Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 54
Íslenskir hönnuðir hafa verið að geraþað gott erlendis undanfarið. Einnþeirra er Sigurður Gústafsson,
arkitekt, en hann hefur hlotið mikið lof
fyrir hönnun sína og hefur sænski hús-
gagnaframleiðandinn Sven Lundh hjá
Kallemo framleitt og markaðsett hönn-
un eftir hann. Sigurður er margverð-
launaður og hefur meðal annars hlotið
sænsku Bruno Mattson verðlaunin og
Torsten og Wanja – Söderbergs-
verðlaunin sem voru afhent í nóvember
í fyrra, en það eru einhver eftirsóttustu
hönnunarverðlaun Skandinavíu. Í kjöl-
farið var honum boðið að vera með
yfirlitssýningu yfir hönnun sína í
Röhsska safninu í Gautaborg en auk
þess hefur Sigurður sýnt um allan
heim, meðal annars í Rússlandi og
Kína.
Sigurður er nýkominn frá Svíþjóð
en þar stjórnaði hann workshop með
ungum dönskum og sænskum hönnuð-
um um Hans J. Wegner, einn þekktasta
núlifandi hönnuð Dana.
Skortur á hefð er bæði kostur
og galli
Sigurður segir landamæri lista og
hönnunar að renna saman og að menn
séu auknum mæli farnir að sækja
innblástur inn í listköpun. „Þetta er
breyting frá því sem var þegar list-
formið var bannorð í heimi hönnuða,“
segir Sigurður.
En hvernig fær Sigurður hugmyndir
sínar að hönnun sinni? Hann segir
hönnuð verði að læra að skynja um-
hverfi sitt á skapandi hátt í stað þess að
njörva allt niður að þetta sé hönnun og
annað sé list. Hann er til dæmis alin upp
við sjómannahefð og notfærir sér þann
bakgrunn í sinni hönnun, bæði báta og
haf. „Maður endurspeglar land sitt og
tíma í hönnun sinni.“
En hvað með íslenska hönnunar-
hefð? Sigurður segist sjá bæði kosti
þess og galla að ekki sé meiri hefð fyrir
íslenskri hönnun. „Við höfum til
dæmis ekki einhverja risa eins og Arne
Jakobsen og Hans J. Wegner hjá
Dönum, sem gnæfa yfir öllu og eru
viðmið fyrir alla hönnunarframleiðslu í
Danmörku. Þetta hefur til að mynda
háð og heft unga danska hönnuði þó
nokkuð.“
Vakning hjá íslenskum
stjórnvöldum
Sigurði segir að þó íslenskum stjórn-
völdum skorti smá skilning á því að
styrkja þá hönnuði sem þegar hafa
skapað sér nafn, þá sé nokkur vakning í
gangi og margt gott hafi gerst á undan-
förnum árum. Stjórnvöld hafi smám
saman gert sér grein fyrir því að íslensk
hönnun sé góð auglýsing fyrir íslenska
menningu. Þannig hafi sendiráð Íslands
í Svíþjóð, í samvinnu við sænska inn-
flutningsráðið, komist í samband við
sænska húsgagnaframleiðendur sem hafa
áhuga á að framleiða húsgögn eftir
íslenskum teikningum og ráðgert sé
halda sýningu á íslenskri hönnun á næsta
ári í Svíþjóð. Þetta segir Sigðurður vera
mjög jákvæða þróun því auk þess sé hér
á landi starfandi hönnunarmiðstöð og
hönnunarsafn. Ungir íslenskir hönn-
uðir ættu því að sjá fram á bjarta tíma í
framtíðinni. ●
F2 22 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR
Allir klárir í bátana
– stökkir að utan, mjúkir að innan!
ar
gu
s
04
-0
71
3
Fröken Freyja leysir vandann
Freistingar
Það hefur lengi verið eitthvað í
gangi milli mín og konu sem vinnur
með mér en er þó í annarri deild.
Mér finnst spennan á milli okkar
næstum áþreifanleg þegar ég hitti
hana í mötuneytinu, svo ekki sé
talað um þegar við mætumst ein við
kaffivélina. Hún er í sambúð en það
er jólaglögg framundan og ég er að
velta fyrir mér hvort ég eigi að láta
til skarar skríða?
KHG, Reykjavík
Freistingar eru til að falla fyrir þeim.
