Fréttablaðið - 02.12.2004, Page 58
Læsa töskum
Áður en lagt er upp í langt ferðalag er mikilvægt að læsa ferðatöskun-
um. Best er að fá sér litla og meðfærilega lása sem eru jafnframt sterkir.
Þá er bara að muna eftir lyklunum![
Ferðaþjónusta Iceland Express
Sími 5 500 600, icelandexpress.is
Kynnið ykkur skilmálana á icelandexpress.is
Nú geturðu notað MasterCard ferðaávísun upp í ferð með
Iceland Express! Þreföld ástæða til að brosa!
Nýir vinir Himinn og ha
f
-
S
Í
A
]
Nýtt hótel á Stansted
Radisson SAS-hótelið gengur mjög vel
Stansted-flugvöllur er orðinn einn
helsti flugvöllur í Evrópu og er
miðstöð lággjaldaflugfélaga eins
og Iceland Express, Easy Jet og
Ryan Air. Margir kjósa að fljúga
til Stansted og taka þaðan tengi-
flug til hinna mörgu áfangastaða
sem eru í boði innan eða utan
Bretlandseyja. Fjöldamargir í
viðskiptaerindum kjósa þessa
sparnaðarleið en stundum getur
þurft að bíða eftir tengifluginu.
Þeir sem þurfa að bíða á flugvell-
inum en vilja ekki ferðast til
London geta rölt í um þrjár mínút-
ur yfir á hið nýja og glæsilega
Radisson SAS-hótel sem var opn-
að í ágúst síðastliðinn. Hótelið er
fjögurra stjarna, þar eru fjórir
veitingastaðir, bar og glæsilegur
vínturn sem inniheldur fjögur
þúsund vínflöskur. Hægt er að
panta vín úr vínturninum og þá er
loftfimleikafólk híft upp í viðeig-
andi rekka og sýnir listir sínar um
leið og það færir viðskipavininum
flöskuna. Hvert herbergi er fal-
lega innréttað og vill starfsfólk
allt fyrir viðskiptavini gera svo
þeim líði sem best.
Radisson SAS er góð viðbót við
þjónustuna á Stansted-flugvelli,
ekki síst fyrir þá sem koma þar
við í tengiflugi. ■
Skálarnir í Kerlingarfjöllum eru opnir
til útleigu árið um kring.
Vetrarferðir á hálendið:
Kerlingarfjöll
skemmtilegur
kostur
Veturinn er tími ævintýraferða
um fjöll og firnindi og ástæða er
til að benda fólki á að leita ekki
langt yfir skammt. Í Hrauneyjar
er til dæmis ekki nema tveggja
stunda akstur frá Reykjavík og
allt á malbiki, en samt er fólk
komið upp á reginöræfi og getur
notið alls þess besta sem íslensk
vetrarnáttúra hefur upp á að
bjóða
Í hálendismiðstöðinni í
Hrauneyjum er boðið upp á gist-
ingu í 50 litlum tveggja manna
herbergjum. Þar er matsalur
með pláss fyrir allt að 200
manns. Þá má líka benda á Kerl-
ingarfjöll, en þar er hægt að
leigja hús árið um kring. Þar er
opið eftir pöntun og pláss fyrir
130-140 manns. Aðstaðan þar er
tilvalin fyrir vélsleðamót, árs-
hátíðir og hvers kyns uppákom-
ur á veturna. Hægt er að fá kokk
og þjóna á staðinn en einnig er
boðið upp á að gestir sjái um sig
sjálfir. Í Kerlingarfjöllum er
einstaklega skemmtilegt göngu-
svæði að sumri til og vitanlega
frábærar leiðir fyrir vélsleða og
súperjeppa. Frá Hrauneyjum er
stutt til allra átta, hvort sem er í
Landmannalaugar, Veiðivötn
eða gönguferð á Heklu. ■
Brynja Dögg Friðriksdóttir sendir pistla úr heimsreisu sinni:
Heitir hverir og Hobbitar
Líklega hugsa flestir um sauðfé
og Hringadróttinssögu þegar
minnst er á Nýja-Sjáland en Nýja-
Sjáland er það og svo margt ann-
að. Náttúran hér er annáluð fyrir
fegurð og vilja jafnvel sumir
meina að hún minni á náttúru Ís-
lands. Heitir hverir, jöklar og fjöll
eru meðal þess sem löndin eiga
sameiginlegt og í báðum löndum
býr fleira sauðfé en fólk. Nýja-
Sjáland er kannski hálfgerð sveit
í augum sumra en hér búa aðeins
um fjórar milljónir manns, sem
gerir landið fámennt á heilsmæli-
kvarða. Eins og Íslendingar eru
Nýsjálendingar þó stoltir af landi
sínu og þjóð og álíta sig enga smá-
þjóð.
