þótt segja megi að það hafi hrunið í viðskiptalífinu eftir að kolkrabbinn andaðist mjög snögglega. En á öðrum sviðum skiptir það enn máli, því miður, en vonandi mun það brátt heyra sög- unni til,“ segir hann. Björgvin segir að gamla samfélagið hafi að mörgu leyti verið miklu óheil- brigðara. „Tök ríkisvaldsins og stjórn- málaflokkanna voru mjög drottnandi yfir nánast öllum sviðum samfélagsins, svo sem bönkum, fjarskiptum, lóðaút- hlutunum og öllu sem skipti miklu máli. Nú er þetta sem betur fer komið út á hinn frjálsa markað, þar geta stjórnmálamenn og aðrir ekki beitt áhrifum sínum í þá veru að hygla ein- hverjum umfram annan og við þetta F2 14 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Ný kynslóð íslenskra stjórn- málamanna hefur alist upp við allt aðra heimsmynd en hin eldri og mun því innleiða breytt viðhorf í íslenskt samfélag þegar hún tekur við. Sigríður D. Auðunsdóttir skoðar hvað það er sem mótar hugsjónir hinna ungu. Nokkrir lykilatburðir fyrir breyttum heimi Framhald á bls. 161986 1988 1990 1991 1992 2003 1994 Reagan - Gorbatsjov fundurinn í Höfða. Þjóðarsátt með ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Berlínarmúrinn fellur. Lok Kalda stríðsins. Fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Samband íslenskra samvinnufélaga verður gjaldþrota. Ísland tekur upp EES-samninginn. Kolkrabbinn líður undir lok með sölu Eimskips. NÆSTA KYNSLÓÐ ★★★
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.