Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 39
SUNNUDAGUR 5. desember 2004 Þ órður heitinn Halldórssonfrá Dagverðará á Snæ- fellsnesi var kostulegur mað- ur. Hann var sögumaður góð- ur, svo góður að þeir sem heyrðu voru stundum langt í frá vissir hvort Þórður segði satt eða skáldaði. Fyrir nokkrum árum sat ég í stof- unni heima hjá Sigurði Krist- jónssyni á Hellissandi. Sigurð- ur var í áratugi einn aflasæl- asti skipstjóri landsins. Stýrði lengst Skarðsvík SH til mikilla afreka. Sigurður var að rifja upp sérstaka skipsfélaga sína á löngum og glæstum ferli. Þórður frá Dagverðará er sennilega sérstakasti maður sem ég hef kynnst, sagði Sigurður. Um áramót, á einni vertíðinni, var Þórður munstr- aður um borð, en það var áður en fyrsta Skarðsvíkin var keypt. Sigurður sagðist hafa verið skipstjóri á Haföldunni. Fyrst eftir áramótin gekk illa, fiskuðu minna en flestir. Þórður var við gogginn í fiski- leysinu og segir að eitthvað verði að gera svo fiskur gefi sig. Hann tók tindabykkju og skar í hana rúnir. „Við verðum að galdra fyrir hann“, sagði Þórður og henti tindabykkj- unni fyrir borð. Það var einsog við manninn mælt, fiskur nán- ast á hverjum krók og eftir mánuð var Hafaldan orðin aflahæst allra báta. Sigurður kann sögu af Þórði sem Þórður hafði bæði sagt og skrifað, en borið hafði á efasemdum um söguna. Það var snemma í febrúar, að lokinni löndun var Hafald- an fest utan á flutningskip sem hét Otur. Allir fóru heim að sofa, nema Þórður sem svaf um borð. Um nóttina gerði sunnan albrjálað veður. Flýtir- inn var mikill að koma Otri á sjó, svo mikill að Hafaldan var enn bundin við Otur þegar var farið var úr höfninni. Hafald- an slitnaði frá Otri og rak upp á næsta sker. Þórður komst efst í mastrið þar sem hann batt sig fastan. Svo fór að Haf- aldan losnaði af skerinu og sökk til botns, en svo heppi- lega vildi til að ekki var dýpra en svo að masturstoppurinn, þar sem Þórður hafði bundið sig, var einn ofansjávar. „Þetta var svo ótrúlegt, svo ótrúlegt hvernig menn komast af,“ sagði Sigurður skipstjóri þegar hann hugsaði til baka. Tryggvi Jónsson, sem var aflakall á Víkingi, Guðmundur bróðir Sigurðar og fleiri fóru út að leita Haföldunnar og Þórðar. Þeir sáu ljósglætu og sigldu að, mikil hættuför. Það reyndist vera ljóstýran í toppi masturs Haföldunnar. Þeir tóku áhættu og sigldu nær. Þá sáu þeir Þórð í mastrinu þar sem hann fór á kaf í sjó í hverri veltu. Tryggvi var áræðinn, sigldi nær og Guðmundur hikaði hvergi, stökk yfir á mastrið, kom taug á Þórð, skar hann lausan og nær dauða en lífi var honum bjargað. „Þannig bjargaðist Þórður.“ Saga af... lífsháska SIGURJÓN M. EGILSSON sigurjon@frettabladid.is með Sigurjóni NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Carl J. Eiríksson skotmaður vill gera eftirfarandi at- hugasemdir við sögu sem sögð var í síðustu viku. 1. Carl segir rangt að þegar hann mætti á skrifstofu ÍBR hafi hann hrundið upp hurð- inni. Carl segist hafa bankað. 2. Carl segist ekki geta tekið undir með sögumanni, um að sér haf verið tekið af kurt- eisi og sér hafi verið sýnd þolinmæði. 3. Carl segir aldrei hafa komið til greina að mæta aftur eftir helgi með kæruna sem hann var að leggja inn. Þá hefði kæran dagað upp þar sem kærufrestur hefði liðið. 4. Carl segir að kæran hafi ekki verið lesin þegar hann kom með hana á skrifstof- una. 5. Carl segir rangt hjá sögu- manni að svartamyrkur hafi skollið á. Það hafi verið rökkur. 6. Carl segir vanta í söguna að hann hafi gáð hvort hann gæti hjálpað til við að laga rafmagnsbilunina. Athugasemd: Rökkur en ekki myrkur - mest lesna blað landsins Á MÁNUDÖGUM Fasteignaauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.