Svo einfalt er það. Allt er leyfilegt í
stríði og ástum. Ef þú ert einhleypur
skaltu berjast með sverði og skildi til
að ná þessari konu í jólarekkjuna til
þín. Jólaglögg er tilvalin stund til
þessarar orrustu, sem ég reyndar hef
á tilfinningunni að sé unnin nú þeg-
ar. Vinnupartí eru til þess fallin að
bera uppi lostafullar játningar til
vinnufélaganna, sofa hjá þeim og
sleppa sér lausum án makans. Þeir
sem mæta í makalaus staffapartí
eru hvort eð er lausari í rásinni,
tilkippilegri og oftar en ekki
með það að markmiði að gera
eitthvað syndsamlegt af sér.
Óþolandi
óþekktarormur
Besta vinkona mín á
fimm ára son sem er svo
fordekraður að hann er að
gera mig vitlausa. Þegar
þau koma í heimsókn
hleypur hann upp
um alla veggi og um daginn braut
hann fyrir mér forláta postulíns-
vasa sem amma mín heitin gaf mér.
Það var nógu slæmt út af fyrir sig,
en enn þá verra að mamma hans
skammaði ekki einu sinni strák-
skrattann. Hefði það verið með
öllu óviðunandi að ég hefði tekið
aðeins í hnakkadrambið á honum?
Þetta var nú einu sinni vasinn
minn.
BH, Hafnarfirði
Sko! Vasinn var þér dýrmætur með
tilfinningalegt gildi. Óbætanlegt tjón
fyrir þig. Ekki rís amma þín upp frá
dauðum með annan vasa að gjöf!
Skinnið á krakkaorminum jafnar sig
hins vegar furðu fljótt þótt þú takir
aðeins í rassinn á honum. Reyndar
heyrist mér það vera orðið tímabært
að einhver taki að sér að sýna vin-
konu þinni hvernig ala á upp soninn.
Sniðugast af öllu væri að þú
leggðir hana sjálfa á kné
þér og veittir ærlega
ráðningu því auðvit-
að er það hún sem
ber ábyrgð á
hegðun piltsins
og virðingar-
leysi hans
fyrir ann-
arra manna
heimilum.
Sendið fyrirspurnir og vandamál til fröken Freyju, F2, Skaftahlíð 24, 105 Rvk eða
sendið henni tölvupóst á netfangið frkfreyja@frettabladid.is. Nöfn sendenda verða
ekki gefin upp í blaðinu.
Sigurður Gústafsson.
„Maður endurspeglar land sitt
og tíma í hönnun sinni.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Sigurður Gústafsson
Verðlaunahönnuður
Nú er tími kerta og jólakransa og eykst
brunahættan samfara því. Til þess að
sporna við þessari hættu hefur danski
hönnuðurinn og arkitektinn Knud
Johannsen hannað sjálfvirkan kerta-
slökkvara, sem kom á markað fyrir síð-
ustu jól í Danmörku, en fyrirtækið
Zenax ehf. hóf innflutning á því í haust
til Íslands og fæst hann nú í flestum
blóma - og gjafavöruverslunum.
Guðrún Brynjólfsdóttir hjá Zenax,
segir kertaslökkvarann vera gott öryggis-
tæki en eigi ekki að leiða til kæruleysis í
kringum kertin.
„Þetta tæki er hannað, ef svo kynni
að fara að einhver gleymdi að slökkva á
kertunum. En auðvitað á fólk alltaf að
ganga úr skugga um að öll kerti séu
slökkt áður en farið er út eða að sofa.“
Tækið er hringur með litlum örm-
um, sem
er smeygt
uppá kert-
ið, í þeirri
hæð sem
fólk kýs að
láta það
brenna að.
A m a r n i r
kæfa svo
l o g a n n ,
þegar hann
er kominn
í þá hæð Aðspurð hvort að Íslendingar
séu að kaupa sér svona tæki segir
Guðrún landa sína ekki alveg vera
vaknaða til vitundar um þann eldmat
sem er í kertum og jólakrönsum. „Fólk
þarf að venja sig af þeim hugsunarhætti
að þetta kemur ekki fyrir hjá mér.“
Nýr öryggisbúnaður
fyrir kerti og jólakransa
Hannaður af dönskum arkitekt.