Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 52

Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 52
2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Debenhams: Maine, dömu- og herrafatna›ur. 20% afsláttur. Hótel Selfoss: Gisting og/e›a jólahla›bor›. 15% endurgrei›sla. Kaffi Reykjavík: Jólahla›bor›. 15% endurgrei›sla. Gunni Magg: Úra og skartgripaverslun. 15% endurgrei›sla. Heimilistæki: Tilbo› á 28" og 32" sjónvarpstækjum. Sjónvarpsmi›stö›in: Tilbo› á Olympus C60Z stafrænni myndavél me› 3x a›dráttarlinsu. T.J. Glans: Bílaflvottur. 20% endurgrei›sla. D‡ralíf: Katta- og hundaflurrmatur. 15% afsláttur. Herra Hafnarfjör›ur: Jakkaföt, skyrtur og bindi. 10% afsláttur vi› kassa. ESSO: Heimabíó me› DVD og mynd á 19.900 kr. Hagkaup: • Allt gos me› 15% afslætti. • Jóa Fel ís me› 15% afslætti. • Allir skór me› 15% afslætti. • Sófasett me› 10% afslætti. • Golfsett me› 15% afslætti. Desembertilbo› til e-korthafa Jólatónleikar verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld klukkan 20.00. Þarkemur fram Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt Sigurði Flosasynisaxófónleikara, Birni Steinari Sólbergssyni organista og drengjatenór-num Ísak Ríkharðssyni sem er aðeins ellefu ára. „Fyrir okkur hér á Íslandi er einstakt að drengjarödd eins og hjá Ísak þróist svona. Þetta þekkist í löndum sunnar í álfunni enda eru drengjakórar algengari þar,“ segir Hörður Áskelsson, sem hefur veg og vanda af tónleikunum. „Það má eiginlega þakka Drengjakór Reykjavíkur að þessi rödd verður til. Hann byrjaði að syngja með kórnum fyrir þremur árum,“ segir Áskell en þá var Ísak aðeins átta ára. „Foreldrarnir styðja drenginn alveg út í hið óendanlega enda bæði tónlistarfólk. Hann hefur fallega rödd sem blómstrar núna en maður veit ekki fyrir fram hvenær þetta skeið tekur enda og algjörlega óvíst hvers lags rödd verður til þegar hann verður unglingur. Þetta er því stórkostlegt tækifæri sem við ætlum að nýta okkur.“ Tónleikarnir í dag eru þeir þriðju í röðinni; tvennir tónleikar voru haldnir um síðustu helgi og einir á miðvikudag. Að sögn Áskels hafa tónleikarnir gengið mjög vel en þar er lögð áhersla á íslenska tónlistararfinn. „Við leikum þessi gömlu en fáu íslensku jólalög eins og Hátíð fer að höndum sem er útgangspunktur tón- leikanna,“ segir Áskell og bætir við að tónlistarmennirnir leiki af fingrum fram. „Við erum búnir að ákveða formið en innan þess er ákveðið frelsi. Kórinn fer til að mynda syngjandi um kirkjuna og Sigurður gengur um með saxófóninn og prjó- nar út frá tónunum sem myndast,“ segir Áskell. Óhefðbundnir jólatónleikar með drengjasópran 3 dagar... Fimmtudagur... ...þar sem jólin nálgast nú óðum getur verið skemmtilegt að fara með fjöl- skyldunni á jólakompumarkað sem haldinn er undir stúku Laugardalsvallar í dag milli ellefu og fjögur. Áhugasamir íbúar í skólahverf- unum þremur sem umlykja Laugardalinn standa fyrir markaðnum en hann er haldinn með stuðningi og velvilja hverfisráðs Laugardals. Hugmyndin með markaðinum er að hann verði haldinn reglulega, íbúum og gestum til gagns og gamans. BÍÓ ... Sýningar á jóla- myndinni The Pol- ar Express hefjast á föstudaginn en þar er á ferðinni ekta jólamynd sem ætti að koma öllum í gott skap fyrir hátíðirnar. Myndin er tölvuteiknuð og það er óhætt að segja að tölvudeildin tjaldi öllu sem til er en myndin er sérstaklega áferðar- fögur og flott. The Polar Express segir frá dreng sem er að missa trúna á jóla- sveininn en þarf heldur betur að hugsa sinn gang þegar Norðurpólshraðlestin kemur og sækir hann aðfaranótt jóla og flytur hann á vit Sveinka. Leikstjóri Robert Zemeckis þarfnast ekki kynningar en hann á að baki stór- myndir eins og Back to the Future, Forrest Gump og What Lies Beneath. Leikarar Tom Hanks er allt í öllu í þess- ari mynd og ljær öllum helstu persónum rödd sína, þar á meðal aðalhetjunni, lestarstjóranum og jólasveininum. Orðspor Myndin þykir falleg, skemmtileg og mátulega spennandi og er almennt tal- in prýðileg fjölskylduskemmtun og er lík- leg til að hjálpa mörgum að komast aftur í samband við barnið í sér. Í það minnsta meðan á sýningu stendur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.