Menning Nýsjálendinga er mót-
uð af menningararfleið Maoría og
Evrópumanna en evrópskir land-
nemar komu fyrst til Nýja-Sjá-
lands á síðari hluta 18. aldar. Maor-
íar voru þó fyrstu landnemarnir en
þeir komu frá Polýnesíu um alda-
mótin 1300. Í gegnum aldirnar
hafa Maoríar blandast öðrum hóp-
um landnema og innflytjenda á
Nýja-Sjálandi og með tímanum
varð maorísk menning minna
áberandi. Fyrir rúmum 20
árum varð ákveðin endur-
vakning á menningu Ma-
oría og fólk af Maoríaætt-
um fór að rækta betur
menninguna og undir-
strika arfleið sína. Maor-
ísk menning er því aftur
orðin hluti af nýsjálenskri
menningu og er víða í há-
vegum höfð.
Rotorua er bær á
Norðureyju Nýja-Sjá-
lands sem er einkum
þekktur fyrir mörg virk
hverasvæði og sem mikil-
vægur staður í menningu
Maoría. Hveravatnið hef-
ur í aldaraðir skipað stór-
an sess meðal Maoría hér
um slóðir og enn þann dag
í dag er matur oft
gufusoðinn í þar til gerð-
um hveragufukössum.
Einnig er algengt að íbúar
Roturua sem og aðrir baði
sig í heitu hveravatninu
enda er það talið heilsu-
samlegt og gott fyrir lík-
ama og sál. Vinsældir svæðisins
koma því ekki á óvart en um þriðj-
ungur allra ferðamanna til Nýja-
Sjálands leggur leið sína til
Rotorua til að berja þessi náttúru-
undur augum og kynna sér menn-
ingu Maoría. ■
Vínturninn laðar margan ferðalanginn að Radisson SAS en hann hefur að geyma
rauðvín, hvítvín og kampavín.
Menning Maoría setur sterkan svip á Nýja-Sjáland.
LESTUR/ÁHORF: NOKKUR DÆMI ÚR NÝRRI GALLUP KÖNNUN *
*Upplýsingarnar í þessari auglýsingu eru fengnar úr nýafstaðinni fjölmiðlakönnun Gallup í október s.l..
TÍSKA Í FBL
FIMMTUDAGUR
FJ
Ö
LM
IÐ
LA
R
0
20
40
60
56.1%
FORSÍÐA MBL
SUNNUDAGUR
40.2%
FÓLK Í MBL
MIÐVIKUDAGUR
39.5%
FRÉTTIR Á RUV
MEÐALÁHORF
VIKUNNAR
33%
INNLIT ÚTLIT Á
SKJÁ EINUM
UPPSAFNAÐ
37%
IDOL
stjörnuleit
UPPSAFNAÐ
50%
SAMANBURÐUR VIÐ AÐRA MIÐLA
[ KONUR 18-49 ÁRA Á ÖLLU LANDINU ]
Lesendur „Allts“ er fólk með áhuga á efni
hverrar opnu og eru auglýsingarnar eðlilegur
hluti lesefnisins og ein af ástæðum þess að
þeir staldra við.
Það er með öðrum orðum, vel skilgreindur og
áhugasamur hópur, sem skoðar t.d. þessa
auglýsingu.
Grunnhugmyndin á bak við „Allt“ er að flokka
auglýsingar og staðsetja í lesefni sem vekur
áhuga þeirra sem auglýsandinn vill ná til. „Allt“
er löngu tímabær og áhugaverður valkostur á
íslenskum auglýsingamarkaði.
Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“
Síminn er 550-5000
- markvissar auglýsingar -